Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 30
andi öldugerðir. Ástæðan er sú, að álag á einstaka steina og á kápuhluta er það flókið fyrirbrigði, að aðeins er hægt að beita nálgunaraðferðum. Sú nálgunaraðferð, sem mest hefur verið beitt, er stöðugleikaprófanir í tilraunarennum. Þessar rennur eru frá 0.6 m breiðum upp í 4 m breiðar. Slík til- raunarenna er ekki til hér á landi. Á grundvelli þessara tilrauna og eins á grundvelli fræðilegra at- hugana hafa verið settar fram a. m. k. fjórtán nálg- unarlíkingar til að reikna út stærð grjóts i hlífðar- kápu. Á grundvelli líkantilrauna setti Bandaríkja- maðurinn HUDSON fram nálgunarlíkingu, sem mikið er notuð. Líkingin var sett fram árið 1958 og byggðist á tilraunum með reglulegar öldur og ákveðna lögun garðs. Líkingin er þannig: h- 3s • H3 ' Ka (Sr-1 )3 oot cx SKÝRINGAR : Þ » meiaIþungi steina i kápu S,- vot rúmþyngd steina Sr-hlutfall votrar rúmþ. steina og rúmþ. sjávar H - hönnunarolduhœi K-Hudson-stoðugleikasluðull, sem er héiur fjólda laga i képu, loqun og hrjúftclka yfirb. steina, hve hvoss horn og hve vel sleinum er raðað i kápu coí cx- Ftói garis __________ Hudson setti fram ákveðin tölugildi KA=3.2 fyrir stuðulinn miðað við, að aldan gengi ekki yfir garðinn og enginn steinn losnaði úr kápu. Einnig setti hann fram tölugildi fyrir mismunandi tjón á hlífðarkápu með því að telja fjölda steina, sem fluttust meira en sína eigin lengd fyrir ákveðna ölduhæð. Vegna þess hve einföld þessi líking er, hefur hún náð töluverðri útbreiðslu. Maður þarf aðeins að þekkja hönnunarölduhæð og rúmþunga steina til að reikna út meðalþunga steina i kápu fyrir ákveðinn fláa. Eins sjáum við, að meðalþungi steina vex með ölduhæðinni í þriðja veldi. Siðan þessi líking var sett fram, hafa verið gerð hundruð líkantilrauna með mismunandi uppbygg- ingu garða, bæði úr grjóti og steyptum einingum. Á grundvelli þessara tilrauna hafa síðan verið sett fram mismunandi tölugildi fyrir Hudson stuðulinn. Eins hafa verið fundnir stuðlar fyrir stöðugleika grjóts í fæti garðs hafmegin og fyrir grjót í krónu og fláa hafnarmegin fyrir mismunandi ágjöf. Tilraunir hafa verið gerðar með brjótandi öldur framan við garð og fyrrnefndir stuðlar fundnir. En það er grundvallarmunur á, hvort allar hæstu öldur brotna framan við garðinn eða hvort allar öldur brotna á garðinum sjálfum. Grunnbrot er háð hlutfallinu milli ölduhæðar og dýpis svo og öldu- lengdar og botnhalla. Á láréttum botni, t. d. 10 m dýpi, brotna öldur, sem eru hærri en 8 m. Þannig finnast efri mörk fyrir ölduálagið á brimvarnar- garða, sem gerðir eru þar, sem grunnbrot eru framan við þá. Þannig vitum við, að með kápugrjóti 5—10( og fláa 1:3, getum við byggt garð út á milli 8 og 9 m dýpi, þar sem þung úthafsalda brotnar. I Þorlákshöfn þarf brimvarnargarðurinn t. d. að standast grunnbrot á 12.5 m dýpi, en til þess þarf 9.0' dolossa með garðfláa 1:1.5 Á síðasta áratug var farið að stöðugleikaprófa brimvarnargarða með óreglulegum öldum eða öld- um mældum í náttúrunni. Leitazt var við að fram- kvæma tilraunirnar með mældum öldum frá við- komandi stað. í ljós kom, að ölduhæðin, sem notuð er í „Hudson“-llkingunni, svarar nokkurn veginn til svokallaðrar kenniöldu, sem alls staðar er notuð sem viðmiðunarölduhæð. Kennialdan er skilgreind sem meðaltalshæð 33ja hæstu aldna af hverjum 100 öldum, en þá er hæðin rniðuð við öldudal og næsta öldutopp. Jafnframt kom í ljós á þessum árum, að því lengri sem aldan var, þeim mun meiri skemmdir urðu á hlífðarkápu fyrir sömu ölduhæð. Því var leitazt við að prófa þá öldugerð, sem innihélt hæstu kenniöldu samfara lengstu öldulengdum, þ. e. hæsta sveiflutíma orku- topps. Þar sem dýpið við garða er það mikið, að nær allar öldur brotna beint á garðinum, má gera ráð fyrir, að grjótgarðar þoli áraun af öldum með kenniöldu milli 4 og 5 m miðað við fláa 1:2 til 1:3 og tvö lög af 5—10' grjóti í hlífðarkápu. Hugmyndir eru uppi um bygg- ingu brimvarnargarða á Bolungarvik og Húsavík, en þar hafa mælzt kenniöldur urn 4.5 m, þannig að þar erum við komnir á mörk þess, sem grjótgarðar þola. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.