Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 26
STJÓRNSÝSLA
því á einum tíma verið svo miklar að flytja þurfi
vinnuafl á svæðið en á öðrum tíma svo litlar að erfitt er
unt vinnu. Vald sveitarfélaganna til að samræma að-
gerðir þeirra er ekkert. Lítill skilningur framkvæmda-
valdsins á eðli sveitarstjórna og stjórnsýslu þeirra sem
lárétts stjórnvalds birtist í mörgum fleiri myndum.
Hvaö er aö?
Forsenda valddreifingar, sem á að leiða til meiri
hagkvæmni og árangurs, er gott heildarskipulag. Oreiða
í miðstýrðu stjórnkerfi margfaldast við valddreifingu til
héraða, því að hún snýst þá síðar upp í andhverfu sína,
miðstýringu. Valddreifing er því sérstaklega vandmeð-
farin. Gott heildarskipulag verður ekki til nema með
kerfisbundinni uppbyggingu héraðsstjórnsýslunnar,
þ.e. sveitarstjórnarkerfisins og umdæma framkvæmda-
valdsins. Engin viðleitni er hins vegar til að móta hér-
aðsstjórnina sem heild og skapa skilyrði fyrir víðtæku
samstarfi milli staðbundinna stjórnvalda innan héraða
(þ.m.t. sveitarfélaga) þvert á hefðbundin valdmörk
ráðuneyta og ríkisstofnana og stuðla þannig að stað-
bundinni samræmingu opinberra mála. Augljóst er að
ef umdæmiskerfi sveitarfélaga og framkvæmdavalds
ríkis féllu hvort í annað myndi það einfalda öll rekstr-
arleg samskipti milli stjórnstiga og skapa meira svig-
rúm til stefnumótunar og samhæfingar opinberra
ákvarðana. Enn minni gaumur hefur verið gefinn að því
hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórn-
sýslu ríkisins í heild, þannig að almennustu markmið
ríkisins séu rnótuð og samhæfð á æðri stjórnstigum og
útfærð stig af stigi innan héraðsstjórnsýslunnar í sam-
ræmi við rökrétta verkaskiptingu milli umdæma fram-
kvæmdavaldsins og umdæma sveitarstjórna, sem
fengju þá þau verkefni, þar sem veita á svigrúm til
staðbundinnar aðlögunar með lýðræðislegri þátttöku
íbúanna. Þetta er alvarlegt vandamál sem stendur vexti
og viðgangi sveitarstjórnarkerfisins alvarlega fyrir
þrifum ekkert síður en smæð margra sveitarfélaga.
Meginvandi sveitarstjórnarkerfisins á því upptök sín í
ríkisstjórnsýslunni sjálfri. Frá sjónarhóli ríkisstofnana
blasir við óárennilegt kerfi tæplega 200 sveitarfélaga en
frá sjónarhóli sveitarfélaganna blasir við jafn ófrýnilegt
kerfi ríkisstofnana, sem erfitt er að fá til innbyrðis
samstarfs þeirra í milli um málefni sín. En það er margt
fleira en fjöldinn og smæð sveitarfélaganna sem gerir
kerfið óárennilegt. Sum eru þéttbýl en önnur blönduð
eða dreifbýl, sum eru miðlæg, önnur afskekkt, sum hafa
fjölbreytilega atvinnusamsetningu en önnur einhæft at-
vinnulíf. Breytileikinn er svo mikill að óhugsandi er að
meðhöndla þau öll sem eitt og því nær ómögulegt að
setja almennar og einfaldar grunnreglur um starfshætti,
samskipti og meðferð mála. Innri breytileika kerfisins
þarf alltaf að hafa í huga til að gera öllum jafnhátt undir
höfði og það lætur nærri að í sumum samskiptamálum
þurfi að taka á máli hvers sveitarfélags fyrir sig. Eitt
meginmarkmið flestra þjóða, sem breytt hafa sveitar-
stjórnarkerfum sínum, hefur verið að eyða markvisst
þessum mismun. Sveitarstjórnarkerfi. þar sem einingar
þess eru sambærilegar að getu og innri gerð, einfaldar
og bætir samskipti sveitarfélaganna í heild við mið-
stýrða ríkisstjórnsýslu, sem þrífst best þar sem stöðlun
verður viðkomið og dregur úr þörf fyrir alls konar
peningalegar tilfærslur til jöfnunar. Þessum markmið-
um verður helst náð með tiltölulega stórum sveitarfé-
lögum sem eru sem líkust í flestu tilliti. En svo má að
sameiningu standa að sveitarfélögum fækki án þess að
sveitarstjórnarkerfið verði einfaldað og það standi eftir
sem áður jafn breytilegt að innri gerð og allt tilfærslu-
kerfið og reglugerðafarganið verði áfrarn við lýði.
Sameining sveitarfélaga gæti gefið okkur kærkomið
tækifæri að taka á þessum vanda.
Þaö er hægara að breyta en bæta
Það er hverju orði sannara að breyta má sveitar-
stjórnarkerfinu í grundvallaratriðum öllum til hagsbóta.
Sveitarstjórnarkerfið er hins vegar svo samofið annarri
opinberri stjórnsýslu í landinu að því verður ekki breytt
með markvissum hætti til árangurs nema í tengslum við
umfangsmikla endurskoðun opinberrar stjórnsýslu í
heild. Framtíð sveitarstjórnarkerfisins verður ekki skil-
in frá framtíðarhugmyndum um hlutverk héraðsstjórn-
sýslunnar og héraðsstjórnsýslan er óaðskiljanlegur hluti
opinberrar stjórnsýslu í heild. Eitt er að vita hvað er að
og annað að vita hvernig eigi að laga það. Þar hafa
ntargir verið kallaðir. Arangurinn er að stjórnkerfið sem
heild er orðið að afskræmi og hefur gert marga starfs-
menn sína metnaðarlausa. Hinir sem vinna verkin
drukkna fljótt í pappír og verkefnum og fá skömm í
hattinn, því að opinberir starfsmenn eru eins og aðrir
dæmdir af óloknum verkum. Stjórnkerfi, sem er byggt
upp á óljósum og flóknum forsendum, verður afkasta-
lítið og dýrt í rekstri en dvínandi afköstum þess er mætt
með fleiri og fleiri reglum og útþenslu ef efni standa til
en blóðugunt niðurskurði í þjónustu ef hart er í ári.
Frumskógur stjórnsýslunnar hefur leitt til þess að öll
miðstýring er almennt talin slæm í landinu og jafnvel
fjandsamleg almannahagsmunum en valddreifing af
hinu góða og allra meina bót. A mörgum sveitarstjórn-
armanninum má skilja að hin „visna hönd“ ríkisins
haldi þróttmiklu starfi sveitarfélaganna í heljargreipum
og með minnkandi ríkisafskiptum og þeirra sem þar
ráða ríkjum leysist bælt framtak (og fjármunir!)
heimamanna úr læðingi. Staðhæfingar sveitarstjórnar-
manna um eigið ágæti vekja hins vegar upp spurningar
um hvers vegna kjósendum ætti að takast svo miklu
betur að velja sér fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum en
í alþingiskosningum. Ekki er það „staðbundin þekking"
starfsmanna „ríkis“ og sveitarfélaga, sem ætti að skipta
sköpum í þessum efnum, þar sem embættismenn og
starfsmenn ríkisins í héruðum eru iðulega heimamenn,
88