Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 65
HEIÐURSBORGARAR
Jón í. Sigurðsson heiðursborgari
Vestmannaeyja
Hjónin Kiara Friöriksdóttir og Jón í. Sigurösson ásamt Guöjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra
viö afhendingu heiöursborgarabréfsins. Ljósm. Vikublaðiö Fréttir í Vestmannaeyjum,
Úmar Garöarsson.
Bæjarstjóm Vestmannaeyja efndi
hinn 14. febrúar til fundar er 75 ár
voru liðin frá því að bæjarstjóm í
Vestmannaeyjum hélt fyrsta fund
sinn. Á fundinum var eitt mál á dag-
skrá, tillaga um að kjósa Jón I. Sig-
urðsson, fyrrv. yfirhafnsögumann,
heiðursborgara Vestmannaeyja. Var
hún einróma samþykkt. Kristjana
Þorfinnsdóttir bæjarfulltrúi afhenti
honum síðan innrammað heiðurs-
borgarabréf í kaffisamsæti sem bæj-
arstjórnin hélt Jóni og fjölskyldu
hans sama dag.
Jón ísak Sigurðsson er fæddur
1911 í Vestmannaeyjum og er vél-
stjóri að mennt, hóf hafnsögustörf
árið 1938 og var hafnsögumaður
1947-1984.
Hann var aðalfulltrúi í bæjarstjóm
Vestmannaeyja í 13 ár, 1958-1970
og á ný 1977-1978, og varafulltrúi í
7 ár, 1954-1958 og 1974-1977, og
hann sat í hafnarstjóm í 32 ár, þar af
sem formaður í 20 ár.
Jón var formaður Starfsmannafé-
lags Vestmannaeyjabæjar í 20 ár,
1954-1974, og hefur veriðístjórn og
formaður ýmissa félaga í Eyjum. Má
þar nefna Björgunarfélag Vest-
mannaeyja sem hann hefur verið í frá
stofnun þess árið 1918 og sem for-
maður 1952-1982, Bátaábyrgðarfé-
lag Vestmannaeyja, frá 1942,
íþróttafélagið Þór, Berklavöm í
Vestmannaeyjum og Sjálfstæðisfé-
lag Vestmannaeyja.
Hann var vararæðismaður Noregs
í Vestmannaeyjum 1972-1988.
Jón er áttundi heiðursborgari
Vestmannaeyjabæjar. Áður hafa eft-
irtaldir menn verið kosnir heiðurs-
borgarar bæjarins:
Hannes Jónsson hafnsögumaður
1932; Sigurbjörn Sveinsson skáld
1948; Þorsteinn Jónsson útvegs-
bóndi frá Laufási 1950; Gísli J.
Johnsen, útvegsbóndi og stórkaup-
maður 1951; Ársæll Sveinsson út-
vegsbóndi 1963; Einar Guttormsson
sjúkahúslæknir 1969 og Þorsteinn Þ.
Víglundsson, skólastjóri og spari-
sjóðsstjóri 1978.
S C A L A
ÞEGAR ÞD
VILTBERAFÖLK
í HÖNDUM ÞÉR
SCALA stólarnir eru þægilegir
að stija í - raða saman - geyma
og flytja á milli staða.
Þegar þar við bætist einstaklega
fallegt útlit eru þeir tilvaldir
hvort sem er fyrir heimili,
vinnustaði, stofnanir, íþrótta-
hús og, já hvern þann stab
þar sem menn þurfa ab tylla
sér niöur! Hafiö samband og
fáið nánari upplýsingar.
Gásar
Borgartúni 29, Reykjavík
S: 627666 og 627667 • Fax: 627668
127