Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 56
ATVINNUMAL Opinber ráðgjafarþjónusta við atvinnulífið: Búnaðairáðgjöf, ferðamálaráðgjöf, atvinnuráðgjöf og átaksverkefni Oddur Már Gunnarsson, atvinnuráðgjafi Suðurlands I tilefni þeirrar umræðu sem at- vinnumál hafa fengið í tengslum við væntanlegar sveitarstjórnarkosning- ar tel ég rétt að leggja þar til nokkur orð unt opinberan stuðning við ný- sköpun í atvinnulífinu. Máli mínu skipti ég upp í fyrst það sem ég þekki best, hvernig ráðgjöf er háttað við atvinnulífið á Suðurlandi, síðan um stöðu ráðgjafarþjónustunnar í lands- hlutunum, hugleiðingar um skýrslu nýsköpunarnefndar iðnaðarráðherra og lokaorð. Ráögjafarþjónusta við atvinnu- lífiö á Suðurlandi Á Suðurlandi hefur verið mörkuð sú stefna að Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur tekið við verkefni atvinnumálanefndar Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga og þeim málunt sem snerta atvinnumál er vísað til stjórnar sjóðsins og hefur verið gott samstarf á milli þessara stofnana. Hjá sjóðnum starfar atvinnuráð- gjafi Suðurlands. Sjóðurinn veitir aðilum á svæðinu ráðgjöf um at- vinnumál. Auk ráðgjafarinnar hefur sjóðurinn verið aðili að verkefnum þar sem sérstakir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið til að sinna afmörkuðum málum innan ákveð- inna svæða. Þar má nefna sem dæmi átaksverkefni í vesturhluta Rangár- vallasýslu og í Mýrdalshreppi, þró- unarverkefni uppsveita Árnessýslu, ferðaþjónustuátak á Eyrarbakka og Stokkseyri og mörg önnur. Flest þessara verkefna hafa verið styrkt af Byggðastofnun og einnig hafa fé- lagsmálaráðuneytið, Framleiðnisjóð- ur og fleiri styrkt þessi verkefni. Slík verkefni hafa gert það mögulegt að vinna að ákveðnum málum sem ekki hefði verið unnt að sinna á sama hátt innan sjóðsins vegna manneklu. Sjóðurinn á aðild að stjórn þessara verkefna og eru þau unnin í nánu samstarfi við hann. í septembermánuði síðastliðnum réð sjóðurinn ferðamálafulltrúa til tveggja ára. Markmið með ráðningu hans er að vinna að heildarstefnu- mótun í ferðamálum fyrir landshlut- ann auk þess að vera aðilum á svæð- inu til ráðuneytis um ferðamál. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands veitir ódýr lán og styrki til atvinnu- lífsins á Suðurlandi. Jafnframt hefur sjóðurinn lagt hlutafé í fyrirtæki á Suðurlandi. Framreiknað hefur sjóð- urinn veitt samtals tæpar 300 millj- ónir til atvinnulífsins á þennan hátt frá stofnun hans á árinu 1981. Sjóðurinn hefur ekki mismunað umsækjendum eftir atvinnugreinum, heldur hefur verið horft til þess hvaða möguleika umsækjandi hefur á annarri fjármögnun og honum bent á hagkvæmasta kostinn. Tekjur sjóðsins eru vextir af lánum og framlög sveitarfélaga og Byggða- stofnunar. Eiginfé sjóðsins er nú um 150 milljónir króna og má ráða af því að sjóðurinn skapar sterkan grunn fyrir öflugt atvinnuþróunarstarf á Suðurlandi. Á Suðurlandi er einnig að finna ráðunautaþjónustu landbúnaðarins og útibú frá Veiðimálastofnun. At- vinnuráðgjafi hefur átt gott samstarf við báða þessa aðila þar sem verkefni hafa skarast, t.d. í ullarvinnsluverk- efninu á Þingborg og við hafbeitar- tilraun í Dyrhólaósi. Staöa ráðgjafarþjónustunnar í landshlutunum Segja má að helsti veikleiki at- vinnuráðgjafar landshlutanna nú um stundir sé að aðeins er gert ráð fyrir að einn maður sinni starfi atvinnu- ráðgjafa. Það þýðir að ef hann hættir þarf að byggja öll sambönd og sér- hæfða þekkingu upp á ný. Meðal- starfstími atvinnuráðgjafa er um það bil tvö til þrjú ár og það er um það bil sá tími sem tekur að vinna sér traust þeirra sem hann á að starfa fyrir. Atvinnuráðgjafaembættin hafa þróast mjög misjafnlega. Á Suður- landi og í Eyjafirði er samstaða hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.