Sagnir - 01.06.2004, Side 92

Sagnir - 01.06.2004, Side 92
Lífshlaup Þorláks Björnssonar, bónda og hestamanns Það bcetír hvern BRAGNA að beita þeim hesti Það er hœgt að fara margar leiðir til þess að útskýra, túlka og miðla fortíðinni. Síðustu áratugi hafa íslenskir sagnfrœðingar og söguáhugamenn farið til þess nýjar leiðir. Heimildarmyndir, þátt- araðir í sjónvarpi, margmiðlunardiskar, vefsíður og sérstakar sýningar á munum og myndum hafa verið meira áberandi miðlunarform sögunnar á seinni árum. Fjölbreytileikinn í sagnfrœði er mikill og nœr einnig til aðferða á sagnfrœðilegum viðfangsefnum. Lengi vel var algengt að útskýra og túlka söguna út frá uppbyggingu og þróun þjófélagsstofnana og hlutverki þeirra í þágu þegnanna. Tímamótaatburðir og lykilmenn í sögu þjóðar hafa sömuleiðis spilað stórt hlutverk í hinni hefðbundnu aðferðafrœði sagnfrœðinnar. Aðrar aðferðir hafa einnig átt upp á pallborðið. Ein af þeim er einsagan (microhistory) en þessi aðferð er notuð til þess að fá annars konar sjónarhorn á söguna og tíðarand- ann. Þannig er hœgt að koma auga á þœtti sem annars hefðu legið á milli hluta. TENGSLIN OG HLUTLÆGNIN í þessari grein er ætlunin að fjalla um alþýðumann í íslensku samfélagi sem var uppi á síðustu öld.1 Aðferðir sem verða notaðar eru í anda einsögunnar en einnig verður stuðst við æviminningar og opinberar heimildir um viðfangsefnið. Það sem gerir þessa rannsókn sérstaka eru tengsl höfundar við viðfangsefnið en maðurinn sem um verður fjallað í þessari grein er afl minn. Velta má fyrir sér hvort æskilegt sé að tengsl rannsak- andans og viðfangsefnisins séu þetta náin. Hefur það ekki áhrif á hlutlægnina þegar sagnfræðingar setja sjálfa sig beint inn í rannsóknina? Einfalt svar við þessari spum- ingu er: „ Jú, auðvitað hefur það áhrif." í framhaldi af þessu má einnig spyrja hvenær sagnfræðingurinn eða rannsakandinn hafl engin áhrif á rannsóknina? Að mati sagn- fræðingsins Georgs Iggers er ekki til sagnfræðileg rannsókn þar sem rannsakandinn hefur engin áhrif: The idea that objectivity in historical research is not possible because there is no object of history has gained increasing currency. Accordingly the historian is always the prisoner of the world within which he thinks, and his thoughts and percept- ions are conditioned by the categories of the language in which he operates. Thus language shapes reality but does not refer to it.! Annar sagnfræðingur, E.H. Carr, er á sama máli og Iggers í þessum efnum. Carr telur mikilvægt fyrir sagnfræðing sem leitar eftir hlutlægni að gera sér grein fyrir því að hann hefur takmarkaða sýn á fortíðina því hann er mótaður af kringumstæðum sínum, sam- félagi og sögu. Ef sagnfræðingurinn er meðvitaður um takmarkanir sínar á viðfangsefn- inu gerir hann sér grein fyrir því að algjör hlutlægni er ómöguleg. Carr ályktar að þegar sagnfræðingur er lofaður fyrir að sýna hlutlægni þýði það ekki endilega að hann túlki söguna rétt heldur að hann leitist við að gera það.3 Vinna sagnfræðingsins felst í því að finna heimildir og túlka þær. Takmarkanir á hlut- lægni í rannsóknum eru margar og eru heimildir engin undantekning. Allar skriflegar heimildir eru skapaðar af mönnum sem nota tungumálið til þess að gera þær skiljanleg- ar fyrir aðra. Þannig má segja að þessar heimildir innihaldi huglægt mat. Mitt huglæga innlegg í þessa rannsókn eru æviminningar mínar. Vissulega geri ég mér grein fyrir að æviminningar mínar og afa eru ekki fullkomnar. Heimildirnar um afa eru upprifjun hans á ýmsum hlutum í sambandi við líf hans og umhverfi. Sömuleiðis eru æviminning- ar mínar og annarra einnig upprifjun á því liðna. Samt sem áður reyni ég að túlka allar þær heimildir sem koma hér fram á sanngjarnan hátt og gæti þess að hafa eins lítil áhrif á rannsóknina og mögulegt er. Það að ég geri mér grein fyrir takmörkunum hlutlægn- innar vona ég að sé merki um vilja minn til að fara rétt með heimildir. ÞÓRÓLFUR SÆVAR SÆMUNDSSON Fæddur árið 1974. Hann útskrifaðist með BA próf í sagn- fræði veturinn 2003 og stundar nú diploma nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla íslands. 90 SAGN IR 24 ARGANGUR '04 L I F S H L A U Þ O R L A K S BJÖRNSSONAR ÓNDA O G HEST
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.