Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 31
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Snæfjalla-
hreppur sam-
einaður
Isíjarðarkaup-
stað
Félagsmálaráðuneytið hefur hinn
6. maí sameinað Snæfjallahrepp í
Norður-ísafjarðarsýslu Isfjarðar-
kaupstað. Ráðuneytið gerir það sam-
kvæmt 5. grein sveitarstjórnarlaga,
þar sem segir að það skuli eiga
frumkvæði að því að sameina þá
hreppa sem hafa í þrjú ár samfellt
haft lægri íbúafjölda en 50.
Snæfjallahreppur hafði hinn 1.
desember 14 íbúa og hefur í þrjá
áratugi haft færri en 50 fbúa. Hrepp-
urinn er nú fámennasti hreppur
landsins.
Hreppurinn var sameinaður Isa-
fjarðarkaupstað samkvæmt tillögu
nefndar sem félagsmálaráðuneytið
skipaði samkvæmt 107. grein sveit-
arstjórnarlaga. Slík nefnd skal skipuð
tveimur fulltrúum samkvæmt til-
nefningu hreppsnefndar hlutaðeig-
andi hrepps, tveimur samkvæmt til-
nefningu viðkomandi héraðsnefndar
og formanni sem ráðuneytið skipar.
Formaður nefndarinnar var Húnbogi
Þorsteinsson, skrifstofustjóri í ráðu-
neytinu.
Hinn 1. desember 1992 voru íbúar
Isafjarðarbæjar 3.496 og Snæfjalla-
hrepps 14, eins og áður segir. íbúa-
tala kaupstaðarins hefði því hækkað
upp í 3.510 miðað við íbúatölurnar
þá.
Fyrir réttum þremur áratugum,
hinn I. janúar 1964, var Grunnavík-
urhreppur, sem var vestastur hreppa
norðan ísafjarðardjúps, sameinaður
Snæfjallahreppi.
Nauteyrar-
hreppur og
Hólmavíkur-
hreppur
sameinast
Nauteyrarhreppur í Norður-
ísafjarðarsýslu og Hólmavíkur-
hreppur í Strandasýslu kjósa sér
sameiginlega hreppsnefnd hinn 28.
maí og sameinast hinn 11. júní.
í atkvæðagreiðslunni um samein-
ingu sveitarfélaga hinn 20. nóvember
sl. var í Nauteyrarhreppi borin undir
atkvæði tillaga um að allir hreppar á
norðanverðum Vestfjörðum, frá
Arnarfirði inn í botn ísafjarðardjúps,
yrðu eitt sveitarfélag. Tillagan var
felld í Nauteyrarhreppi með miklum
atkvæðamun, eins og í öðrum hrepp-
um við ísafjarðardjúp. í Strandasýslu
voru greidd atkvæði um sameiningu
allra hreppa þeirrar sýslu. Tillagan
var felld í öllum hreppum sýslunnar
nema í Arneshreppi og í Hólmavík-
urhreppi.
Nauteyrarhreppur og Hólmavíkur-
hreppur liggja hvor sínum megin að
Steingrímsfjarðarheiði og eru hvor í
sinni sýslu. Vegarlagning yfir heið-
ina fyrir nokkrum árum gerbreytti
möguleikum á samskiptum milli
íbúanna. í febrúarbyrjun skrifaði
hreppsnefnd Nauteyrarhrepps
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps og
óskaði eftir viðræðum um hugsan-
93