Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 44
ATVINNUMAL
stuðning úr starfsmenntasjóði við
námskeið sem einkum hafa verið
ætluð atvinnulausu fólki. Með tilliti
til þessa ákvæðis taldi starfsmennta-
ráð sér skylt að leggja málefninu lið.
Ljóst er að viðfangsefnið er mun
stærra en starfsmenntasjóður ræður
við. Á síðasta ári var þetta vandamál
tekið til sérstakrar umfjöllunar af
nefnd á vegum heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins. Tillaga
hennar var að atvinnuleysistrygg-
ingasjóður legði til fjármagn til svo-
nefndra grunnnámskeiða fyrir at-
vinnulausa en starfsmenntaráðið
legði sérhæfðara námskeiðahaldi
lið.
I 3. gr. er að finna skilgreiningar á
hugtökum. Grunnstarfsmenntun er
skilgreind sem grundvallarstarfs-
menntun til ákveðinna starfa eða
starfa í tiltekinni atvinnugrein í
framleiðslu og þjónustu. Til eftir-
menntunar er talin endurnýjun fag-
kunnáttu og viðbótarmenntun sem
fólk stundar á sínu fagsviði.
Kveðið er á um skipun félags-
málaráðherra á sjö mönnum í starfs-
menntaráð til tveggja ára í 2. kafla
laganna. Þrír eru skipaðir samkvæmt
tilnefningu samtaka atvinnurekenda
og þrír af samtökum launafólks.
Ráðherra skipar einn án tilnefningar.
Starfsmenntaráð skiptir með sér
verkum. Á fyrsta fundi var ákveðið
að hinir þrír aðilar sem eiga fulltrúa
í ráðinu, þ.e. ríksvaldið, samtök at-
vinnurekenda og samtök launafólks,
skyldu skiptast á að gegna starfi for-
manns. I samræmi við það var full-
trúi ráðherra kosinn fyrsti formaður
ráðsins til árs, síðan skyldi fulltrúi
samtaka launafólks taka við og loks
fulltrúi atvinnurekenda. Hlutverk
starfsmenntaráðs er að úthluta
styrkjum til starfsmenntunar og vera
stjórnvöldum til ráðuneytis unt
stefnumótun og aðgerðir á sviði
starfsmenntunar.
í þriðja kaflanum er fjallað um
fjármál. Samkvæmt 8. gr. laganna
skal ráðstöfunarfé starfsmenntaráðs
ákveðið á fjárlögum og ráðstafað í
sérstakan sjóð sem nefndur er starfs-
menntasjóður. Níunda grein hefur að
geyma ákvæði um styrkhæf tilvik.
Hægt er að veita styrki vegna kostn-
aðar við undirbúning námskeiða, t.d.
verkefnisstjórnun, náms- og
kennslugagnagerð. Enn fremur
vegna greiðslu kostnaðar við nám-
skeiðahald, þar með talinn kostnaður
vegna kennsluaðstöðu eða kostnaður
vegna ferðalaga og ílutninga. Starfs-
menntaráð getur veitt styrki vegna
annarra útgjalda samkvæmt eigin
ákvörðun. Að því verður vikið síðar.
Eitt þeirra atriða sem starfshópar
og nefndin sem samdi frumvarp til
laga um starfsmenntun í atvinnulíf-
inu staldraði mest við var fram-
kvæmd starfsmenntunar. í höndum
hverra átti hún að vera? Félagsmála-
ráðuneytisins eða menntamálaráðu-
neytisins? Einkaaðila eða opinberra
aðila? Átti að stefna að uppbyggingu
sjálfstæðs starfsmenntunarkerfis að
erlendri fyrirmynd? Leiðin sem valin
var kemur fram í 10. gr. Þar segir að
rétt til að sækja um styrki til starfs-
náms eigi samtök atvinnurekenda og
launafólks, einstök atvinnufyrirtæki,
einka- og opinberir aðilar sem standa
fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu,
starfsmenntaráð einstakra atvinnu-
greina og samstarfsverkefni tveggja
eða fleiri framangreindra aðila.
Upphaflega stóð til að láta hér staðar
numið vegna þess að hugmyndin var
sú að byggja sem mest á því frum-
kvæði sem ýmsir aðilar höfðu tekið.
t.d. með stofnun Rafiðnaðarskólans,
fræðslunefndar í málmiðnaði og síð-
ar Prenttæknistofnunar. Þannig hefur
aldrei staðið til að starfsmenntaráð
félagsmálaráðuneytisins standi sjálft
að starfsmenntun. Sama átti að gilda
um skóla. Hugsunin var sú að samtök
aðila vinnumarkaðarins fengju
stuðning til að stofna til starfs-
menntunar. Þeir gætu síðan ákveðið
hvort þeir sæju sjálfir um fram-
kvæmdina eða leituðu til annarra, t.d.
skóla. Með þessu yrði reynt að koma
í veg fyrir fjárveitingu til viðfangs-
efna sem lítil eða engin raunveruleg
þörf væri fyrir í atvinnulífmu. At-
hugasemdir komu fram við 10. gr. og
tókst samstaða um að bæta við hana
ákvæði um að skólar hefðu rétt til að
sækja um styrki þegar um væri að
ræða samstarf við áðurnefnda aðila,
einn eða fleiri.
I fimmta kafla laganna eru ýmis
ákvæði. Þar er m.a. að finna ákvæði
um upplýsingaskyldu í 12. gr. í 13.
gr. er kveðið á um það að aðilar sem
hafa fengið stuðning samkvæmt lög-
unum skuli senda félagsmálaráðu-
neytinu eintak af kennslugögnum
sem samin hafa verið. Áskilinn er
réttur til að ráðstafa þessum gögnum
til frekari notkunar samkvæmt til-
lögum starfsmenntaráðs í samráði
við höfundarréttarhafa. Enn fremur
eru í lögunum ákvæði um skýrslu-
gerð um nám sem hefur verið styrkt.
Einnig um mat á því til námseininga
í hinu almenna skólakerfi.
Starfsmenntaráð
Ef til vill er fullsnemmt að leggja
dóm á árangur laganna. Starfs-
menntaráð var skipað í fyrsta skipti í
ágúst 1992. Stuttu síðar var auglýst
eftir umsóknum um stuðning úr
starfsmenntasjóði. Þegar umsóknar-
frestur rann út höfðu borist umsóknir
um stuðning við 75 verkefni frá 44
aðilunt. Samtals var sótt unt fjár-
stuðning að upphæð 120 milljónir
króna. Sjóðurinn hafði til umráða 48
milljónir króna.
Fyrsta úthlutun úr starfsmennta-
sjóði var tímafrek. Samanlögð upp-
hæð umsókna var langt umfram það
fjármagn sem var til úthlutunar. Þar
af leiðandi þurfti starfsmenntaráð að
setja sér reglur sem gerðu kleift að
raða umsóknum á skynsamlegan hátt
í forgangsröð. Nefna má nokkur at-
riði sem lögð voru til grundvallar í
þessu sambandi. Áhersla var lögð á
stuðning við skipulagningu og
samningu á námsefni fyrir ný starfs-
menntanámskeið. Enn fremur stuðn-
ing til að endurskoða námsefni fyrir
námskeið sem höfðu reynst vel.
Starfsmenntaráð varði verulegum
106