Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 56
Barnaverndaryfirvöld eru tvenns konar, stað- bundnar barnaverndarnefndir og barnaverndarráð, sem nær til landsins alls. Yfirstjórn barnaverndar- mála er í höndum menntamálaráðuneytis. 2.1 Bamaverndarnefndir. Barnaverndarnefnd skal vera í hverjum kaupstað og í hverjum hreppi landsins. Þó er heimilt, ef hreppar eru mjög fámennir, að sameina barna- verndarnefndir. I Reykjavík eiga sjö menn sæti í nefnd, í kaupstöðum fimm og utan kaupstaða þrír. Nefndarmenn skipta sjálfir með sér verkum og kjósa formann, varaformann og ritara. Ritari heldur ná- kvæma fundarbók um störf nefndar og sendir barnaverndarráði skýrslu um þau fyrir apríllok ár hvert. Engin hæfisskilyrði eru sett fyrir setu í barna- verndarnefnd önnur en þau, að nefndarmenn séu kunnir að grandvarleik og beri sem bezt skyn á þau mál, sem til meðferðar koma. Þó er mælt með, en ekki gert að skilyrði, að lögfræðingur sitji í nefnd, a. m. k. í kaupstöðum. Með heimild bæjar- eða sveitarstjórnar ræður barnaverndarnefnd eftir þörfum sérhæft starfsfólk sér til aðstoðar. Annast það dagleg störf í umboði hennar. Skal sérstök áherzla lögð á, að slíkt starfsfólk hafi kynnt sér barnaverndarmál eða hafi starfað að þeim málum og aflað sér þekkingar og reynslu á þann hátt. Barnaverndarnefndum er fengið mikið vald að lögum. Mál þau, sem þær fá til meðferðar, eru og oft mjög torveld, og úrskurðir nefndanna geta orðið mikilir örlagavaldar bæði í lífi barnanna svo og for- ráðamanna þeirra. Nauðsyn ber því til að vanda málsmeðferð alla eftir föngum og rasa ekki um ráð fram. Sérstaklega á þetta við um svokölluð meiri- háttar barnaverndarmál, þ. e. töku barns af heimili, sviptingu foreldravalds, kröfu um, að barn skuli flutt frá fósturforeldrum, eða kröfu um, að felldur sé úr gildi úrskurður um töku barns af heimili eða svipt- ingu foreldravalds. Til tryggingar réttaröryggi gera barnaverndarlög mjög auknar kröfur til meðferðar mála af þessu tagi. Þessar kröfur eru: — að aukinn meirihluti nefndarmanna fylgi máli, — að héraðsdómari taki sæti í nefndinni við máls- meðferð, enda eigi lögfræðingur ekki sæti í nefndinni, — að foreldrum eða öðrum forráðamönnum barns gefist kostur á að tjá sig um málið fyrir barna- verndarnefnd. Að jafnaði skal einnig gefa barn- inu, sem málið varðar, tækifæri til að koma á fund nefndar. (Andmælareglan). Þá skal öllum meiriháttar málum, er varða ráð- stafanir gagnvart börnum eða forráðamönnum þeirra, ráðið til lykta með úrskurði. Sá úrskurður skal vera skriflegur og rökstuddur og tilkynntur með ábyrgðarbréfi eða á annan jafn tryggilegan hátt. I úrskurði skal vekja athygli á heimild til málskots til barnaverndarráðs. Að öðru leyti gera barnavernd- arlög engar sérstakar kröfur til málsmeðferðar aðrar en þær, að aflað sé sem gleggstra upplýsinga um alla hagi barnsins, áður en ákvörðun er tekin, og enn- fremur, að við ákvörðun sé haft að leiðarljósi, hvað barninu er fyrir beztu. 2.2 Bamaverndarráð. Barnaverndarráð nær til landsins alls, eins og fyrr er getið. I því eiga sæti fimm menn skipaðir af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn. For- maður ráðsins skal vera lögfræðingur, en að öðru leyti gera barnaverndarlög ekki sérstakar menntun- arkröfur til ráðsmanna. Barnaverndarráð hefur yfirumsjón með störfum allra barnaverndarnefnda á landinu, veitir þeim leiðbeiningar um störf þeirra, skilning á lagaákvæð- um o. fl. Þá fer ráðið og með úrskurðarvald þeirra barnaverndarmála, sem til þess er áfrýjað. Foreldrar eða aðrir forsjármenn barns auk annarra, sem hags- muna eiga að gæta vegna ráðstafana barnaverndar- nefndar, geta borið mál undir barnaverndarráð til fullnaðarúrskurðar. Ráðið getur metið að nýju bæði lagahlið máls og sönnunargögn. Það ýmist staðfestir úrskurð eða hnekkir honum að nokkru leyti eða öllu og er óbundið af niðurstöðum nefndar um val úrræða. Þá getur ráðið einnig vísað máii að nýju til meðferðar í barnaverndarnefnd og sjálft aflað gagna fyrir atbeina barnaverndarnefndar eða með öðrum hætti. Við málsmeðferð i barnaverndarráði skal gæta sömu atriða og gilda um meðferð fyrir barnavernd- arnefnd, eftir því sem við á. sveitarstjörnarmAl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.