Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 15
Hver einstaklingsíbúð er 28 fermetrar. Aðstaða öll þykir til fyrirmyndar. Þrír leikskólar starfa með hálfsdagsvistun fyrir 150 börn og tvö dagheimili með heilsdagsvistun fyrir liðlega 40 börn. Samt eru biðlistar, þó minni en víðast hvar. Bókasafn hefur starfað frá 1964, en flutti í nýtt hús árið 1972. Útlán eru komin yfir 60.000 á ári. í grunnskóla eru um 1000 börn. Þar af eru 160 í nýjum skóla, Grundaskóla, sem enn er í byggingu. Fjölbrautaskóli tók til starfa haustið 1977 og var þá með 186 nemendur. Nemendur eru nú 550 auk 100 nemenda í öldungadeild. Skólinn hefur vaxið og eflzt ótrúlega hratt og er nú einn fjölmennasti fram- haldsskóli landsins. Æskulýðsheimilið Arnardalur er starfrækt í gömlu húsi, sem gert hefur verið upp á undanförn- um árum. Þar er miðstöð æskulýðsstarfs bæjarins. Heimilið er vinsælt og vel sótt. Verzlun Verzlun er nú tekin að eflast að nýju. Atvinnu- tækifærum við verzlunarstörf fækkaði frekar en fjölgaði í heilan áratug fram til ársins 1976, en á árunum 1977, 1978 og 1979 varð umtalsverð aukn- ingeða fjölgun úr 103 í 160, sem er aukning um 55%. Með uppbyggingu í nýjum miðbæ, sem tengist þeim eldri, eru verzluninni skapaðir framtíðarmöguleikar. Byggðasafnið að Görðum íþróttir og félagslíf Félagslíf er blómlegt. í bænum starfa á annað hundrað félög og félagasamtök. íþróttalíf er öflugt, og Akranes er þekkt fyrir góða íþróttamenn, sér- staklega knattspyrnumenn, sundmenn og badmin- tonmenn, þ. e. hnitmenn. Iþróttahúsið er hið stærsta utan Reykjavíkur og var tekið í notkun árið 1976. Hér er ágætur knattspyrnuvöllur og góður níu- hola golfvöllur. Hestamennska hefur aukizt mikið á síðustu árum, og í uppbyggingu er hesthúsahverfi við Æðarodda, ásamt aðstöðu fyrir hestamennsku. Gamla húsið að Görðum var byggt á árunum 1880—1885 og er fyrsta hús á Islandi byggt úr steinsteypu. Nýja safnhúsið var tekið í notkun í júlí 1974. Sérajón M. Guðjónsson var aðalhvatamaður að stofnun safnsins. Safnið er mjög ríkt af munum. Þar er t. d. kútter Sigurfari, eini kútterinn, sem nú er í eigu landsmanna, og vonandi tekst að varðveita hann í upprunalegri mynd sem vitnisburð um skútuöldina, einhvern merkasta þátt í atvinnusögu landsmanna. Verkefni bæjarfélagsins Stærsta verkefni bæjarfélagsins um þessar mundir er á sviði orkumála eða á sama sviði og stærsta verkefnið, sem beið fyrstu bæjarstjórnarinnar. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar (HAB) var stofnuð 23. marz 1979. I desember 1981 var hleypt heitu vatni á fyrstu húsin á Akranesi. Aðveituæðin er 64 km löng og flytur vatn frá Deildartunguhver til Akraness. Vatnið er nú í byrjun liðlega 70°C, þegar það kemur til bæjarins, en mun verða 80°C, þegar farið verður að dæla meira magni. Hitaveitan mun stuðla að bættri lífsafkomu Akurnesinga og gera bæinn fýsilegri til búsetu, en auk þess stuðla að bættum orkubúskap þjóðarinnar. Hafnarmálin eru sem fyrr stórmál, en segja má, að með nýja grjót- varnargarðinum hafi hafnarskilyrði fyrst orðið við- unandi, þótt enn betur þurfi að vinna á því sviði. Vatnsveitan er einnig til meðferðar. Verið er að setja upp búnað, sem notar útfjólubláa geisla til eyðingar á gerlum og bakteríum í neyzluvatninu. Lagning bundins slitlags á götur bæjarins er stór- verkefni, sem unnið er að, og á sl. 6 árum hefur lengd bundins slitlags aukizt úr 8 km í 17 km og þó frekar 22 km, ef þjóðvegir innan lögsagnarumdæmisins eru taldir með. Betur má ef duga skal, og enn á eftir að leggja bundið slitlag á liðlega 10 km af götum. í skóla-, heilbrigðis- og umhverfismálum þarf að gera stórátak. Verkefnin eru mörg, eins og búast má við í bæjarfélagi, sem býr við fólksfjölgun langt um- fram landsmeðaltal, en eitt er þeim flestum sameig- inlegt: Þau eru vaxtarverkir bæjarfélags, sem er í örri þróun og mótun. SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.