Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 18
FERÐAMAL Island — sækjum pað heim! Ataksverkefni í íslenskri ferðaþjónustu Samgönguráðuneytið beitir sér í ár fyrir sérstöku átaksverkefni í ís- lenskri ferðaþjónustu sem nefnist „íslandsferð fjölskyldunnar 1994“. Tilgangur verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að ferðast um eigið land á 50. afmælisári lýðveld- isins og hinu alþjóðlega Ári tjöl- skyldunnar og að kenna Islendingum að njóta eigin lands. Áhersla verður á það lögð í kynningarstarfi og al- mennum auglýsingum að benda á alla þá fjölbreyttu möguleika, stóra sem smáa, er bjóðast til skemmti- legrar dægradvalar á íslandi. Átakinu er þannig ætlað að efla íslenska ferðaþjónustu sem atvinnugrein og stuðla að því að nýta betur þá aðstöðu sem ferðamönnum stendur til boða. „Grunnhugsun átaksins mótast af þeim fjölbreyttu ferðamöguleikum sem Island hefur að bjóða,“ segir í tilkynningu sem Sveitarstjórnarmál- um hefur borist, „en þema átaksins er aðeins eitt: Árið 1994 njótum við lífsins með því að sækja Island heim.“ Samstarfsverkefni margra Fjölmargir ólíkir aðilar leggja hönd á plóginn við að gera þetta verkefni að landsátaki. Samgöngu- ráðuneytið, sem er ráðuneyti ferða- mála, stendur að skipulagningu og almennu auglýsinga- og kynningar- starfi en helstu bakhjarlar átaksins eru Olíufélagið hf. og Mjólkursam- salan. Kynningarrit Meðal verkefna átaksins er að gefa út í bæklingi upplýsingar sem safnað Island __ ^3) Sækjum þaöheim! '/.f4oo>JiUk/.tJUN:rnt Sýnishom af merkjum sem gerð hafa verið og eiga aö hvetja landsmenn til að ferðast meira um eigið land. hefur verið saman um þá atburði sem á döfinni eru á Islandi á árinu og verður hann sendur hverju heimili í landinu. Þannig munu landsmenn hafa á einum stað í aðgengilegu formi upplýsingar um hvers konar atburði og afþreyingu, m.a. á sviði menningar, lista og útvistar á árinu. I ritinu verður birt dagskrá listahá- tíðar í Reykjavík og þjóðhátíðar á Þingvöllum og sagt frá hestamanna- mótum og útihátíðum á landinu. Myndlistarverkefni í skólum Meðal annarra verkefna átaksins er myndlistarverkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það er unnið í samvinnu við Félag íslenskra myndlistarkennara og er eitt hið viðamesta sem átakinu teng- ist, en þátttakendur í því munu vera allt að 45-50 þúsund. Því er m.a. ætlað að endurspegla þá fjölbreytni sem Island gefur kost á sem ferða- mannaland. Markmiðið er m.a. að vekja athygli barna og unglinga á nánasta umhverfi sínu, landi og sögu. Síðan verður sett upp farandsýning með úrvali mynda úr verkefninu, en verndari þess er forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Farandsýning í tengslum við þetta verkefni verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 27. maí og er þessi sýning jafnframt opnunaratriði listahátíðar í Reykja- vík. Upplýsingaskilti Unnið er að hugmyndum um upp- setningu upplýsingaskilta á sögu- frægum stöðum víða um land í sam- starfi við Vegagerð ríkisins og Þjóðminjasafn Islands. Ráðgert er að koma upp um það bil 50 skiltum í þessu skyni. Þau eiga að vera á 4—5 tungumálum. „Kaupstaöahátíðir" I bréfi frá Tómasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra átaksverkefnis- ins, til Sveitarstjórnarmála, segir m. a.: „Frá því í júníbyrjun og fram í september er stefnt að því að halda n. k. „kaupstaðahátíðir" í hverju kjördæmi landsins í tengslum við átakið. Umsjón með þessum hátíðum verður væntanlega í höndum við- komandi sveitarfélaga, fyrirtækja og annarra á hverjum stað en markmið þeirra er m.a. að vekja athygli á mannlífi, menningu og ferðaþjónustu á hverju svæði fyrir sig. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.