Sagnir - 01.06.2004, Síða 85

Sagnir - 01.06.2004, Síða 85
að í skrifum sín á milli voru þær opnar og einlægar. Ástæðan fyrir því að þær voru svona einlægar gæti einmitt verið sú að þær höfðu aldrei hist og voru í raun vonlitlar um það. Þær tóku því enga per- sónulega áhættu með því að segja nákvæmlega það sem þeim lá á hjarta. Þetta varð eins konar töfrasamband. Þær ímynduðu sér hvor aðra á einhvern ákveðinn hátt og gáfu svo ákveðna mynd af sjálfri sér sem varð sönn vegna þess að það bjó ekkert að baki. Þær reyndu ekki að koma neinum áróðri til skila heldur tjáðu einfald- lega tilfinningar sínar og skoðanir. Bréf systranna geta því veitt okkur innsýn í líf og sjálfsmynd ungra kvenna af annarri kynslóð Vestur-íslendinga, kvenna sem voru fæddar í Vesturheimi og aldar upp á „íslenskan hátt“ af foreldrum sem töluðu aðeins íslensku. Bréf þeirra geta því veitt innsýn í það hvaða augum Vestur-íslend- ingar, sem aldrei höfðu komið til gamla landsins, litu Island. PERSÓNUR OG LEIKENDUR Bréfritarar voru tvær ungar stúlkur, systurnar Stefanía Elínþóra og Ragnheiður Helga Þórðardætur. Foreldrar þeirra, þau Þórður Bjarnason og Rebekka Stefánsdóttir, fluttu til Vesturheims árið 1887.6 Þau giftu sig árið 1880 og fluttust að Búðum í Hlöðuvík þar sem þau bjuggu um fimm ára skeið. Árin 1885-1887 var Þórður bóndi á Látrum í Aðalvík áður en hann fluttist búferlum til Vestur- heims ásamt konu sinni og einu barni, Guðrúnu litlu sem var fædd árið 1884.7 Þau komu sér upp framtíðarheimili að Skíðastöðum í Árnesbyggð og þar ólu þau upp börnin sín fimm, Guðrúnu (f. 1884), Bjarna (f.1888), Ragnheiði (f. 1894), Stefaníu (f. 1899) og Þórð (f. 1902).8 Stefanía og Ragnheiður byrjuðu ungar að skrifast á við frænku sína á Hesteyri, Soffíu Guðrúnu Vagnsdóttur. Faðir Soffíu, Vagn Benediktsson, var bróðursonur Þórðar, föður systranna. Stefanía var töluvert duglegri við skriftirnar en Ragnheiður og eru mun fleiri bréf í safninu frá Stebbu sem var gælunafn hennar. Fyrsta bréfið frá henni var skrifað í júlí árið 1913 en þá var hún „13 ára og verð 14 ára 18. Júlí.“9 Fyrsta varðveitta bréfið frá Ránku, en það var gælunafn Ragnheiðar, var ritað árið 1915. Stebba virðist því hafa riðið á vaðið en það er þó ekki alveg víst því einhver bréf vantar inn í og sum virðast hafa týnst í pósti á leiðinni til íslands. Oft fylgjast bréfin þeirra að, það er að segja þær skrifa á sama tíma, líklega til að spara burðargjaldið því þær senda bréfin í sama um- slagi. Bréfin frá Ragnheiði eru samtals 38 og spanna 19 ára tímabil. Bréfin frá Stefaníu eru 66 og ná yfir 34 ára tímabil. Bréfin frá Ránku eru færri bæði vegna þess að líf hennar fékk skjótan endi en einnig vegna þess að hún var minna heima en Stebba. Síðasta bréf- ið í safninu var dagsett 29. janúar 1947 og er frá Stefaníu en mér þykir líklegt að þær Stefanía og Soffía hafi haldið áfram að skrifast á fram að láti Stefaníu árið 1964.10 Ástæðan fyrir því að bréfin í þessu safni eru ekki fleiri er líklega sú að Soffía fluttist frá Hesteyri til Reykjavíkur árið 1950 ásamt eiginmanni sínum.ll Árið 1952 fluttust síðustu íbúar Sléttuhrepps í burtu og hefur hann verið í eyði síðan en þegar fjölmennast var í hreppnum bjuggu þar um fimmhundruð manns.12 í gegnum tíðina hlustuðu þær á foreldra sína, önnur skyldmenni og íslendinga sem þær þekktu segja sögur af íslandi. Þeim fannst þær vera íslenskar en höfðu í raun- inni ekkert ísland til að heimfæra þessa tilfinningu upp á. Ragnheiður og Stefanía voru báðar fæddar í Kanada. Eina reynsla þeirra af íslandi var í gegnum foreldra þeirra sem lærðu ekki að tala ensku og þvf var einungis töluð íslenska á heimilinu. Stúlkurnar kynntust svo heimahögum foreldra sinna á íslandi í gegnum bréfaskriftir sínar við Soffíu en það voru einu tengslin sem þær höfðu við ísland. í gegnum tíðina hlustuðu þær á foreldra sína, önnur skyldmenni og íslendinga sem þær þekktu segja sögur af fs- landi. Þeim fannst þær vera íslenskar en höfðu í rauninni ekkert fs- land til að heimfæra þessa tilfinningu upp á vegna þess að þær vissu ekki hvað eða hvernig ísland var. NÁM OG STÖRF SYSTRANNA Á SKÍÐASTÖÐUM Fyrsta bréfið í bréfasafninu er frá Stefaníu árið 1913. Hún var þá tæplega 14 ára og enn í barnaskóla. Ragnheiður er hins vegar fimm árum eldri og því farin að vinna fyrir sér. « •* E ER FÆDD í CANADA OG ÞVÍ CANADÍSK AÐ Æ 7 T ... u SAGnir 24 árgangur 04 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.