Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 54
UMHVERFISMÁL mars ár hvert upplýsingar um förgun spilliefna almanaksárið á undan. Starfsleyfi fyrir atvinnurekstur Gert er ráð fyrir að takmarka mengun frá atvinnurekstri á sama hátt og fyrri mengunarvarnareglu- gerðir kváðu á um, þ.e. með útgáfu starfsleyfa. I leyfunum koma fram skilyrði sem atvinnurekstrinum er gert að uppfylla þannig að starfsemin megi vera í sátt við umhverfið. Sá atvinnurekstur sem hér er um að ræða er talinn upp í tveimur við- aukum, númer 7 og 8 í reglugerð- inni. Hollustuvernd ríkisins veitir leyfi og hefur eftirlit með atvinnurekstri sem talinn er upp í viðauka 7 en heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna atvinnurekstri sem upp er talinn í viðauka 8. Heildarfjöldi fyrirtækja í viðauka 7 er u.þ.b. 120. Þar er fyrst og fremst um að ræða stærstu fyrirtækin og þau sem mestri umhverfismengun eru talin geta valdið. Heildarfjöldi fyrirtækja í viðauka 8 eru u.þ.b. 3000. Nýtt í þessum kafla reglugerðar- innar eru sérstök ákvæði þar sem fram koma upplýsingar um hvað skuli vera í starfsleyfum tiltekinnar starfsemi. Sú starfsemi sem um er að ræða er eftirfarandi: • Hreinsibúnaður fyrir húsaskólp • Iðnaðarstarfsemi sem ekki er tengd þéttbýlisfráveitu og losar meira en 4000 persónueiningar af skólpi • Atvinnurekstur sem losar tiltekin mengandi efni í vatn • Tiltekin iðnaðarstarfsemi sem losar mengunarefni í andrúmsloft • Nýjar sorpbrennslustöðvar • Starfandi sorpbrennslustöðvar • Atvinnurekstur sem meðhöndlar úrgang, þar með talin spilliefni • Starfsemi þar sem asbest er not- að. Önnur ný ákvæði í kaflanum eru m.a.: • Allur starfsleyfisskyldur starf- andi atvinnurekstur, sem við gildis- töku reglugerðarinnar hafði ekki gilt starfsleyfi, átti að hafa sótt um leyfi fyrir 1. mars 1994. • Allur atvinnurekstur, sem fær í fyrsta sinn útgefið starfsleyfi eftir gildistöku reglugerðarinnar, telst vera nýr atvinnurekstur. • Starfsleyfi fyrir starfandi sorp- brennslur skulu endurskoðuð fyrir 1. desember 1995. Frá þeim tíma skulu starfandi sorpbrennslustöðvar upp- fylla skilyrði sem fram koma í við- auka 24 með reglugerðinni. • Frá 1. desember árið 2000 skulu gilda sömu kröfur til nýrra og starf- andi sorbrennslustöðva. Endurskoðun starfsleyfa vegna starfandi skólphreinsistöðva skal lokið fyrir 1. desember 1995. Lokaorð I nýútgefinni mengunarvama- reglugerð er að finna ákvæði sem ís- lendingar eru skuldbundnir til að setja í reglugerð samkvæmt EES- samningnum. Um nokkuð miklar breytingar er að ræða frá fyrri meng- unarvamareglugerð. Talsverður kostnaður mun fylgja því fyrir ríki, sveitarfélög og at- vinnureksturinn í landinu að uppfylla þessi nýju ákvæði. Hversu mikill hann verður er erfitt að fullyrða, m.a. vegna þess að ýmis ákvæði eldri mengunarvamareglugerða voru aldr- ei uppfyllt. Það er því ekki alltaf ljóst hvað er viðbótarkostnaður og hvað eru gamlar syndir. Ekki er úr vegi að staldra aðeins við á þessum tímamótum og skoða hvernig til hefur tekist með fram- kvæmd mengunarvamareglugerðar til þessa. Margt hefur áunnist en það er áberandi að mörg ákvæði fyrri reglugerða hefur ekki tekist að upp- fylla. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Ríkisvaldið verður að leggja meira af mörkum til að stuðla að því að svo verði. Lfklega þarf á einhvem hátt að styðja við bakið á sveitarfélögum vegna úrbóta í sorp- og skólpförgun- armálum. Af þeim framkvæmdum, sem lokið er á því sviði, áætlunum sem fyrir liggja, tölum í nýútkominni skýrslu fráveitunefndar umhverfis- ráðuneytisins og fleiru, má nokkuð gera sér grein fyrir kostnaði við úr- bætur. Erfiðara er að áætla kostnað at- vinnurekstursins. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að hert sé á ýmsum Allur atvinnurekstur er háöur starfsleyfi. Steinullarverksmiðjan á Sauöárkróki. Hollustu- vernd ríkisins á myndirnar sem greininni fytgja. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.