Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 30
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Skarðshreppur
sameinast
Hinn 19. apríl voru greidd atkvæði
í Skarðshreppi og Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu um sameiningu þeirra við
fimm aðra hreppa Dalasýslu, sem
ákveðið höfðu að sameinast í Dala-
byggð, en svo nefnist hið nýja sveit-
arfélag.
Tillaga um sameininguna var
samþykkt í Skarðshreppi en felld í
Saurbæjarhreppi.
í Skarðshreppi voru 40 á kjörskrá.
Atkvæði greiddu 34 eða 85%. Sam-
þykkir sameiningu voru 19 eða
55,9% en andvígir 14 eða 41,2%.
Einn atkvæðaseðill var auður.
í Saurbæjarhreppi var 81 á kjör-
skrá. Þar af greiddu 73 atkvæði eða
90%. Þar af voru 32 eða 43,2%
hlynnt sameiningu en 41 eða 56,2%
á móti.
í samræmi við þessa niðurstöðu
sameinast Skarðshreppur hinum
hreppum Dalasýslu sem áður höfðu
samþykkt að sameinast í nýjan
hrepp, sem hefur hlotið nafnið Dala-
byggð.
I Dalasýslu verða því tveir hrepp-
ar, Dalabyggð með 758 íbúa og
Saurbæjarhreppur með 111 íbúa.
íbúatölurnar eru miðaðar við 1. des-
ember 1992.
Á bls. 27 í 1. tbl. 1994 var upp-
dráttur þar sem sýnd er afstaða
Skarðshrepps til hinna hreppa sýsl-
unnar.
Vesturbyggð?
Félagsmálaráðuneytið staðfesti
hinn 17. mars sameiningu þeirra
fjögurra hreppa syðst á Vestfjörðum
sem samþykktu hinn 20. nóvember
sl. tillögu umdæmanefndar Vest-
fjarða um sameiningu allra hreppa
Vestur-Barðastrandarsýslu í eitt
sveitarfélag.
Hrepparnir eru Barðastrandar-
hreppur með 138 íbúa, Rauðasands-
hreppur með 96 íbúa, Patrekshreppur
með 913 íbúa og Bfldudalshreppur
með 351 íbúa. Samanlagt höfðu
hrepparnir því 1498 íbúa miðað við
íbúatölur hinn 1. desember 1992.
í einum hreppa sýslunnar, Tálkna-
fjarðarhreppi. var tillaga umdæma-
nefndar felld í atkvæðagreiðslunni í
nóvember. Með því að Tálknafjörður
klýfur byggðina var talið rétt að end-
urtaka atkvæðagreiðsluna um sam-
einingu hreppsins við hina hreppa
byggðarlagsins og var það gert 16.
apríl. Fór nú enn á sömu lund að til-
lagan um sameininguna var felld og
Uppdrátturinn sýnir Tálknafjarðarhrepp inni i nýja sveitarfélaginu og því af sumum
kallaður „Smugan". Tálknafjarðarhreppur slitur þó ekki hina hreppana I sundur því að
Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur og Blldudalshreppur liggja saman á
heiðum uppi.
með nokkru meiri mun en í hið fyrra
skiptið. Á kjörskrá í hreppnum voru
211. Atkvæði greiddu 172 eða
81,5%. Jáyrði sitt við sameiningu
guldu 56 eða 32,6%, en 113 eða
65,7% lýstu sig andvíga tillögunni.
Þrír skiluðu auðum atkvæðaseðli.
Kosnir verða níu fulltrúar í hina
nýju sveitarstjórn.
Skoðanakönnun fer fram urn nafn
sveitarfélagsins og skal nafnið
ákveðið á grundvelli hennar, segir í
auglýsingu ráðuneytisins. Samein-
ingarnefnd sveitarfélaganna efndi til
hugmyndasamkeppni um heiti nýja
sveitarfélagsins og verða samhliða
kosningu sveitarstjómar greidd at-
kvæði um þær tillögur sem flestar
uppástungur komu um. Sameining-
arnefndin er sammála um að niður-
stöður atkvæðagreiðslunnar skuli
vera bindandi.
Tillögurnar sem atkvæði verða
greidd um eru Vesturbyggð, Suður-
fjarðabyggð, Barðabyggð, Suður-
fjarðabær og Fjallabyggð. Flestar
uppástungur komu um fyrstnefnda
nafnið, Vesturbyggð.
92