Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 28
Grjótvarnargarðurinn, myndin er tekin í ágúst 1981. Á henni má sjá hvar tjón urðu á hafnargarðinum 16. febrúar 1981, þ. e. a. s. skarð í garðinn miðjan otan beygju og efsti hluti krónu horfinn á um það bil 55 m löngum kafla á garðsenda. Það var þrennt, sem gerir sjólagið sérstakt: Það var fjara, mikil vindalda lagðist saman við undir- öldu. Alda varð mjög kröpp. En það voru aftur á móti öldurnpr, sem öll gliman stóð um til að skapa næga kyrrð innan hafnarinnar. Margt annað tengist þessu og að sjálfsögðu garð- urinn sjálfur og uppbygging hans. Ymislegt bendir t. d. til, að upphafsstaðir tjóna á aðalhafnargarði framan einingaveggs séu verkasamskeytin milli ára. Hér kemur til keilulaga lagskipting milli ára, mis- munandi þjöppunar- og sigástand. Sé hér rétt getið til, er hér komin enn ein röksemd gegn því að búta verk niður í marga áfanga. Eitt er þó víst, að garður á 12 m dýpi hleypur ekki burt, þótt hann skaðist eða umformist. Náttúran sér um, ef þörf krefur, að breyta honum í styrkari átt. Það er mikið fjárhagslegt atriði, að garðar séu ekki miklu sterkari en þeir þurfa að vera. Réttlætanlegt er því að hanna garða djarflega í fyrstu, ef fyrirsjáan- legt umfang skemmda verður takmarkað og aðstaða verður til að bæta og laga þær skemmdir. Það hannar enginn skip svo sterk, að þau geti ekki skemmzt; til þess yrðu þau alltof dýr og burðarvana. I ljósi reynslunnar frá sl. vetri þurfum við að taka þversnið garðsins á ný til athugunar til að finna, hvaða endurbætur eru nauðsynlegar. Ég tel, að of dýrt verði án athugana að endurbæta allan garðinn i líkingu við það, sem við höfum nú gert með garð- endann, enda hefur hann sérstöðu, hvað snertir álag og aðstöðu til lagfæringar. HAFNALÖGIN í ENDURSKOÐUN Samgönguráðherra skipaði snemma árs 1981 fimm manna nefnd til þess að endurskoða hafnalögin, sem eru númer 45 árið 1973. 1 nefnd- inni eru Ólafur Steinar Valdimars- son, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, sem er formaður; Aðalsteinn Júlíusson, hafnamálastjóri; Alexand- er Stefánsson, alþingismaður; Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis og Gunnar B. Guð- mundsson, formaður Hafnasam- bands sveitarfélaga, samkvæmt til- nefningu stjórnar Hafnasambands- ins. Á 12. ársfundi Hafnasambandsins 23. og 24. október sl. kynnti Ólafur Steinar Valdimarsson þær hug- myndir, sem uppi væru i endur- skoðunarnefndinni varðandi breyt- ingar á lögunum, eins og fram kemur í frásögn frá fundinum. Jafnframt óskaði hann eftir ábendingum fundarmanna og annarra sveitar- stjórnarmanna um breytingar á lögunum. Slikar ábendingar skulu sendast formanni nefndarinnar í samgönguráðuneytinu, Arnarhvoli. UMSOKNIR UM GJALDSKRÁR- BREYTINGAR Hafnasamband sveitarfélaga hefur skrifað hafnarstjórnum bréf, þar sem þær eru hvattar til að sækja um 19% hækkun á gjaldskrám hafna frá og með 1. febrúar 1982. Er þá miðað við 12% hækkun á verðlagi frá seinustu hækkun til 1. febrúar 1982 og þau 7%, sem talið var á fundinum, að gjald- skrárhækkanir hafi dregizt aftur úr verðlagsbreytingum á árinu 1980. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.