Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Qupperneq 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Nýr félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar Lára Bjöms- dóttir félagsráð- gjafi hefur verið ráðin félagsmála- stjóri Reykjavík- urborgar frá 1. maí en Sveinn Ragn- arsson lætur af störfum vegna aldurs. Hann hefur verið félagsmálastjóri í Reykjavík frá árinu 1963, eða í rúmlega þrjátíu ár, og hafði á sl. ári starfað hjá borginni í fjörutíu ár eða frá því að hann lauk lagaprófi árið 1953. Lára er fædd 25. október 1943 á Stöðvarfirði, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri (MA) árið 1963 og stundaði nám í dönsku, ensku og forspjallsvísindum við Há- skóla íslands árin 1963-1964 og er cand. phil. þaðan 1964. Lára stund- aði nám í félagsráðgjöf við Dan- marks sociale höjskole í Kaup- mannahöfn 1965-1968 og tók lokapróf þaðan 1968. Hún stundaði nám í félagsráðgjöf (social and community work) við háskólann í Bradford í Englandi 1985-1986 og lauk MA-prófi þaðan 1986. Lára var félagsráðgjafi í Kaup- mannahöfn 1968-1969 og félagsráð- gjafi, deildarfulltrúi og yfirmaður fjölskyldudeildar hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar 1969- 1974. Lára var félagsráðgjafi barna- geðdeildar Landspítalans 1975- 1977, yfirfélagsráðgjafi á Kópa- vogshæli 1981-1985 og hjá Styrktar- félagi vangefinna í Reykjavík 1986- 1988. Hún var framkvæmdastjóri Svæðisstjómar málefna fatlaðra í Reykjavík 1988-1989 og hefur verið BYGGÐARMERKI framkvæmdastjóri Þroskahjálpar frá 1990. Lára var stundakennari í fé- lagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla íslands 1984-1992 og stundakennari við guðfræðideild HI 1972-84. Lára var í stjóm Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa um árabil og formaður þess 1990-1992, var for- maður Nemendasambands MA 1987-1989. Hún var í nefnd til að semja reglugerð um Kópavogshæli 1984-1985 og hefur á vegum félags- málaráðherra setið í nefndum til þess að semja reglugerðir samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra. Lára situr í landsnefnd og framkvæmdanefnd Árs fjölskyldunnar. Eiginmaður Láru er Ingólfur Hjartarson hæstaréttarlögmaður. Þau eiga þrjú börn. Torfalækjarhreppur tekur upp byggðarmerki Hreppsnefnd Torfalækjarhrepps hefur tekið upp byggðarmerki fyrir hreppinn. í samþykkt hreppsnefndarinnar um merkið segir m.a. svo: „Byggðarmerki Torfalækjar- hrepps skal vera skjöldur í hvítri og svartri umgjörð með fjórum inn- byggðum litum. Blái liturinn er litur himins, fjarlægðar og vatns. Grænn litur táknar samfellda gróðurtorfu sveitarinnar, sem vísar til Kolkumýra sem nefndar voru eftir landnáms- manninum Þorbirni kolku. I merkinu eru þrjú tákn, sem tengjast sveitinni, Reykjanibba sýnd með hvítri línu, Gullsteinn í svörtum lit og stökkvandi lax í hvítum lit. Við Gullstein tók Konráð bóndi á Stóru- Giljá fyrstur Islendinga kristna trú af syni sínum Þorvaldi víðförla og Friðriki biskupi af Saxlandi árið 981.“ í 4. gr. samþykktarinnar segir: „Svart-hvíta útgáfu merkisins má einungis nota við bóka- og blaða- prentun og er hún heimil án sérstaks leyfis. I svart-hvítri útgáfu er blár flötur táknaður með láréttum línum en grænn litur með lóðréttum línum. (Línumar falla þó burt í minnstu gerð.) Við útgáfu minjagripa og myntsláttu er heimilt að falla frá lit- artáknum merkisins og útlínum skjaldarins.“ Höfundur merkisins er Guðráður B. Jóhannsson á Beinakeldu í Torfa- lækjarhreppi en oddvitinn, Erlendur G. Eysteinsson á Stóru-Giljá, hafði frumkvæði að gerð þess. Að sögn Erlends samþykkti hreppsnefndin merkið á sl. ári en beið með að kynna það uns séð varð hvort af sameiningu hreppa í Austur-Húnavatnssýslu yrði á árinu. 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.