Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 24
STJÓRNSÝSLA A B staðbundna samhæfingu, þótt fleira kænti einnig til. Hlutverk sveitarfélaga innan héraós- stjórnar ríkisins Við almenna verkefnatilfærslu frá framkvæmdavaldi ríkisins þarf að líta á héraðsstjórnsýsluna sem heild og marka samhliða stefnu um uppbyggingu og hlutverk hennar til langs tíma. Einhliða athygli á sveitarstjórn- arkerfinu sem valddreifingartæki byggist að nokkru leyti á misskilningi á eðli þess. Jafnframt eru mögu- leikar umdæmiskerfa framkvæmdavaldsins í héruðunt vannýttir vegna þess hve illa þau eru skipulögð. Hvaða forsendur eru t.d lagðar til grundvallar við skiptingu valds og verkefna milli umdæma fram- kvæmdavaldsins og sveitarfélaganna hér á Iandi? Liggur rökrétt hugsun að baki eða er hverju sinni verið að finna sveitarstjórnunum einhver verkefni í nafni valddreifingar, hagræðingar eða atvinnuaukningar á landsbyggðinni, sem mætti jafnvel í enn ríkari mæli færa frá miðskipuðum höfuðstöðvum framkvæmda- valdsins í dreifskipuð umdæmi þess í héraði? Þótt verkefni yrðu í stórauknum mæli Outt frá höfuðstöðv- um framkvæmdavaldsins til útstöðva sinna í héraði breytti það engu um þau markmið að jafnframt rnegi stórauka verkefni sveitarstjórnarkerfisins. Það er ekki eingöngu búskapur sveitarfélaganna, sem er hlutfalls- lega minni hér á landi en í flestum samanburðarlöndunt okkar, heldur einnig umfang og hlutverk héraðsstjórn- unar í heild. Flutningur miðskipaðra stjórnarstofnana hingað og þangað um landið eflir ekki héraðsstjórn- sýsluna sem slíka og skapar aðeins dreift miðstýrt kerfi (!) flestum til óhagræðis og aukins kostnaðar, eins og málum er nú háttað. Vel skipulögð héraðsstjórn gæti t.d. gegnt mun þýð- ingarmeira hlutverki í framkvæmd alhliða „byggðastefnu" ríkisvaldsins, ef hún þá þekkist, líti hún dagsins Ijós. Gæti endur- skipulögð héraðsstjórn- sýsla borið meiri þunga af staðbundinni atvinnuupp- byggingu og samræm- ingu opinberra aðgerða innan byggða og lands- hluta og létt þar með á miðskipuðu stjórnvaldi? Hvernig á að skipuleggja héraðsstjórnina í þeim tilgangi og hvaða hlut- verki ætd umdæmiskerfi sveitarfélaganna og um- dæmiskerfi fram- kvæmdavaldsins að gegna hvort um sig? A að draga úr sjálfræði sveit- arstjórnarkerfisins til að gera það rneira gildandi á þessu sviði og nota það fyrst og fremst sem stjórntæki ríkisins til að jafna þjónustu milli byggðarlaga í landinu eða á að auka sjálfræði hvers sveitarfélags og leyfa aðstöðumun að koma fram, t.d. innan grunnskólans og heilbrigðiskerfis? Á að líða sveitarfélögum að þjóna innri hagsmunum sínum hverju um sig á kostnað þjóðarhagsntuna, t.d. nteð því að auka útgjöld sín með auknum álögum eða skuld- setningu, samtímis því að yfirlýst efnahagsstefna ríkis- valdsins kynni að vera að draga úr opinberum umsvif- uin. eða skal þeim gert að halda sig innan þess ramma sem æðri stjórnstig setja um staðbundna útfærslu þjóð- armarkmiða? Ef sveitarfélögin hvert um sig eiga að vera óbundin af markmiðum ríkisstjórna hverju sinni veikti það ríkisvaldið mjög sem stjórntæki og reyndar sveitarstjórnarkerfið einnig, þar sem búast má við breytilegum ákvörðunum sveitarfélaganna innan þess. Ef sveitarstjórnarkerfið á hins vegar að lúta ýtrustu ákvörðunum ríkisstjórna um innri málefni sín þá er sjálfræði þeirra verulega skert. Hvaða megináherslur á að leggja til grundvallar við uppbyggingu íslenska sveitarstjórnarkerfisins? Er tilgangur þess fyrst og fremst að: a) efla sjálfræði sveitarfélaganna til að fara eigin leið- ir? b) efla sveitarstjórnarkerfið til að jafna aðstöðumun? c) efla sveitarstjórnarkerfið til að auka rekstrarlega hagkvæmni? d) efla lýðræðislega þátttöku í ákvarðanatöku? Við nánari útfærslu hafa markmið þessi reynst of margbreytileg, innbyrðis illsamræmanleg innan sama sveitarstjórnarkerfis og útilokað hvert annað tíma- bundið eða varanlega. Ef mikil áhersla er lögð á sjálfræði innan sveitar- stjórnarkerfisins eiga sveitarfélögin að geta farið eigin leiðir hvert fyrir sig og tekið ákvarðanir um mismun- 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.