Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 24
Helztu kennistærðir garðs voru: Krónu-hæð + 9,0, flái 1:1,5, þykkt grjótkápu 3 m, stærð steina í yzta lagi 4 — 7 tonn og í innra lagi 0,5 — 3 tonn. Á sama ári var lagður 220 m langur skjólgarður úr grjóti í Lambhúsasundi, nánar tiltekið frá enda grjótgarðs frá 1970 á Vesturflös að siglingarrennu í miðju Lambhúsasundi. Helztu kennistærðir voru krónuhæð + 7,0, flái að utan 1:1,5, flái að innan 1:1. Flokkað grjót var 0,5 — 5,0 tonn. Magn var 18.000 m3, þar af 50% kjarni. Kostnaður pr. m3 var 5000 kr. Framkvæmdir stóðu frá byrjun ágúst til 15. sept. Grjótframkvæmdir 1981 Á árinu 1981 hafa verið verulegar grjótfram- kvæmdir, þótt ekki hafi áætlanir verið um þær gerðar, enda kom til þeirra vegna skemmda í tveimur óveðrum. Flái garðslns lagaöur með þvi aö kasta út og sprengja 18 dfnamítpylsur neðansjávar. 1 veðri, sem gekk yfir 27. og 28. des. 1980, varð verulegt tjón á uppgerða garðinum frá 1980 undan miðjum einingavegg. Tók út ca. 2500 m3af flokkuðu grjóti og kjarna. Einkennandi var, að einingavegg- urinn og takmörkuð þykkt og gegndræpi garðsins hindruðu grjótið að drepa niður öldurnar. Lýsing hafnsögumanna á briminu þessa daga var langvarandi foráttubrim samfara tíðum einstökum ólögum í kringum flóð. Stærra eða jafnmikið brim nefna menn í sambandi við árin 1947 og 1958. Segja má, að neyðarástand hafi ríkt i höfninni, meðan brimið stóð yfir. Þrátt fyrir þetta urðu ekki aðrar skemmdir á garðinum en fyrst er getið um. Strax, er briminu slotaði, var hafizt handa við bráðabirgðaviðgerðir. Annað veður sýnu örlagaríkara gekk yfir garðinn 16. febr. Nokkuð þungur sjór var samfara miklum vindi (13—14 vindstig) af suðaustan. Engir sjónar- vottar voru að tjónunum á brimgarðinum, sem líklega hafa orðio um miðnætti, er fjara var lægst og loft- þrýstingur minnstur. Samkvæmt ummælum skip- stjóra var alda mjög kröpp, og skip létu illa í sjó. Skemmdir eftir óveðrið voru eftirfarandi: 1. Af enda garðsins tók út á 55 m kafla efstu 6 m garðsins. 2. 2 skörð mynduðust sitt hvorum megin við beygju í yztu grjótkápuna ca. 10 m breið, 1,5 m djúp og ca. 12 m löng. 3. Skarð rofnaði í grjótgarð undan einingavegg framan við skarðið, sem myndaðist í briminu í desember. Lengd þess var ca. 35 m og dýpt ca. 6 metrar. 4. Ýmis göt mynduðust í kápuna á 5—6 stöðum á garðinum, eftir að nokkrum steinum hafði skolað út. Ummerki um núning milli steina sýna, að yzta kápan í brimgarðinum hefur öll verið meira eða minna á hreyfingu. Þrátt fyrir, að brimið hafi ekki verið í líkingu við brimið í desember, eru skemmd- arummerki eftir veðrið 16. febrúar miklu meiri, svo undrun sætir. Ástand var t. d. án allra vandræða innan hafnar, og öldur braut mun minna á skerjum en í veðrinu í desember. Áætlaður kostnaður við endurbætur og lagfær- ingar var 2,6 millj. kr., yrðu sömu þversnið lögð til SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.