Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 25
grundvallar og fyrir voru, en þó með nokkuo strangari flokkun en áður. Framkvæmdir í gömlu grjótnámunni við Berja- dalsá hófust um mánaðamótin maí—júní. I lok mánaðarins sáu menn fram á, að ekki væri raunhæft að halda þar áfram vegna sífellt lægri prósentu stórs grjóts (niður í 3—5%). Eftir nokkurn aðdraganda, sem ég mun ekki rekja nánar hér, var ákveðið að fara í grjótnámu í landi Galtarvíkur í 20 km fjariægð frá höfninni. Reynsla hafði áður fengizt við námu- vinnslu þar í sambandi við byggingu hafnarinnar á Grundartanga. I þessari námu höfum við svo unnið nánast samfellt til dagsins í dag með allgóðum árangri. Við höfum ekið þaðan öllum steinum sem eru stærri en 4 tonn. Á verktímanum hafa endurbæturnar sífellt verið til athugunar á garðinum. Miklar mælingar hafa verið framkvæmdar bæði frá landi og sjó, vísinda- menn heima og erlendis fengnir til ráðuneytis. Gísli Viggósson gerir þessu efni nánari skil, og mun ég því ekki fara nánar út í þetta og það þversnið, sem end- anlega var svo unnið eftir. Ég get þess þó í lokin, að horfur eru á, að kostn- aður í ár muni fara upp í tæpar 4 millj. kr. Það, sem veldur þar mestu um, er breytt og aukið þversnið með svo til eingöngu stóru grjóti og fjarlægð námu frá höfn. Grjótnámsvinnsla og grjótgarðsgerð A Akranesi á að vera fengin allgóð reynsla frá verkum síðustu ára í grjótvinnslu og grjótgarðsgerð, og er rétt að drepa hér á helztu atriðin því viðvíkj- andi: Grjótnám það, sem valið er, er ákvarðandi um hagkvæmni verksins. Því þarf að vera nægur tími i verkbyrjun eða áður til athugana og rannsóknar- borana. Oft hindra umhverfissjónarmið, að leyfi fáist til grjótvinnslu; því þarf, áður en til rannsókna kemur, að liggja fyrir vilyrði til námureksturs. Önnur atriði í beinu sambandi við hagkvæmnina eru: fjarlægð námu frá garði, aðstaða til flokkunar í námu eða við hana. Fjárveitingar til hafnamála eru oftast óbreytanleg tala ár hvert. Augljós er því í okkar verðbólgulandi mismunur þess að vera með framkvæmdir i gangi snemma árs eða siðla árs, auk þess sem mun auð- veldara er að útvega tæki og ná samningum við tækjaeigendur snemma árs en síðla. Lág einingaverð í grjótvinnslu fást ekki nema tækjakostur og tækjamenn séu góðir. Síðastliðin 6 ár hefur höfnin skipt að mestu við sömu tækjaeigendur, sem lagt hafa til verksins ný og góð tæki, sem reyndir tækjamenn hafa stjórnað. Mikilvægast af öllu er þó, að það hönnunarsnið, sem unnið er eftir, taki mið af grjótnámi, þ. e. a. s. af flokkun, stærð steina og dreifingu þeirra. Möguleiki ætti að vera innan vissra marka að aðlaga sig námu með breytilegum þykktum á kápu, stærðarflokkum og fláa. Raunhæfasti möguleiki til útlagningar grjóts á Gengið frá garðsenda, kápu og krónu við verkáfangalok 1978. 19 SVEITARSTJORNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.