Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 13
HEILBRIGÐISMÁL
Meðferð þeirra var eingöngu fólg-
in í böðun í lóninu.
Niðurstöður af þessari einföldu
meðferð voru mjög uppörvandi, en í
ljós hefur komið að lífríki Bláa lóns-
ins er einstakt í veröldinni en það er
talið hafa jákvæð áhrif á húð sjúkl-
inganna.
Um miðjan ágúst 1993 kom til
landsins hópur 23 Þjóðverja á vegum
Bláa lónsnefndarinnar, sem dvaldi
við böðun og ljósameðferð í Bláa
lóninu í fjórar vikur.
Eru menn fullvissir um að þessi
samsetning meðferðar, þ.e. böðun í
Bláa lóninu og ljósameðferð í sér-
stökum meðferðarlömpum, þar sem
sjúklingar fá geislun frá 30 sek. upp
í 3 mínútur, sé mjög árangursrík og
gefi Bláa lóninu einstaka sérstöðu.
Bráðabirgðaniðurstöður vegna
þessarar rannsóknar sýna frábœran
árangur.
Geta má þess að meðferðarlamp-
inn sem notaður er við Bláa lónið er
íslensk smíð, þannig að segja má
með sanni að þar sé verið að veita
alíslenska meðferð við psoriasis.
Ferðir þessara tveggja hópa til ís-
lands voru skipulagðar í samvinnu
við Flugleiðir og samstarfsaðila HBL
í Þýskalandi, en þessi aðili sérhæfir
sig í lækningaferðum fyrir þýska
psoriasissjúklinga og er stærstur á
þessum sérhæfða markaði í Þýska-
landi.
Innra skipulag er nauðsynlegt til
að geta þróað þessa vöru og hefur
HBL nú reist meðferðaraðstöðu við
Bláa lónið sem eingöngu er ætluð
einstaklingum með psoriasis, inn-
lendum og erlendum.
Heildarflatarmál þessarar aðstöðu
er 250 fm með öllum nauðsynlegum
meðferðarbúnaði (sérstakri Bláa
lónslaug, ljósaskápum o.fl.) ásamt
aðstöðu fyrir lækna og hjúkrunarfólk
og hvíldaraðstöðu fyrir gesti.
HBL sótti sl. haust um starfsleyfi
til heilbrigðisráðuneytis til að reka
meðferðarþjónustu fyrir psoriasis-
sjúklinga við Bláa lónið. Bárust
mjög jákvæðar umsagnir Bláa lóns-
nefndar og landlæknisembættisins.
Barst staðfesting frá heilbrigðis-
ráðuneyti á að HBL fengi leyft til
rekstrar meðferðarstofnunar fyrir
psoriasissjúklinga við Bláa lónið frá
og með l.janúar sl.
Nú þegar starfsleyfi er fengið hef-
ur HBL átt viðræður við Trygginga-
stofnun ríkisins (TR) um þátttöku í
kostnaði vegna meðferðar íslenskra
psoriasissjúklinga við Bláa lónið. Er
búist við því að TR samþykki kostn-
aðarhlutdeild fyrir íslenska sjúklinga
nú í vor.
Kynningarátak innanlands
HBL vinnur með SPOEX - Sam-
tökum psoriasis- og exemsjúklinga
- að kynningu og uppbyggingu
meðferðarþjónustu við Bláa lónið
fyrir íslenska psoriasissjúklinga.
Hafa fyrstu íslensku sjúklingarnir
þegar hafið meðferð undir eftirliti
Bárðar Sigurgeirssonar og Jóns
Þrándar Steinssonar húðsjúkdóma-
75