Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 57
ATVINNUMÁL heimamönnum um atvinnuráð- gjafann og hann er hafður með í ráð- um um þau mál sem snertá atvinnu- þróun á svæðinu. Það, hve fjárhagslegur grunnur starfseminnar er traustur, gerir kleift að beina kröftum að þeim verkefnum sem eru vænlegust fyrir heimabyggðina, óháð því hvaða atvinnugrein um er að ræða. Skýrsla nýsköpunarnefndar iönaóarráóuneytisins I skýrslu nefndarinnar er bent á nauðsyn þess að taka ráðgjafarþjón- ustu á vegum hins opinbera til end- urskoðunar og ég tek heils hugar undir það, sérstaklega m.t.t. atvinnu- ráðgjafar, ferðamálafulltrúa og átaksverkefna. Þessir þættir eiga að vera reknir undir sama merki en hvað ráðunautaþjónustu landbúnaðarins áhrærir verður að athuga að aðal- starfsemi búnaðarfélaganna er skýrt afmörkuð sérfræðiþjónusta og rann- sóknir fyrir einstakar búgreinar (t.d. sauðfjárræktarráðunautar). Þó að nú sé verið að mæta samdrætti í land- búnaði með sérstökum aðgerðum til að auðvelda fólki að hverfa frá hefð- bundnum búskap yfir í aðrar at- vinnugreinar tel ég þetta vera tíma- bundnar aðgerðir og áður en þær aðgerðir verða samræmdar atvinnu- ráðgjöfinni þurfa þær að aðgreinast frekar frá hinu hefðbundna ráðu- nautastarfi. Fyrsta skrefið væri að koma allri opinberri ráðgjafarþjónustu undireitt þak, samanber tillögu Byggðastofn- unar um þróunarsetur landshlutanna. Þetta myndi skapa faglegt umhverfi og flýta fyrir þeirri samræmingu sem nauðsynleg er. Nauðsynlegt er að samræma opin- bera ráðgjafarþjónustu í landshlut- unum. Þó er enn brýnna að endur- skoða aðra hluta hins opinbera stuðningskerfis. Kerfið í heild sinni ber þess sterk merki að þegar einhver vandamál hafa komið upp hafa þau verið leyst afmörkuð án þess að horft sé til heildarmyndarinnar og að mörg ráðuneyti koma að málunum. Ekki má skilja orð mín á þann hátt að þessar lausnir hafi ekki nýst en ár- angurinn hefði samt orðið meiri ef byrjað hefði verið á heildarstefnu- mótun og málin unnin innan ramma hennar. Þetta kemur helst fram í því að fyrstu skref vöruþróunarinnar eru nú frekar auðveldlega fjármögnuð frá mörgum aðilum en bilið frá hug- mynd til framkvæmdar er nær óbrú- að, svokölluð nýsköpunargjá. Eg sakna þess í skýrslu nýsköpun- arnefndar að ekki skuli koma fram hugmyndir um opinbera stefnu um erlenda fjárfestingu á íslandi eða um fjárfestingu fslendinga erlendis, samanber úttekt Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) á vís- inda-, tækni- og nýsköpunarstefnu á íslandi. I starfi mínu hef ég átt nokk- ur samskipti við erlenda aðila sem hafa sýnt fjárfestingu á íslandi áhuga en þegar þeir hafa spurt um opinbera stefnu í þessum málum hefur orðið fátt um svör. Þessir aðilar hafa starf- að við iðnað þar sem orka er stór hluti af breytilegum rekstrarkostnaði og hafa þeir auk orkunnar horft til þess að staðarval á Islandi gefur að- gang að Evrópska efnahagssvæðinu og einnig að hér er hefð fyrir vin- samlegum samskiptum við Austur- Evrópu. Hugmyndir um stofnun frísvæðis er spor í rétta átt en óráðlegt er að afmarka svona svæði með gaddavír og tollahliðum, heldur geta einstök fyrirtæki verið skilgreind sem frí- svæði, samanberTollvörugeymsluna hf. í Reykjavík. Lokaorö í fáum orðum sagt verður endur- skoðun kerfisins að miðast við þarfir notenda þess og að markmiðið með opinberri aðstoð við nýsköpun er að stuðla að sköpun fleiri arðsamra at- vinnutækifæra sem byggja á auð- lindum okkar. Kerfið þarf að vera einfalt og aðgengilegt. Það þarf að taka á öllum þáttum nýsköpunarinn- ar. Stórauka þarf upplýsingaflæði til almennings um þessar stuðningsað- gerðir og móta þarf opinbera stefnu varðandi erlenda fjárfesta. Fyllilega er orðið tímabært að endurskoða allt stoðkerfi hins opin- bera við atvinnulífið. Skýrsla nefnd- arinnar er mjög góður grunnur fyrir áframhaldandi starf stefnumótunar hins opinbera á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu. Búnaður fyrirs Vatnsveitur Hitaveitur Fráveitur Ýmislegt Mebal annars: • Vatnsdælur • Skólpdælur • Riðbreytar • Skólpsíur • Rennslismælar • Stjórnlokar • Hemlar • Þrýstiminnkarar • Steypujárnslaanir • Steypujárnslokar • Stjórnbúnaður • Mælibúnaður • Loftræstibúnaður • Hitablásarar • Loftþurrkarar VARMAVERK HF. Dalshrauni 5 - 220 Hafnarfirði Sími 92-651750 - Fax 91 -651951 I 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.