Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 30
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Skarðshreppur sameinast Hinn 19. apríl voru greidd atkvæði í Skarðshreppi og Saurbæjarhreppi í Dalasýslu um sameiningu þeirra við fimm aðra hreppa Dalasýslu, sem ákveðið höfðu að sameinast í Dala- byggð, en svo nefnist hið nýja sveit- arfélag. Tillaga um sameininguna var samþykkt í Skarðshreppi en felld í Saurbæjarhreppi. í Skarðshreppi voru 40 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 34 eða 85%. Sam- þykkir sameiningu voru 19 eða 55,9% en andvígir 14 eða 41,2%. Einn atkvæðaseðill var auður. í Saurbæjarhreppi var 81 á kjör- skrá. Þar af greiddu 73 atkvæði eða 90%. Þar af voru 32 eða 43,2% hlynnt sameiningu en 41 eða 56,2% á móti. í samræmi við þessa niðurstöðu sameinast Skarðshreppur hinum hreppum Dalasýslu sem áður höfðu samþykkt að sameinast í nýjan hrepp, sem hefur hlotið nafnið Dala- byggð. I Dalasýslu verða því tveir hrepp- ar, Dalabyggð með 758 íbúa og Saurbæjarhreppur með 111 íbúa. íbúatölurnar eru miðaðar við 1. des- ember 1992. Á bls. 27 í 1. tbl. 1994 var upp- dráttur þar sem sýnd er afstaða Skarðshrepps til hinna hreppa sýsl- unnar. Vesturbyggð? Félagsmálaráðuneytið staðfesti hinn 17. mars sameiningu þeirra fjögurra hreppa syðst á Vestfjörðum sem samþykktu hinn 20. nóvember sl. tillögu umdæmanefndar Vest- fjarða um sameiningu allra hreppa Vestur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag. Hrepparnir eru Barðastrandar- hreppur með 138 íbúa, Rauðasands- hreppur með 96 íbúa, Patrekshreppur með 913 íbúa og Bfldudalshreppur með 351 íbúa. Samanlagt höfðu hrepparnir því 1498 íbúa miðað við íbúatölur hinn 1. desember 1992. í einum hreppa sýslunnar, Tálkna- fjarðarhreppi. var tillaga umdæma- nefndar felld í atkvæðagreiðslunni í nóvember. Með því að Tálknafjörður klýfur byggðina var talið rétt að end- urtaka atkvæðagreiðsluna um sam- einingu hreppsins við hina hreppa byggðarlagsins og var það gert 16. apríl. Fór nú enn á sömu lund að til- lagan um sameininguna var felld og Uppdrátturinn sýnir Tálknafjarðarhrepp inni i nýja sveitarfélaginu og því af sumum kallaður „Smugan". Tálknafjarðarhreppur slitur þó ekki hina hreppana I sundur því að Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur og Blldudalshreppur liggja saman á heiðum uppi. með nokkru meiri mun en í hið fyrra skiptið. Á kjörskrá í hreppnum voru 211. Atkvæði greiddu 172 eða 81,5%. Jáyrði sitt við sameiningu guldu 56 eða 32,6%, en 113 eða 65,7% lýstu sig andvíga tillögunni. Þrír skiluðu auðum atkvæðaseðli. Kosnir verða níu fulltrúar í hina nýju sveitarstjórn. Skoðanakönnun fer fram urn nafn sveitarfélagsins og skal nafnið ákveðið á grundvelli hennar, segir í auglýsingu ráðuneytisins. Samein- ingarnefnd sveitarfélaganna efndi til hugmyndasamkeppni um heiti nýja sveitarfélagsins og verða samhliða kosningu sveitarstjómar greidd at- kvæði um þær tillögur sem flestar uppástungur komu um. Sameining- arnefndin er sammála um að niður- stöður atkvæðagreiðslunnar skuli vera bindandi. Tillögurnar sem atkvæði verða greidd um eru Vesturbyggð, Suður- fjarðabyggð, Barðabyggð, Suður- fjarðabær og Fjallabyggð. Flestar uppástungur komu um fyrstnefnda nafnið, Vesturbyggð. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.