Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 52
UMHVERFISMÁL Viðkvæm svæði eru stöðuvötn mynduð af náttúrunnar hendi, annað yfirborðsvatn svo og strandsjór þar sem næringarefnaauðgun hefur orðið eða kann að verða í náinni framtíð. Sveitarstjómir skulu senda rök- studdar tillögur um flokkun viðtaka til Hollustuvemdar ríkisins til um- sagnar. Gert er ráð fyrir að sveitar- stjórnir hafi lokið tillögugerð sinni fyrir 1. júlí 1994. Oðruvísi en í fyrri reglugerðum og mjög mikilvægt er að nú eru sett tímamörk á úrbætur. Þessi tímamörk eru eftirfarandi: Til að koma á fráveitu á öllum þéttbýlisstöðum: Persónu- Fyrir áriö einingar Viðtaki 1999 > 10000 Viðkvaemur 2001 > 15000 Síður viðkv. 2006 < 15000 Allir Til að byggja skólphreinsistöðvar: a) Þegar eins þreps hreinsun er heimil: Persónu- Fyrir áriö einingar (Þús.) Viötaki 2001 15-150 Strandsjór 2006 10-15 Strandsjór 2006 2-10 Ármynni I undantekningartilfellum er enn- fremur unnt að heimila eins þreps hreinsun á skólpi sem inniheldur meira en 150.000 persónueiningar ef hægt er að sýna fram á að frekari hreinsun hafi engin umhverfisbæt- andi áhrif. b) Þegar um tveggja þrepa hreins- un er að ræða: Fyrir áriö Persónu- einingar (Þús.) Viötaki 2001 > 15 Ferskvatn 2006 10-15 Ferskvatn 2006 2-10 Ármynni/ ferskvatn Til viðbótar við ofangreint er að finna í reglugerðinni tímamörk fyrir enn frekari hreinsun á skólpi ef slík skólpsins um minnst 20% og svifagnir um 50%. Reyndar er það svo að nýja meng- unarvarnareglugerðin kveður á um það sem almenna reglu að allt skólp skuli hreinsa með tveggja þrepa hreinsun áður en því er veitt út í viðtaka. Hvernig má það þá vera að ekki þurfi að fara út í annars konar hreinsiaðgerðir en eldri reglugerð kvað á um? Astæðan er sú að heimilt er að flokka viðtaka sem tekur við frá- veituvatni í viðkvæman og síður viðkvæman. Ef viðtaki er flokkaður sem síður viðkvæmur er eins þreps hreinsun nægileg svo fremi að ítarleg rannsókn hafi farið fram og sýnt að áhrif skólpsins á umhverfið séu ekki óviðunandi. Aðstæður hér á landi eru slíkar að gera má ráð fyrir að strandsvæði sé í flestum tilfellum hægt að flokka sem síður viðkvæm. Við mat á því hvort viðtaki teljist viðkvæmur eða síður viðkvæmur skal fyrst og fremst horfa til hættu á súrefnisþurrð og ofauðgun vegna næringarsalta. Til viðmiðunar: Síður viðkvæm svæði eru opnir flóar, ármynni og annar strandsjór þar sem endumýjun vatns er mikil og ekki hætta á súrefnisþurrð eða ofnæringu. Aö því er stefnt að Island veröi hreinasta land hins vestræna heims og imynd hreinieika. Myndin er af Gullfossi.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.