Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 42
ATVINNUMAL Loftmynd af starfsmenntamiðstöðinni í Tórínó á Italíu. Miðstöðin er rekin af Alþjóða- vinnumálastofnuninni og ítöiskum stjórnvöldum. hindrar framkvæmd. Áhersla er lögð á að með löggjöf verði hlúð að sjálf- sprottnu framtaki fjölmargra aðila í starfsmenntunarmálum. Hópurinn er þeirrar skoðunar að byggja ætti sem mest á frumkvæði sem hafi orðið til úti í atvinnulífinu.41 Áður er á það minnst að fram hafi komið raddir um að þessi starfsemi ætti að heyra undir menntamála- ráðuneytið. Vinnuhópurinn fjallaði ítarlega um þennan þátt málsins. Þetta var m.a. borið undir sérfræð- inga Alþjóðavinnumálaskrifstofunn- ar í Genf og samstarfsráðuneyti fé- lagsmálaráðuneytisins annars staðar á Norðurlöndum. Öllum þessum að- ilum bar saman um það að til þess að árangur næðist væri mikilvægt að starfsemin væri í sem nánustum tengslum við þróunina á vinnuntark- aðnum. Reynsla annarra landa sýndi að ráðuneyti menntamála væru það ekki og þau væru mjög sein að bregðast við breyttum aðstæðum. Öðru gegndi um ráðuneyti vinnu- mála sem hefðu það hlutverk að fylgjast með atvinnustigi og leita ráða til að draga úr atvinnuleysi. Enn fremur greiða fyrir tilfærslum vinnu- afls frá hnignandi starfsgreinum til þeirra sem væru í vexti. Þessi rök mótuðu að verulegu leyti afstöðu fé- lagsmálaráðuneytisins sem ráðu- neytis vinnumála en fleira kom til. Það var Ijóst að ágreiningur var á rnilli þáverandi stjórnarllokka um það hvar starfsmenntun í atvinnulíf- inu skyldi vistuð. Menntamálaráð- herra fór ekki leynt með þá skoðun sína að þetta málefni heyrði til verk- sviðs menntamálaráðuneytisins. Seinna kom fram að hagsmunaaðilar, sem áttu fulltrúa í starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar, lögðust gegn því að starfsmenntun í þeirri starfsgrein færðist til félagsmálaráðuneytisins. í því skyni að freista þess að ná samstöðu um málið var stofnað til viðræðna á ntilli félagsmálaráðu- neytisins og menntamálaráðuneytis- ins. Sameiginleg niðurstaða varð sú að leggja til að sett yrði sérstök lög- gjöf um starfsmenntun í atvinnulíf- inu sem heyri til verksviðs félags- málaráðuneytisins og önnur um fullorðinsfræðslu sem heyri til verk- sviðs menntamálaráðuneytisins. Þeir sem tóku þátt í viðræðunum bættu við nýjum rökum fyrir þessari niður- stöðu. Bent var á að til starfsmennt-- unar í atvinnulífinu sé oft stofnað með ákvæðum í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins sem í sum- um tilvikum skuldbinda sig til að standa straum af hluta kostnaðar. Viðræðunefndin vakti athygli á því að forsendur slíkra samningsákvæða væru breytingar á vinnumarkaðnum vegna tæknibreytinga eða af öðrum ástæðum. Hér væri því fyrst og fremst um vinnumarkaðsmálefni að ræða þar sem forsenda árangurs eru sem mest áhrif aðila vinnumarkaðar- ins á alla framkvæmd.5’ Þrátt fyrir að embættismenn í ráðuneytum félagsmála og mennta- mála kæmust að sameiginlegri nið- urstöðu, sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í byrjun mars 1989, heyrðust enn efasemdaraddir. Þær þögnuðu í apríl vegna þrýstings af hálfu Alþýðusambands íslands (ASÍ) sem setti fram kröfu í tengslum við kjarasamninga sem fram fóru um þetta leyti. Þessi þrýstingur átti sér aðdraganda á 36. þingi ASI sem 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.