Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 62
TÆKNIMÁL rennslismagn í tonnum yfir tiltekið timabil. Með síritun má einnig fylgj- ast með breytilegu rennsli og þannig koma sér upp mynd af rennslis- mynstrinu. Þetta eru gagnlegar upp- lýsingar sem geta komið í veg fyrir óþarfa dælingarkostnað og óþarfa fjárfestingu. Frávik frá reglubundnu mynstri benda til leka eða óforsjálni einstakra stórnotenda og oftar en ekki má greina hvort heldur er og bregðast við samkvæmt því. I mælum þessum er enginn hreyf- anlegur hlutur, mælingin er rafræn. Þess vegna henta þeir vel til upp- setningar í aðalæð og stærri greini- æðum og hjá stærstu viðskiptavin- unum, t.d. frystihúsum, rækjuverksmiðjum, fiskimjölsverk- smiðjum og sundlaugum. Einnig getum við boðið færanlega mæla sem unnt er að nota til að leita uppi leka eða til að fylgjast tíma- bundið með rennsli á tilteknum stað. Mælt er utan frá án þess að rjúfa viðkomandi lögn. Þessu til viðbótar má nefna vatns- forðageyma. Tilgangur þeirra er annars vegar að jafna álag á vatnsból, þ.e. stuðla að því að dæling frá vatnsbóli sé sem jöfnust allan sólar- hringinn, og svo hins að eiga jafnan nægan vatnsforða til að mæta bil- anatilfellum eða skyndilegri aukn- ingu vatnsnotkunar, t.d. vegna þarfa slökkviliðs. Víða er rennsli frá vatnsbólum stjómlítið eða stjómlaust. Geymirinn er stundum fullur svo út úr rennur eða þá hálftómur. Varmaverk hf. býður mælibúnað til að fylgjast með vatnshæð í geym- um og búnað sem vinnur úr þessum upplýsingum og bregst sjálfvirkt við með þeim hætti að leiðrétta dælingu frá vatnsbóli, t.d. með snúnings- hraðabreytingu á dælumótorum (stillingu stjómloka þar sem sjálf- rennsli er), þannig að vatnsborð í geymi haldist ávallt ofan öryggis- marka og neðan yfirfallsmarka, og sé sem jafnast þar á milli, og veiti við- vörun ef út af bregður. Fjármunir sem varið er til að koma á fót mæli- og stjómbúnaði af þessu tagi munu skila sér aftur í formi skilvirkara og ömggara veitukerfis og með rafmagnsspamaði og með því að koma í veg fyrir óþarfa fjár- festingu. I dælustöðvum er oftast hátt raka- stig sem veldur því að lagnir, dælur, rafbúnaður, vegg- og loftfletir döggvast og liggja undir skemmdum. Málning tollir ekki við fletina, flagnar af og útkoman er heldur óhrjálegt umhverfi. Við bjóðum sjálfvirk rakatæki sem ráða bót á þessum vanda. Að síðustu má nefna að sums staðar eiga sveitarfélög ekki kost á nægilega hreinu og/eða gerilsnauðu vatni. Þessum aðilum getum við boðið síu- og gerilsneyðingartæki (UV- geislun). Fráveitur Flest ef ekki öll sveitarfélög landsins standa nú frammi fyrir kostnaðarsömum framkvæmdum við fráveitur. Hér er um að ræða söfnun frá- veituvatns, grófhreinsun og lagningu fráveitustofns út frá ströndinni. Víðast hvar krefst þetta dælubún- aðar og svo auðvitað síunar. Varmaverk hf. hefur á boðstólum sérhæfðan og reyndan búnað til þessara nota. Skólpdælur okkar eru sérþróaðar til að fást við dælingu á óhreinu vatni með föstum efnum, sandi og trefja- efni og aðlaga sig sjálfvirkt, að hluta án nokkurs stjómbúnaðar, að breyti- legu rennsli. Síur höfum við einnig sem gera allt í senn að sía, fjarlægja og pressa hratið og koma því í gám eða plast- poka. Með þessum síum má komast hjá því að tvídæla skólpinu. Síunni er komið fyrir við útrennsli stofnæðar, þ.e. í lágpunkti holræsakerfisins. Síðan taka dælumar við og dæla hreinsuðu skólpi út í fráveitustofn- inn. Sían er einnig þeim kostum búin að enda þótt hún sjálf stöðvist/stíflist þá veldur það ekki truflun á skólp- rennslinu og dælingunni heldur fer skólpið sjálfkrafa óhreinsað í gegn þar til síunni hefur verið sinnt og henni komið í starfhæft ástand á ný. I mörgum sveitarfélögum háttar þannig til að frystihús og rækjuverk- smiðjur og í sumum tilvikum fiski- mjölsverksmiðjur fleyta frá sér jafn- vel stærstum hluta þess fasta efnis sem sía þarf frá og urða eða farga með öðrum hætti. Hér er oft um verðmætan úrgang að ræða, prótín sem vinna má, þ.e.a.s. ef síun fer fram í viðkomandi fyrirtæki, áður en það blandast öðr- um úrgangi í kerfinu. Við höfum Hydroslal skólpdæla. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.