Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 43
ATVINNUMAL haldið var í nóvember 1988 en þar var samþykkt ályktun um að sett skyldi rammalöggjöf um starfs- menntun í atvinnulífinu sem allra fyrst í nánu samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna. Þar yrði m.a. kveðið á um yfirumsjón félagsmálaráðuneyt- isins með starfsmenntun í landinu í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, atvinnurekendur, fræðslustofnanir og ráðuneyti. í yfirlýsingu. sem for- sætisráðherra gaf 30. apríl 1989, er gefið loforð um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu starfsmenntunar og stefnt verði að því að komið verði á samræmdu starfsmenntakerfi á vegum félags- málaráðuneytisins. Þetta gekk eftir og skipaði félagsmálaráðherra 16. ágúst 1989 nefnd fimm manna til að semja rammalöggjöf um starfs- menntun í atvinnulífinu. Jafnframt var skipaður ráðgjafarhópur fulltrúa 10 félagasamtaka og stofnana sem skyldi vinna með nefndinni. Hin fjölmörgu erindi sem flutt voru á ráðstefnu félagsmálaráðu- neytisins, sem áður er getið, og und- irbúningsvinna starfshópa á vegum ráðuneytisins auðvelduðu frum- varpssmíðina. Hægt var að ganga rösklega til verks og í ársbyrjun 1990 voru tilbúin frumvarpsdrög. Skiptar skoðanir voru um einstök atriði og ekki náðist samstaða fyrr en í apríl þegar frumvarpið var lagt fyrir Al- þingi. Ekki tókst að afgreiða frum- varpið vegna skyndilegrar andstöðu aðila sem áttu sæti í starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar. I henni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunasam- taka í sjávarútvegi. Mjög gott sam- starf hafði tekist á milli nefndarinnar og sjávarútvegsráðherra. Með at- beina ráðherra tókst að afla nefndinni umtalsverðra fjármuna sem gerðu kleift að gera byltingu í fræðslumál- um starfsfólks í fiskvinnslu. Starfs- fræðslunefndin taldi sínum málum vel borgið í sjávarútvegsráðuneytinu og óttaðist skertan hlut yrði hún sett undir félagsmálaráðuneytið. 1 því skyni að eyða tortryggni og ná sam- / Övertorneá í Noröur-Svíþjóö er starfrækt öflug starfsmenntamiöstöö. stöðu var stofnað til fjölmargra funda með starfsfræðslunefndinni. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan kemur fram í 4. gr. laganna en þar er tekið fram að starfsfræðsla í fiskvinnslu heyri undir sjávarútvegsráðherra. Þetta tafði samþykkt Alþingis á lagafrumvarpinu um tvö ár. Helstu ákvæöi laganna Alþingi samþykkti frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulíf- inu 15. maí 1992. í lögunum eru 17 greinar í fimm köflum. Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina Markmið og gildis- svið. í honum er að finna ákvæði um markmið starfsmenntunar í atvinnu- lífinu. I 1. gr. er það m.a. skilgreint þannig að lögin eigi að stuðla að aukinni framleiðni, greiða fyrir tækninýjungum og framþróun í ís- lensku atvinnulífi. Einnig að greiða fyrir verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna til að mæta nýjum kröf- um og breyttum aðstæðum. I grein- inni segir enn fremur að tilgangur laganna sé að mæta þörfum starfs- hópa, sem missa vinnu vegna breyt- inga í atvinnuháttum, fyrir endur- menntun og þjálfun til annarra starfa eftir ástæðum á hverjum tíma. Nokkuð hefur reynt á þetta ákvæði síðustu missirin. Félagasamtök og stofnanir sveitarfélaga hafa sótt um 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.