Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 21
STJÓRNSÝSLA leggja áherslu á að ríki og sveitarfélög væru hliðstæð stjórnvöld með sín hver verkefnin. Þessi misskilningur birtist einnig í hagskýrslum, þar sem „ríki“ og sveitar- félög eru iðulega talin hafa hvort sinn búskapinn en þegar íslenska ríkið er gert upp í heild heitir það „hið opinbera“. I ensku neðanmáli kemur þó oft fram að verið er að gera greinarmun á „central" og „local government“. Orðnotkun eins og „tilfærsla valds og fjármagns frá ríkisvaldi til sveitarfélaga“ gefur tilefni til rangra ályktana um raunverulega stöðu sveitarstjórnarkerfisins í stjórnskipun ríkisins og stundum læðist að sá grunur að stjórnendur rikisins haldi að með þessum tilfærslum séu þeir að draga úr ríkisumsvifum! Með flutningi verkefna til sveitarfélaga er í raun ekki verið að færa þau frá ríkisvaldinu heldur frá framkvæmdavaldi þess. Mikilvægt einkenni sveitarfélaga er að þau fá vald sitt og verkefni með lögum frá löggjafarvaldi viðkom- andi ríkis. Sveitarfélögin sem stjórnskipulegt samfélag eru því tvímælalaust greinar á meiði ríkisvaldsins en hvorki byggða né óbyggða. Eldri sveitarstjómarlög áttu því að standa óbreytt (þ.e. 1. gr.). Með sveitarstjórnarlögum færir löggjafarvaldið hluta af valdi sínu niður til ibúa sveitarfélaganna. Með þessu valdaframsali er löggjafarvaldið að færa hluta af valdi sínu aftur til eigin umbjóðenda innan sveitarfélaganna til að láta þeim eftir að ráða nánar fram úr málum, sem það sjálft ætlar eingöngu að ákveða almennt. Kjarni almennra sveitarstjórnarlaga er fyrst og fremst ákvæði urn formlega meðferð þessa valds, s.s. með hvaða hætti íbúum er gert að kjósa sér stjórn til að starfa í umboði þeirra. Æðstu fyrirmæli sveitarfélaganna koma því beint frá löggjafarvaldinu í formi laga um stjórnarhætti, verkefni og tekjustofna. Sveitarstjórnir eru því óháðar fram- kvæmdavaldinu nema þar sem löggjafarvaldið hefur heimilað afskipti í lögum. Það er hins vegar hafið yfir allan vafa að í 76. gr. stjórnarskrárinnar er fram- kvæmdavaldinu falin umsjón með sveitarfélögunum. Héraösstjórn og valddreifing Héraðsstjórn telst öll opinber starfsemi óskiptra ríkja, sem skipt er niður í svæðisbundin umdæmi. í óskiptu ríki eins og því íslenska er ríkisvaldið eitt og samstofna en í sambandsríkjum er því skipt milli stjórnstiga. Innan fylkja sambandsríkjanna eru oftast héraðsstjórnir og í sumum sambandsríkjum geta þær verið breytilegar frá fylki til fylkis. Eitt megineinkenni héraðsstjórna og þ.m.t. sveitarfélaga er að skipan þeirra má breyta með einföldum lögum en staða fylkjanna er vernduð á svip- aðan máta og ríkisskipunin sjálf. Með héraðsskipuninni eru því völd og verkefni færð með einfaldri lagasetn- ingu frá höfuðstöðvum til útstöðva. Þetta greinir sveit- arfélag sem lýðræðislega kjörið stjórnvald frá fylkjum sambandsríkja, sem hafa stjórnskipun, umdæmi, verk- efni og tekjustofna tryggð með víðtækum hætti í stjórnarskrám. Sveitarfélögin eru hluti af héraðsstjórn ríkisins en njóta engu að síður víðtækrar sérstöðu í meðferð mála sinna umfram önnur héraðsumdæmi. Sérstaða sveitar- félaganna umfram önnur héraðsumdæmi byggist á þvf að þjóðþingið (löggjafarvaldið) vísar valdi og verkefn- um til nánari úrlausnar til sveitarfélaga, sem er stjórn- skipulegt samfélag fbúanna. í samræmi við sveitar- stjórnarlög er þeim síðan skylt að kjósa sér sitt eigið stjórnvald, sveitarstjórnir, í þeim tilgangi að túlka vilja sinn. Sveitarstjórn ber því tvíhliða ábyrgð - annars vegar gagnvart ríkisvaldinu varðandi stjórnskipulegar skyldur og hins vegar gagnvart sveitarfélaginu sjálfu hvað snertir meðferð þess sjálfræðis og stefnulega svigrúms sem því er veitt með lögum. Við hlið sveitarstjórnarumdæma eru fjölmörg um- dæmi setin embættismönnum framkvæmdavaldsins, sem lúta beinni yfirstjórn þess. Umboðsstjórnsýslu ríkisins í héruðum má því skipta í tvo aðalflokka: a. umdæmi framkvæmdavaldsins, sem lúta beinni yfirstjórn hins miðskipaða framkvæmdavalds með ein- um eða öðrum hætti. b. umdæmi sveitarfélaga, sem er lýðræðislegur ákvörðunarvettvangur allra íbúa og nýtur allvíðtækrar sjálfstjórnar og svigrúms til staðbundinnar stefnumót- unar. Ríkisvaldið (löggjafarvaldið) getur því farið tvær leiðir til valddreifingar innan héraðsstjórnarkerfisins. I fyrsta lagi getur löggjafarvaldið vísað málum yfir til framkvæmdavaldsins og þaðan út til staðbundinna embættismanna og stjórnvalds í héraðsumdæmum, sem lúta yfirleitt beinni yfirstjórn höfuðstöðva. í öðru lagi getur löggjafarvaldið vísað málum aftur til umbjóðenda sinna, þ.e. almennings í umdæmum sveita, til lýðræðislegrar meðferðar með boðum um að þeir skuli kjósa sér sveitarstjórn. í báðum tilvikum er um valddreifingu að ræða til héráðssfjornar en fyrra tilvikið mætti kalladreifstýringu (deconcentration), þ.e. þegar valdi og verkefnum er dreift eftir umdæmum framkvæmdavaldsins, en síðara tilvikið mætti kalla stjórndreifingu (devolution), þ.e. þegar völdum og verkefnum er vísað með lögum til staðbundinna lýðræðislegra samfélaga. Héraðsstjórnin er því í meginatriðum tvískipt heild og mikilvægt er að varðveita eiginleika hvorrar uin sig, því að þeim er ætlað að bæta hvor aðra upp og skapa sterka heild. Með vel skipulagðri héraðsstjórn getur ríkisvaldið bæði tryggt framkvæmd þjóðarmarkmiða samkvæmt þröngri forskrift miðskipaðra höfuðstöðva í þar til gerðum umdæmum framkvæmdavaldsins í héraði en jafnframt veitt rýmra svigrúm til staðbundinnar stefnu- mörkunar innan umdæma sveitarfélaganna. Þar skilur 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.