Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 19
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Árni Sigfússon borgarstjóri í Reykjavík Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Stjórnun- arfélags Islands og borgarfulltrúi, hefur tek- ið við stöðu borgarstjóra í Reykjavík frá 17. mars, er Markús Örn Antons- son lét af störfum, en hann hafði verið borgar- stjóri frá 16. júlí 1991. Árni Sigfússon er fæddur í Vestmannaeyj- um 30. júlí 1956 og eru foreldrar hans Kristín S. Þorsteinsdóttir húsfreyja og Sigfús J. Johnsen, núverandi félagsmála- stjóri í Garðabæ. Ámi lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1977, prófi frá Kennara- háskóla íslands 1981, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá Ten- nesseeháskóla í Knox- ville 1986 og hefur farið í námsferðir til Banda- ríkjanna og Evrópu í tengslum við fyrirtækjarekstur og stjómmál. Hann var aðstoðarmaður í rannsóknum við háskólann í Tennessee 1985 til 1986. Árni var stundakennari við Vogaskóla 1974-1978, blaðamaður á Vísi 1980-1981, framkvæmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1984, deildarstjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun 1986-1988 og framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands frá 1989. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1986 og í borgarráði frá 1990, var for- maður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 1986 til 1990, stjórnar sjúkrastofnana frá 1990 og skólamálaráðs frá 1991. Hann átti sæti í heilbrigðisráði 1986-1990, hefur verið í atvinnumálanefnd borgarinnar frá 1986 og í hús- næðisnefnd frá 1990 og er formaður nefndar sem starfað hefur að undir- búningi fyrir ár fjöl- skyldunnar. Árni hefur átt sæti í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 1986 og sama tíma verið varamaður í stjórn þess. Hann starfaði af hálfu sambandsins í samstarfsnefnd ríkis- stjórnarinnar, sambands- ins og aðila vinnumark- aðarins um atvinnumál og situr af hálfu þess í starfshópi um atvinnu- mál fatlaðra. Þá átti hann sæti af hálfu sambands- ins í nefnd, sem mennta- málaráðuneytið skipaði til að fjalla um almenna fullorðinsfræðslu og sat af hálfu sambandsins í úrskurðarnefnd sam- kvæmt lögum um holl- ustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, en hefur nú beðist lausnar frá starfi í þeim nefndum. Árni hefur skrifað greinar um rekstur og stjórnmál og verið ritstjóri tímarits Stjórnunarfélags íslands, Stjórnun- ar, frá 1989 og gaf fyrir seinustu jól út uppeldisbók fyrir feður. Hann hefur fengist við tónlist og samdi lögin Ágúst- nótt, þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1978, Heimaey, til styrktar uppbyggingu Vestmannaeyjaeftireldgosið 1973, og Skattalagið, lag og texta, sem hann samdi á árinu 1980 til þess að mótmæla óhóflegri skattheimtu. Eiginkona Árna er Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur og eiga þau fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Borgarstjóraskipti í Reykjavík 17. mars sl. Árni Sigfússon til vinstri og Markús Örn Antonsson, fráfarandi borgarstjóri, til hægri. Ljósm. Gunnar V. Andrésson, DV. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.