Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 51
SATS — SAMTÖK TÆKNIMANNA SVEITARFÉLAGA FIMM ÁRA Samtök tæknimanna sveitarfélaga voru stofnuð 23. apríl 1976, og hafa því starfað í 5 ár á árinu 1981. Markmið félagsins er, eins og segir í lögum þess, að: 1. Stuðla að þróun tæknimála sveitarfélaga á íslandi. 2. Auka almennan skilning á þýð- ingu tæknisviðs sveitarfélaganna. 3. Vinna að bættri menntun og aukinni fagþekkingu félags- manna. 4. Byggja upp samvinnu við Samtök ísl. sveitarfélaga og aðra aðila, sem vinna að tæknimálum sveitarfé- laga. 5. Koma á tjáskiptum um verk- fræðileg málefni sveitarfélaga meðal félagsmanna, t. d. með fundarhöldum og umræðu i fjöl- miðlum. Félagið tekur ekki afstöðu til launa — né annarra starfskjara félags- manna. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Vilhjálmur Grímsson, bæjartæknifræðingur í Keflavík. Var hann kosinn formaður við stofnun félagsins og gegndi því starfi, þar til hann baðst undan endurkosningu á 6. aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Egilsstöðum 24. apríl s. 1. Stjórn Sats Bjarni Þór Einarsson, bæjartækni- fræðingur á Húsavík, var á fundinum kosinn formaður i stað Vilhjálms, og aðrir i stjórn voru kosnir: Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur. Akur- eyri; Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifr., Dalvík; Björn Árna- son, bæjarverkfr., Hafnarfirði og Vil- hjálmur Grímsson, bæjartæknifr. í Keflavík. Verðbanki kynntur Auk aðalfundarstarfa á Egilsstöð- um kynntu Finnur Jónsson og Hall- grímur Hallgrímsson, verkfræðingar hjá verkfræðistofunni Hönnun hf., fyrir fundarmönnum notkun verð- banka, sem fyrirtæki þeirra hefur sett upp. í tengslum við fundinn var farið í kynnisferð til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar undir leiðsögn heima- manna, auk þess sem aðstæður voru skoðaðar á Egilsstöðum. Félagið hefur frá upphafi unnið að markmiðum sínum með fræðslu- fundum og kynnisferðum og enn- fremur með störfum sérstakra nefnda að upplýsingamiðlun um sérstaka þætti tæknimála sveitarfélaga, svo sem gatnagerð, sorphreinsun og sorp- eyðingu, frárennslislagnir og hol- ræsagerð, vatnsveitur og hitaveitur. Einnig hefur félagið frá stofnun verið þátttakandi í norrænu samstarfi um tæknimál sveitarfélaga með þátttöku í „Nordiska Kommunal- tekniska Samarbetskommittén". Haustfundur SATS 27. nóvember_________ Hinn árlegi haustfundur samtak- anna var haldinn að Hótel Loftleið- um hinn 27. nóvember sl. Gubmundur Björnsson, mælingaverk- fræðingur, flutti fyrirlestur um aðal- efni fundarins, sem var þéttbýlis- mælitækni. Gunnar Eydal, lögfræðingur, flutti erindi um lagalega ábyrgð sveitarfé- laga á mælingum, sem gerðar eru af starfsmönnum þeirra eða á þeirra vegum. 1 tengslum við efni fundarins hélt innflutningsfyrirtækið Isól hf. sýn- ingu á mælitækjum, sem það flytur inn. Stjórnunarnámskeið Loks er i undirbúningi á vegum fé- lagsins stjórnunarnámskeið, sem sér- staklega verður sniðið að þörfum tæknimanna sveitarfélaga. Námskeið þetta er undirbúið í samvinnu við Stjórnunarfélag Islands. ATVINNA VIÐ HÆFI FATLAÐRA Ríkisstjórnin hefur beint svohljóð- andi tilmælum til forstöðumanna opinberra stofnana og fyrirtækja, svo og atvinnurekenda almennt: „1 tilefni alþjóðaárs fatlaðra hafa íslenzk stjórnvöld beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum, sem miða að því að auka þátttöku fatlaðra í þjóðlífinu og jafnrétti þeirra og ann- arra þjóðfélagsþegna. Ríkisstjórnin telur brýna þörf á sérstöku átaki í atvinnumálum fatl- aðra og beinir því þeim tilmælum til forstöðumanna opinberra stofnana og fyrirtækja að þeir kanni gaum- gæfilega, hvaða störf á þeirra vegum henti öryrkjum sérstaklega og öðrum með skerta starfsorku og að þeir, sem þannig er ástatt um, verði látnir sitja fyrir slíkum störfum. Jafnframt beinir rikisstjórnin þeim tilmælum til atvinnurekenda al- mennt, að þeir stuðli eftir fremsta megni að eðlilegri atvinnuþátttöku fatlaðra. Til þess að vera forstöðumönnum til ráðuneytis við val hentugra starfa fyrir öryrkja, skal félagsmálaráðherra skipa samstarfsnefnd fulltrúa ráðu- neytisins og samtaka öryrkja. Þá samþykkir ríkisstjórnin að hefja við- ræður við aðila vinnumarkaðarins um þessi mál." 45 SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.