Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 50
UMHVERFISMAL a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með skilyrðum, eða b) að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum. Úrskurðurinn er kynntur framkvæmdaraðila, leyfis- veitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli og jafnframt birtur opinberlega. Sé úrskurðað að ráðist skuli í frekara mat eru í úrskurðinum taldir upp þeir þættir sern kanna þarf frekar. Frekara mat á umhverfisáhrifum Frekara mat á umhverfisáhrifum er unnið af fram- kvæmdaraðila og eru þá kannaðir þeir þættir er skipu- lagsstjóri tiltók í úrskurði sínunt. Að mati loknu skilar framkvæmdaraðili skipulagsstjóra ríkisins skýrslu með niðurstöðum sínum og hefst þá önnur athugun. Önnur athugun Við aðra athugun (2. mynd) er metið hvort fram- kvæmdaraðili hefur kannað nægilega vel þá þætti sem honum bar samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra eftir frumathugun. Á sama hátt og við frumathugun eru nið- urstöður matsins auglýstar og er fimm vikna frestur til athugasemda en umsagnaraðilar fá þriggja vikna frest. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri birti niður- stöður matsins kveður hann upp rökstuddan úrskurð um hvort: a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með skilyrðum; b) krafist er frekari könnunar einstakra þátta eða c) lagst er gegn viðkomandi framkvæmd. 2. myrtd Önnur athugun hjá skipulagsstjóra Þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann kynntur á sama hátt og við frumathugun. Jafnframt skal birta úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega. Úr- skurð skipulagsstjóra, eftir frumathugun eða aðra at- hugun, geta málsaðilar kært til umhverfisráðherra. Hlutverk sveitarstjórna Sveitarstjómir koma að framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum á ýmsum stigum. Sem framkvœmdaraðili: Sveitarstjórn kann að vera framkvæmdaraðili sem ber að tilkynna um matsskylda framkvæmd til skipulagsstjóra rfkisins. Sem tilkynningaraðili: Samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994, um mat á umhverfisáhrifum, ber fram- kvæmdaraðila og/eða viðkomandi leyfisveitanda að tilkynna framkvæmd til umhverfisráðherra telji þeir að hún hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Hér koma sveitar- stjórnir til með að vera í lykilstöðu. Sem umsagnaraðili: Eins og fyrr var lýst er um- hverfisráðherra heimilt, að fenginni umsögn hlutaðeig- andi sveitarstjórna, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæntdir verði háðar mati samkvæmt lögun- um. Þegar framkvæmd hefur verið tilkynnt skipu- lagsstjóra ríkisins er hún auglýst opinberlega en auk þess er leitað umsagnar lögboðinna umsagnaraðila og hlutaðeigandi sveitarstjórna. Sem leyfisveitandi og eftirlitsaðili: Sveitarstjórn er í nær öllum tilvikum sá aðili sem veitir framkvæmdaleyfi og samkvæmt 13. gr. laganna ber í leyfi til fram- kvæmdar að taka fullt tillit til niðurstaðna mats á um- hverfisáhrifum og úrskurðar skipulagsstjóra rfkisins. Ekki er gert ráð fyrir því í lögunum að skipulagsstjóri hafi sérstakt eftirlit með því að framkvæmdaraðili fari eftir skilmálum framkvæmdaleyfis heldur er talið eðli- legt að leyfisveitandi sjái um það. Þá ber að undirstrika að framkvæmdaraðila ber eftir sem áður að sækja um tilskilin leyfi, s.s. byggingarleyfi og starfsleyfi til við- komandi leyfisveitenda. Eftirlit með framkvæmd er því samkvæmt skipu- lags- og byggingarlögum auk annars lögbundins eftir- lits. Frekari upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum Frekari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum er m.a. að finna í eftirtöldum heimildum: 1. Lögum nr. 63/1993, um mcu á umhverfisáhrifum. 2. Reglugerð nr. 179/1994, um mal á umhverfisáhrifum. 3. Leiðsögureglum um mat á umhverfisáhrifum, sem vœntanlegar eru í maí. 4. Fortlage, C.A. (1990), Environmental Assessment. A Practical Guide. Gower. 5. Wathern, P.(1992), Environmental Impact Assessment. Theory and Practice. Routledge. 6. Petts, J. and Eduljee, G. (1994), Environmental lmpact Assess- ment for Waste Treatment and Disposal Facilities.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.