Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 18
NJÖRÐUR TRYGGVASON, verkfræðingur: BRIMVARNARGARÐURINN Á AKRANESI Yfirlit framkvæmda 1908—1981 Fyrsta bryggjan á Akranesi, sem sveitarfélagið lét gera, var bátabryggjan í Steinsvör, en hún var byggð árið 1908. Bryggjan var um 63 m löng og 3,75 m breið og náði fram að fjörumáli. Bryggjuþekjan var úr timbri, fest á þverbita úr tré, en undir þeim voru langbitar úr stáli, sem hvíldu á steyptum stöplum. Bryggjan var endurbaett árin 1911 og 1913 og end- urbyggð árið 1921. Bryggja þessi er nú ónýt. Arið 1926 var byggð bátabryggja við svonefndan Lambhúsahlein i Lambhúsasundi. Bryggja þessi var um 45 m löng og 5 m breið. Hliðarveggir bryggj- unnar voru úr steinsteypu, grjótfylling var á milli veggja og steypt jiekja. Árið 1927 var jiessi bryggja lengd um 16 m. Hlið- arveggir bryggjunnar voru steyptir. Milli veggjanna voru steyptir járnbentir bitar og járnbent þekja þar yfir. í bryggjuna var ekki sett nein fylling, og er þetta eina hola steinbryggjan hér á landi. Árið 1932 var byggð trébryggja í Lambhúsasundi, nokkru fyrir innan steinbryggjuna og í skjóli við hana. Bryggjan var reist á grjótfylltum steinkerjum. Hún var um 5 m breið og 51 m löng og náði fram að stórstraumsfjörumáli. Hafnargarðurinn í Krossvík 50 ára Árið 1930 var hafin bygging hafnargarðs i Kross- vik, sem jafnframt átti að vera hafskipabryggja. Garðurinn var byggður í suðausturátt út frá Heimaskaga, en svo heitir nesið á milli Teigavarar og Steinsvarar. Garðurinn, sem er 10 m breiður, var byggður um 72 m fram þetta ár. Undirstaða fremsta hluta garðsins var gerð úr 4 misstórum steinsteypu- kerjum. Að öðru leyti voru hliðarveggir garðsins gerðir úr steinsteypu með grjótuppfyllingu á milli og steyptri þekju. Árin 1933—1935 var hafnargarðurinn lengdur um 86 m. Undirstöður efri hluta framlengingar garðsins voru gerðar úr 7 steinsteypukerjum, mis- jafnlega stórum. Framan við jiau var sökkt stein- nökkva, sem var um 85 m á lengd og 10 m á breidd, og var hann keyptur frá Noregi í þessum tilgangi. Framan við nökkvann var sökkt einu steypukeri til viðbótar. Ofan á þessar undirstöður voru steyptar bryggjuhliðar í fulla hæð. Holrúm voru fyllt grjóti og möl og steypt þekja. Skjólveggur var byggður á útbrún garðsins. Dýpi við fremstu 70 m garðsins var um 5—6,5 m. Árið 1943 fór fram viðgerð á trébryggjunni við SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.