Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 27
STJÓRNSÝSLA
sem hafa ekki síður „staðbundna þekkingu" en starfs-
fólk sveitarfélaga. Má þar nefna kennara, lögreglu-
menn, sýslumenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, presta,
starfsfólk Pósts og síma, Rafmagnsveitna ríkisins og
marga fleiri.
„Þetta reddast!“
Á síðustu árum hafa staðið yfir umfangsmiklar
breytingar á málefnum sem varða héraðsstjórnina sér-
staklega. Málefni hafa verið endurskoðuð málaflokk
fyrir málaflokk án þess að nokkur heildarstefna hafi
verið mörkuð um hvernig þróa skuli héraðsstjórnina
almennt, hvaða grunnreglur skuli hafðar til hliðsjónar
við endurskipulagningu stjómvalds í héruðum, mótun
umdæma, verkaskiptingu milli miðskipaðs stjórnvalds
og starfsstöðva og staðbundið samstarf þeirra. Alltaf er
verið að leysa einhvern afmarkaðan vanda, og oft ræður
tilviljun ein hvort ráðstafanir ganga í berhögg við önnur
opinber markmið. Vanhugsaðar breytingar eru æ tíðari
og engu er líkara en lög og reglugerðir á þessu sviði séu
almennt sett í tilraunaskyni. Nýlega voru t.d. settar fram
öðru sinni hugmyndir um flutning nokkurra ríkisstofn-
ana hingað og þangað um landið, sameiningu sýslu-
mannsembætta og síðast en ekki síst tillögur um sam-
einingu sveitarfélaga án nokkurra skírskotunar til
heildarstefnu um mótun héraðsstjórnarinnar, sem sár-
lega vantar.
Heildarendurskoðun opinberrar stjórnsýslu er flókið
verk og umfangsmikið en þeim mun mikilvægara, þar
sem miklir fjármunir brenna á báli lélegrar skipulagn-
ingar og verkaskiptingar sem leiðir til tvíverknaðar,
ósamhæfðra stjórneininga og ómarkvissra starfshátta.
Tíðar og ómarkvissar breytingar skapa upplausn í
stjórnkerfi og það er því mikilvægt að allar breytingar
á stjórnskipun og stjórnsýslu séu í góðu samræmi við
heildarþróun kerfisins. Ef grunnþáttum stjórnkerfis er
breytt í ljósi hentiákvarðana hvers tíma þá verða meg-
ineinkenni þess smám saman óskýr og kerfið allt sund-
urlaust og máttlítið. Ráðuneyti, ríkisstofnanir og hér-
aðsstjórnin eru í heild sinni eitt sh'kt kerfi og það á að
gera auknar kröfur og skapa nauðsynleg skilyrði til þess
að það skili árangri með fullum afköstum fyrir sem
minnstan tilkostnað. Því miður hefur það viljað brenna
við að þessi markmið hafi farið fyrir lítið, því að þegar
heildarsýn vantar týnist skógurinn í trjánum. Það er því
brýn nauðsyn að endurskoða grunnreglur í starfsskipu-
lagi hins opinbera og laga starfshætti þess að 20. öldinni
áður en hún verður öll.
„Sveitarstj ómarmaðurinn,
umheimurinn og lýðræðið“
Um þessar mundir stendur yfir
mjög umfangsmikil könnun á við-
horfum íslenskra sveitarstjórnar-
manna til ýmissa mála og málefna
er varða sveitarfélögin, þar á meðal
til sameiningar sveitarfélaga.
Könnunina gerir Grétar Þór Ey-
þórsson stjórnmálafræðingur, sem
starfar við rannsóknir á opinberri
stjórnsýslu við Háskólann í Gauta-
borg í Svíþjóð. Hún er liður í fjöl-
þjóðlegu samstarfsverkefni vís-
indamanna um allan heim og
framkvæmd í tæplega 20 löndum
undir alþjóðlega heitinu New
Democracy and Local Governance
og fengið íslenska heitið Sveitar-
stjórnarmaðurinn, umheimurinn og
lýðræðið. Könnunin fer fram með
þeim hætti að 658 sveitarstjórnar-
menn í 74 sveitarfélögum af öllum
stærðum og gerðum fá sendan lista
með spurningum, sem þeir svara og
senda síðan til baka, svonefnd
póstkönnun.
Tekist hefur að kosta fram-
kvæmd verkefnisins, sem er nokk-
uð kostnaðarsamt, úr norrænum
sjóðum, en ætlunin er að hvað Is-
land varðar verði áherslan fyrst og
fremst lögð á norrænan saman-
burð.
Ekki er að efa að niðurstöður,
ekki síst hvað varðar sameiningar-
málin, verða fróðlegar í ljósi þeirrar
þróunar sem nú er að verða í sam-
einingu sveitarfélaga. Einnig eru
könnuð viðhorf til einkavæðingar
og samstarfs ríkis og sveitarfélaga.
Heimtur svara hafa verið nokkuð
góðar, en góð svörun er frumskil-
yrði þess að niðurstöður verði
marktækar. Að sögn Grétars er Ijóst
að listinn er nokkuð langur, sem
kann eitthvað að draga úr fólki að
svara, auk þess sem vitað er að
stjórnmálabarátta hefur víða fækk-
að þeim stundum sem aflögu eru til
að setjast niður og svara. Engu að
síður vildi Grétar koma á framfæri
þökkum til þeirra fjölmörgu sem
svarað hafa og kvaðst vonast til að
allir sæju sér fært að taka þátt í
þessari könnun. Gert er ráð fyrir að
ljúka söfnun upplýsinganna mjög
fljótlega.
Vonir standa til að skýrt verði frá
helstu niðurstöðum könnunarinnar
hér í tímaritinu á komandi hausti.
89