Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 57
3.0 Athugun á störfum og starfs- háttum barnaverndaryfirvalda Lokaritgerð mín við lagadeild Háskóla Islands fjallar um störf og starfshætti barnaverndaryfir- valda. Liður í þeirri ritgerð var athugun á fundar- gerðum barnaverndarnefnda á Reykjavíkursvæðinu og barnaverndarráðs. Megintilgangurinn var sá að athuga, hversu nákvæmar og greinargóðar fundar- gerðirnar væru og hvaða mynd þær gæfu af störfum barnavemdaryfirvalda. Leitað var til barnaverndarnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, svo og barnaverndarráðs og þess óskað, að aðgangur yrði veittur að fundargerðum þeirra árin 1974—1978 að báðum árunum meðtöldum. Fékk málaleitanin já- kvæðar undirtektir hjá öllum þessum aðilum nema barnaverndarnefnd Seltjarnarness. Taldi formaður hennar, að höfðu samráði við lögfræðing nefndar- innar, að barnaverndarlög heimiluðu ekki aðgang að fundargerðum í þessum tilgangi. Athugaðar voru því fundargerðir barnaverndarnefndar Reykjavík- ur, félagsmálaráða Kópavogs og Garðabæjar og barnaverndarráðs." Verður nú vikið að helztu þáttum athugunarinn- ar.2) 3.1 Skráning fundargerða. A. Reykjavík. Fram að miðju ári 1978 var sá háttur hafður á við skráningu fundargerða, að fyrir fund var skrifuð í fundarbók kynning á þeim málum, sem á 1) Skv. 6. gr. 5. og 6. mgr. laga nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna er menntamálaráðherra heimilt að fela félagsmálaráðum, að nokkru leyti eða öllu, störf barnaverndarnefnda. Á öllum stöðunum, sem athugaðir voru, þ. e. Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, hefur þessi heimild verið notuð, en í mismiklum mæli. Kópavogur og Garðabær hafa stigið skrefið til fulls og falið félagsmala- ráðum alfarið öll störf barnaverndarnefnda, en í Reykja- vík er starfandi samhliða barnaverndarnefnd og félags- málaráð. 2) Allar upplýsingar voru skráðar i töflur til skýringar, sbr. ritgerð mína. „Um störf og starfshætti barnaverndar- yfirvalda", Reykjavik, janúar 1980 svo og samnefnda grein í Olfljóti, 4. tbl. 1980. dagskrá voru hverju sinni. 1 kynningum þessum var ýmist miðað við foreldra, börn, eða jafnvel fóstur- foreldra og iðulega var þess ekki getið sérstaklega, þó verið væri að taka fyrir mál, sem áður hafði verið til umræðu eða meðferðar. Milli dagskrárliða voru hafðar 5—10 auðar línur til að bóka ákvarðanir nefndarinnar. í lok hvers fundar undirrituðu allir viðstaddir fundarmenn fundargerð. Við skipun nýrrar barnaverndarnefndar að afloknum sveitar- stjórnarkosningum vorið 1978 urðu ýmsar breyting- ar hér á. Lagt var niður eldra fyrirkomulag og fundargerð skráð jafnóðum. Einnig var yfirmanni fjölskyldudeildar félagsmálastofnunar falin ritun fundargerðar, þrátt fyrir skýlaus ákvæði barna- verndarlaga um, að ritari nefndar skrái fundargerð. Meginbreytingin fólst þó í því, að fundargerð lengdist til muna. Raktar voru í alllöngu máli, að því er virtist orðrétt, umræður á fundum. I lok fundar undirrituðu yfirleitt formaður og fundarritari fund- argerð. Við úrvinnslu upplýsinga úr fundargerð barna- verndarnefndar Reykjavíkur kom í ljós, að upplýs- ingar um hvert einstakt mál voru oft mjög af skorn- um skammti. Öllu verra var þó, að iðulega var ekki getið afdrifa mála í fundargerð. Voru það mál, sem kynnt voru eða rædd á einum eða fleiri fundum, síðan frestað og komu ekki fram aftur á athugunar- tímabilinu. B. Kópavogur. Samkvæmt reglugerð félagsmálaráðs Kópavogs skal halda gerðarbók og senda bæjarstjórn afrit fundargerða jafnóðum. Utgáfa fundargerða barna- verndamefndar samrýmist ekki trúnaðarskyldu barnaverndarlaga. Félagsmálaráð heldur því sér- staka trúnaðarbók, þar sem í eru skráð barnavernd- armál og ákvarðanir um fjárhagsaðstoð við ein- staklinga og fjölskyldur. Aðgangur fékkst að trún- aðarbók þessari, og voru könnuð þau mál, sem töld- ust til bamaverndar. Flestar bókanir í trúnaðarbókina voru knappar og gáfu takmarkaðar upplýsingar um mál. Umræðna var einungis getið í undantekningartilvikum. Oft vantaði dagsetningu fundar og áramót sjaldnast auðkennd. Um úrvinnslu gilda svipaðar athuga- semdir og fram koma um fundargerðir í Reykjavík. 51 SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.