Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 14
Akranes er þekktur bær fyrir
knattspymumenn sína. Á myndinni er
knattspyrnulið baejarstarfsmanna,
sem sigraði í innanhússknattspyrnumóti
fyrirtækja og stofnana á
sl. ári. Ahorfendur brugðust ókvæða
við, er liöiö birtíst í búningum með
áletruninni, „Greiðið gjöldin", en
smám saman vann liðið hug
áhorfenda og „átti salinn", er að
úrslitaleiknum kom. Innheimta gjalda
gekk óvenjuvet á árinu. Á myndinni
eru, talið frá vinstri, Halldór Jónsson,
liðsstjóri, Gunnar Sigurðsson,
innheimtustjóri bæjarins, Helgi
Hannesson, Eyjólfur Harðarson,
Andrés Ólafsson, Einar Jónsson, Jón
Gunnlaugsson.
fþróttahús Akraness var formlega tekið í notkun í janúar árlð 1976. Það er eitt veglegasta íþróttahús landsins. Gólfflötur
íþróttasalar er 43X22.6 m að stærð, og má skipta honum í fjóra minni saii. Ljósmyndin er frá vígsluhátíð hússins. I
ræðustóli er Daníel Ágústínusson, þáverandi forseti bæjarstjórnar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL