Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 48
42 Við undirbúning hafnaáætlana verður því að hafa það í huga, að þótt rannsóknir séu nauðsynleg- ar, eru þær dýrar og verða því að takmarkast við það, sem fyrirsjáanlegt er, að muni gerast í viðkom- andi höfn. Sömu sögu er að segja um skipulagningu hafna og hafnasvæða, þar er óeðlilegt að binda meira en það, sem nokkurn veginn er séð fyrir, að komi í náinni framtíð, þótt að sjálfsögðu verði að gera sér grein fyrir langtíma þróun og leitast við að koma í veg fyrir, að mannvirki séu þannig staðsett, að þau hindri eðlilegan vöxt hafnarinnar. Hafnaáætlunin 1981—1984 Um þá áætlun, sem kom út á þessu ári, er ekki margt annað að segja en það, er ég hef þegar tekið fram. Hún hefur verið gerð á tilsvarandi máta og síðustu áætlanir, í nánu samráði við hafnarstjórnir, þótt e. t. v. að þær lausnir, sem fram eru settar, séu ekki nákvæmlega þær, sem hafnarstjórnirnaróskuðu helzt eftir. Röð framkvæmda er í flestum tilvikum sú sama og óskað var eftir, en það verður að játa, að magnið er talsvert miklu minna. Ennþá einu sinni hefur það komið í ljós, að spurningum um fjár- mögnun heimamanna, sem við höfum sett fram, hefur annað hvort verið litið eða ekki svarað og af þeim orsökum oft erfitt að gera sér grein fyrir raun- verulegri getu hafnarsjóðanna til að standa undir sínum hluta ákveðinna framkvæmda. Ég tel, að í mjög fáum tilvikum sé um það að ræða, að þau mannvirki, sem sett hafa verið á áætl- un, séu ekki þau, sem hafnarstjórn hefur óskað eftir, þótt, eins og ég sagði áðan, oft sé óskað meiri fram- kvæmdahraða. Langtímaáætlanir nauðsynlegar Hvað er svo framundan? Yfir stendur endurskoðun á hafnalögum, og eitt af þeim atriðum, sem þarf endurskoðunar við, er gerð og framkvæmd hafnaáætlana. Á að halda áætlana- gerðinni áfram og þá með hverjum hætti? Áður hefur komið fram, að á flestum stöðum er lokið við lífsnauðsynlegar framkvæmdir. Framundan er fyrst og fremst að tryggja betur dvöl skipa og báta í höfnunum, greiða fyrir afgreiðslu og ýmiss konar frágangur mannvirkja, dýpkanir og endurbætur alls umhverfis. Þegar til þessa er litið, og markmiðin hljóta að verða hinar fullkomnu hafnir, þá sýnist mér, að líklega þyrfti að taka upp nýja gerð áætlana, þ. e. áætlana um hafnarframkvæmdir, langtíma- áætlanir um næstu 10 ár eða svo. Slík áætlun, sem unnin væri samhliða 4 ára áætluninni, sýndi þau markmið, sem stefnt væri að í hverri höfn, án þess að um beina tímasetningu væri að ræða, nema á litlum hluta framkvæmdanna. Þessar áætlanir yrðu fyrst og fremst til gagns með tilliti til þeirra rannsókna, er fram þurfa að fara og ef til vill taka nokkur ár, sömuleiðis ýmissa stórra verkefna, sem raunverulega rúmast illa innan þess kerfis fjármögnunar, sem við höfum og búum við. Hér á ég við stórframkvæmdir, s. s. byggingu mikilra hafnargarða, miklar dýpkanir með sprengingum eða greftri á stórum svæðum. Þessum framkvæmdum er nauðsynlegt að raða með tilliti til rannsókna og fjármagns, þannig að þessi verk verði sem ein samfelld heild svo bæði tæki og mannafli nýtist sem allra bezt. 4 ára áætlanirnar yrðu eftir sem áður í svipuðu formi og þær eru nú, nema hvað nauðsynlegt er að reyna að finna mælikvarða um þarfir, svo að fulls réttlætis gæti milli einstakra staða. Þau atriði, er þar ber að skoða, eru að sjálfsögðu fyrst og fremst öryggi heimaflota og afgreiðslu- möguleikar. Að þeim fullnægðum mun röðin koma að ýmsu til þæginda og snyrtingar í og á hafnarsvæðum. Öll áætlanagerð er að sjálfsögðu háð breytingum umhverfisins og þeir, sem að henni vinna, verða ávallt að vera tilbúnir að endurskoða sínar gerðir og taka tillit til nýrra sjónarmiða og þekkingar. Með þessu hugarfari vona ég, að áfram verði unnið að áætlanagerð á Hafnamálastofnuninni. Þessu stutta yfirliti var fyrst og fremst ætlað að vera kveikja að umræðum um þennan þátt hafna- laganna og því æskilegt, að sem flest sjónarmið hafnarstjórna komi fram nú, svo taka megi tillit til þeirra við endurskoðunina. SVEITARSTJÓRNARMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.