Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISMÁL
lækna og er aðstaða HBL við Bláa
lónið nýtt í þessu skyni. Reyndir
hjúkrunarfræðingar sjá um
ljósameðferð í samræmi við fyrir-
mæli sérfræðinganna. Njóta rúmlega
20 sjúklingar þessarar þjónustu. Hafa
sjúklingamir látið mjög vel af ár-
angri vegna Bláa lónsmeðferðarinn-
ar, m.a. hafa sjúklingar, sem mjög
illa hefur gengið að meðhöndla,
fengið meiri bata en þeir hafa kynnst
áður.
Hafa skal í huga að á meðan
psoriasissjúklingar geta haldið niðri
einkennum sjúkdóms síns með nátt-
úrulegri meðferð við Bláa lónið geta
þeir oft minnkað eða hœtt notkun
mjög dýrra lyfja.
Þjónustan við Bláa lónið nú hefur
verið sjúklingum að kostnaðarlausu
og hefur HBL staðið straum af
kostnaði vegna þessa. Þetta mun
breytast í tengslum við væntanlega
samninga við Tryggingastofnun.
Kynningarátak erlendis
í framhaldi af rannsóknum Bláa
lónsnefndarinnar, starfsleyfi heil-
brigðisráðuneytis og væntanlegri
kostnaðarþátttöku TR er HBL að
undirbúa markaðsátak til að kynna
kosti meðferðarþjónustu við Bláa
lónið fyrir erlendum psoriasissjúkl-
ingum. Mun félagið einbeita sér að
þýskumælandi löndum meginlands
Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, og
Norðurlöndum.
Þýskir sjúkrasjóðir og dönsk heil-
brigðisyfirvöld hafa stutt psoriasis-
sjúklinga í þessum löndum til með-
ferðar við Dauðahafið í ísrael en
HBL hefur í undirbúningsstarfi sínu
tekið nokkurt mið af eftirspum og
uppbyggingu lækningaferða þangað.
HBL hefur átt mjög gott samstarf
við SPOEX í þessu skyni og mun í
samvinnu við samtökin standa fyrir
kynningu á Bláa lóninu sem með-
ferðarvalkosti við psoriasis á vett-
vangi alþjóðlegra psoriasissamtaka.
Bláa lónsnefnd heilbrigðisráðuneytis
Aðstöðu fyrir fjöl-
þætta þjónustu-
starfsemi Heilsu-
félagsins viö Bláa
lóniö er ætlaö aö
risa vestan undir
fjallinu Þorbimi. Á
miöri mynd er
orkuver Hitaveitu
Suöurnesja og
Bláa lóniö. Ljósm.
Ímynd/Guömund-
ur Ingólfsson.
mun sennilega einnig styðja kynn-
ingarstarf félagsins.
Kynningarátakið mun annars veg-
ar beinast að því að vekja áhuga og fá
psoriasissjúklinga frá þessum lönd-
um til að koma til Islands til með-
ferðar og hins vegar að því að kynna
sjúkrasjóðum og heilbrigðisyfirvöld-
um kosti „íslensku meðferðarinnar"
við psoriasis og fá þessa aðila til að
taka lækningaferðir til Islands í þessu
skyni inn í sitt styrkjakerfi.
Með starfsleyfi íslenskra heil-
brigðisyftrvalda, kostnaðarþátttöku
tryggingakerfisins vegna íslenskra
sjúklinga og samstarf við SPOEX í
höndum hefur HBL öflug tceki til
markaðssetningar erlendis.
Möguleikar til arðbærrar gjaldeyr-
issköpunar eru miklir í þessu verk-
efni. Má nefna að meðaldvöl þýsks
psoriasissjúklings við Dauðahafið í
ísrael er 25,6 dagar. Meðalkostnaður
vegna slíkrar ferðar er 5000 DM sem
eru að 95% greidd af þýskum
76