Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 29
GÍSLI VIGGÓSSON, verkfræö- ingur, Hafnamálastofnun: HÖNNUN BRIMVARNARGARÐA MEÐ TILLITI TIL SKEMMDA Á BRIMVARNARGARÐINUM Á AKRANESI Hönnun brimvarnargarða úr stórgrýti Almenna formið á brimvarnargörðum er, að garðarnir hafa beina fláa bæði haf- og hafnarmegin. Þetta form er hagkvæmast, þar sem það gefur minnst magn á lengdareiningu, og eins er þetta eina formið, sem til greina kemur með tilliti til þeirra tækja, sem notuð eru við byggingu grjótgarða. Þá er miðað við, að krani sé notaður við útlagningu stórgrýtis. Skoðum við aftur á móti sand- og malarfjöru, sjáum við, að náttúrlegt jafnvægi er yfirleitt S- form. Neðan við sjávarborð er brimþrep með litlum fláa. Hins vegar er fláinn mun meiri fyrir neðan brimþrepið og eins fyrir ofan það. Með tilkomu pramma við útlagningu í fót fláans hafmegin er leitazt við að nálgast fyrrnefnt náttúrlegt form. 1 í' ^^^^^^^^k Gfsll Viggósson, verkfræðingur. Brimvarnargarður er byggður úr kjarnaefni, sem nær frá botni og upp fyrir flóðborð. Utan um kjarnaefnið er sía úr milligrjóti, og yzt er hlífðar- kápan úr stórgrýti. Þegar garður er byggður á sandi, þarf einnig að leggja síu á botninn milli sandsins og kjarnaefnisins. Við hönnun garðs þarf að taka tillit til margra þátta. Þeir eru: — öldugerðin — öldustefnan miðað við stefnu garðs — dýpi á garðstæði og botnhalli — botnlögin, klöpp eða setlög — sjávarföll — hæsta og lægsta sjávarstaða — grjótnám Með tilliti til þessara þátta er hlífðarkápunni skipt í ákveðna hluta hvað snertir stöðugleika: — Hlífðarkápan hafmegin. Hún nær frá einni til einnar og hálfrar ölduhæðar niður fyrir lægsta sjávarborð til sömu hæðar og upp fyrir hæsta sjávarborð. — Fóturinn þar fyrir neðan. — Króna garðsins að ofanverðu. — Hlífðarkápan hafnarmegin niður að fjöruborði. — Hlífðarkápa neðan við fjöruborð hafnarmegin. — Endi garðs þarf að hafa milli 50% til 100% stærra grjót í hlífðarkápu til að hafa sama stöðugleika og aðrir hlutar hans á 90° til 150° geira miðað við öldustefnu. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur ekki tekizt að gera raunhæft reiknilíkan til að segja fyrir um stöðugleika garðs úr stórgrýti miðað við mismun- 23 SVEITARSTJORNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.