Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 34
28 Veðrin, sem ollu tjóni á brimvarnar- garðinum síðastliðinn vetur I veðrinu 27.— 28. desember 1980 varð veðurhæð út af Faxaflóa mest milli 75 og 80 hnútar úr hávestri. Á sama tíma varð veðurhæðin mest 56 hnútar í Reykjavík úr suðvestri. Samkvæmt ölduhæðarspá, byggðri á veðurat- hugunum og veðurkortum, reiknast mér til, að slíkt sjólag gæti komið á fimm til tíu ára fresti. Ýmislegt bendir þó til þess, að þetta veður sé nær því að vera tuttugu ára veður. Staðkunnugir menn telja þetta brim meira eða jafnmikið og brimin, sem komu árin 1947 og 1958. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, sem unnið hefur að könnun á ofviðrum, metur þetta veður mesta vestanveður síðan árið 1958. Hvað varðar ókyrrð, sem varð í höfninni, er rétt að hafa í huga hönnunarforsendur hreyfinga í höfninni. f upphafi líkantilraunanna 1977—1978 var reynt að setja fram ákveðin mörk fyrir leyfilega ókyrrð, sem kemur að jafnaði einu sinni á ári. Var haft í huga, að skip gætu legið í höfninni án þess að vakta þau sérstaklega nema á flóði og þau væru vandlega bundin með strekktum böndum. Fyrir mesta drátt voru mörkin 1.2 m til 1.5 m, þ. e. fyrir flutningaskip og togara. Ókyrrðin var mest milli bátabryggju og hafnar- garðs. Til að ná hönnunarforsendum fyrir kyrrð í höfninni var talið nauðsynlegt að setja öldudeyfi í kvíarbotninn. Þessi öldudeyfir hefur ekki verið gerður. Mér telst svo til, að ókyrrðin milli hafnargarðs og bátabryggju hafi verið meiri en hönnunaröldu- hreyfingin á tímabilinu frá kl. 11.00 þann 27. desember til kl. 19.00 þann 28. desember, eða í 32 klukkustundir. Ef lagfæringum í botni kvíarinnar hefði verið lokið, þá ætla ég, að ölduhreyfingin hefði farið yfir áðurnefnd mörk í níu klukkustundir, sem verður að teljast í samræmi við forsendur fyrir kyrrð í höfninni. Tæpum tveimur tímum fyrir flóð að kvöldi þess 27. desember fór sjór að ganga yfir hafnargarð á móts við miðjan einingavegg. Vikuna áður var stórstreymt, þannig að flóðhæð var rúmlega meðalsmástraumsflóð. Sjónarvottar, sem voru staddir á hafnargarðinum, segjast hafa tekið eftir því skömmu seinna, að skarð var komið í grjótvörnina þar. Þetta skarð stækkaði eftir þetta, og mældist það um 60 m, þegar veðrinu slotaði. Megnið af grjótinu dróst niður og lagðist utan á garðinn frá fjöruborði niður á — 4.0 m dýpi. Einnig varð vart við skemmdir rétt ofan við beygj- una á aðalhafnargarðinum. Þar höfðu nokkrir steinar horfið úr kápu i kóta + 5.0 m. Könnun á garðinum leiddi ekki í ljós aðrar skemmdir. „Þann 16. febrúar 1981 gekk mikið óveður yfir suðvesturhluta landsins og olli það mun meiri skemmdum á garðinum. Lœgðin, sem olli þessum skemmdum, birlisl fyrst á veðurkortinu á miðnœtti þann 16. febrúar, enþá varmiðja hennaryfir 1500 km suð-suðvestur af Garðskaga. Fœrðisl lægðin síðan mjög hratt til norð-norðausturs, þannig að um kl. 09.00 þann 16. febrúar er ölduaðdrag komið vestur af Garðskaga með 30 hnúta vindi úr suðri. Olduaðdragið helzl síðan stöðugl veslur afGarðskaga. I byrjun 1200 km, en styttist síðan í ca. 250 km kl. 21.00, en kl. 03.00 þann 17. febrúar er það orðið 400 km. Jafn- framt eykst vindhraðinn, unz hann nœr hámarki um miðnœtti, 61 hnútur, en er um 56 hnúlar kl. 03.00 þann 17. febrúar. Á þessum tíma snýst vindurinn á Faxaflóa úr suðri til vest-suðvesturs, og má segja, að frá kl. 21.00 blási hann úr stefnu vestan við suður, frá miðnœtti úr suð- austn ogfrá kl. 03.00 úr vest-suðvestri." Þessi lýsing er tekin úr skýrslu próf. Þorbjörns Karlssonar, en hann tók saman skýrslu í apríl 1981 um óveðrið og áhrif þess á öldu við enda brim- varnargarðs. Samkvæmt útreikningum hans var kennialdan yfir 12 m út af Garðskaga upp úr mið- nætti með sveiflutima orkutopps T = 10 sek. Á sama tíma var vindalda um Hs = 3.8 m og T = 5.5 sek. út af Krossvík. Samkvæmt öldusveigjureikn- ingum má búast við, að hæð 9—10 sek. öldu sé um 17% af hæð öldunnar út af Garðskaga, þegar hún kemur inn að enda brimvarnargarðsins. Uthafsalda við garðsenda er því áætluð um 2.0 m um miðnætti. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.