Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 36
AFMÆLI
Ingólfur kominn á sinn stað á ný. Ljósmyndastofa Mats Wibe Lund -
Kristófer Lund tók myndina.
hefði Iðnaðarmannafélagið gefið úr
sjóðum sínum.
Helgi H. Eiríksson mælti fyrir
minni kvenna. Kjartan Olafsson las
kvæði til félagsins sem fyrr er getið.
Bjarni Jónsson flutti kveðju Einars
bróður síns og Knud Zimsen las upp
kveðjuskeyti frá honum og annað frá
Sveini Björnssyni sendiherra með
heillaóskum til félagsins og Ingólfs-
nefndarinnar. Þá töluðu Sveinn
Jónsson, Magnús Benjamínsson og
Guðmundur Gamalíelsson. Klemens
Jónsson atvinnumálaráðherra þakk-
aði fyrir hönd gesta. Nokkrar ræður
frá þessum degi birtust í blöðum.
I grein í Morgunblaðinu (110. tbl.
24) segir:
„Það er bjart yfir svip Ingólfs
landnámsmanns, þar sem hann ber
við loft á Arnarhólstúninu og hvessir
sjónir á haf út. Vér Reykvíkingar
megum vera þakklátir listamannin-
um Einari Jónssyni fyrir það að hann
hefur gefið oss Ingólf þannig sem vér
getum hugsað oss hann mestan og
bestan. Og vér megum líka vera
þakklátir Iðnaðarmannafélaginu fyrir
það að það hefur nú, þrátt fyrir ótal
örðugleika, komið því verki í fram-
kvæmd að reisa líkneskið þarna og
afhenda landinu jafn dýrmæta gjöf
eins og það er. En eitt verða allir að
vera samtaka um ef Ingólfslíkneskið
á að fá að njóta sín þar sem það nú er.
Og það er að prýða og varðveita þann
reit sem er umhverfis líkneskið.
Arnarhólstúnið á að vera bæjarprýði
Reykjavíkur..."
Vorið 1924 var Arnarhólstúnið
friðað fyrir öllum ágangi svo að ekki
yrði eyðilagður umbúnaður sá er
gerður hafði verið um styttu Ingólfs.
Blöðin höfðu mjög gagnrýnt um-
gengni þar í kring.
A fundi í Iðnaðarmannafélaginu
1948 stakk Sigurður Halldórsson upp
á því að setja upp eitthvert merki á
Ingólfsstyttuna. Engin ákvörðun var
tekin í því efni. Það var svo árið
1982, á 115 ára afmæli félagsins, að
stjórn félagsins setti upp málmskjöld
á fótstall styttunnar með áletruninni:
„Myndastyttu þessa gaf Iðnaðar-
mannafélagið í Reykjavík íslensku
þjóðinni árið 1924“
A síðastliðnu ári var Ingólfsstyttan
tekin niður að tilhlutan Reykjavíkur-
borgar og sett í viðgerð. Fótstallurinn
var brotinn niður og hóllinn lækkað-
ur. Við þær framkvæmdir komu í ljós
jarðvistarleifar sem enn á eftir að
vinna úr. Heldur var tómlegt að líta
upp á hólinn eftir að Ingólfur hvarf
þaðan. Nú hefur hóllinn verið lækk-
aður til muna en fótstallurinn sjálfur
er í svipaðri hæð og sá gamli. Eftir er
að koma fyrir málmskildinum frá
Iðnaðarmannafélaginu á fótstall
styttunnar.
Að endingu þetta: Nú er líkneskið
af fyrsta landnámsmanninum Ingólfi
Arnarsyni komið aftur á Arnarhól og
hefur verið fært örlítið til. Nú er það
nákvæmlega í markleið, frá aðalinn-
gangi Seðlabanka íslands, eftir hinni
ævafornu reglu Pýþagórasar (3.4.5.).
En talið er að eftir henni hafi land-
námsmenn byggt er þeir námu hér
land í upphafi, samanber rannsóknir
og kenningar Einars Pálssonar, vinar
míns. Vonandi fær Ingólfsstyttan að
standa þarna um ókomna tíma,
landsmönnum öllum til ánægju. Hún
er og verður sameign íslensku þjóð-
arinnar um aldur og ævi.
98