Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 20
STJÓRNSÝSLA
S veitarstj ómarkerfið
og staða þess í stjómskipun ríkisins
s
Hallgrímur 0. Guðmundsson, bœjarstjóri í Hveragerði
Höfundur er stundakennari í stjórn-
málafrœði við Háskóla Islands.
Hið opinbera, ríkið og
sveitarféiögin
Vanhæfni sveitarstjórnarkerfisins til að
taka að sér aukin verkefni kemst öðru hvoru
í hámæli og að undanförnu hefur verið boðuð
víðtæk sameining sveitarfélaga sem lausn á
þeim vanda.
I áratuga úrræðaleysi í stefnumörkun héraðsstjórn-
sýslu á Islandi hefur ekki verið neinn hörgull á tillögum
hvað gera skuli og margt hefur verið gert sem betur
væri ógert. Þetta reynslunám hefur verið þjóðinni dýr-
keypt enda eru það oft þeir sem minnstu yfirsýn hafa
sem eru áræðnastir til breytinga. Þeir sömu eru yfirleitt
of fljótir að gleyma til að geta lært af reynslu. Svo er
m.a. um þá sem gengu fremstir í flokki fyrir tæpum
áratug og boðuðu þáttaskil í þróun sveitarstjórnarmála
ef héraðsnefndir og byggðasamlög kæmu í stað sýslu-
nefnda. „Nú hefur það verið reynt," segja menn
mæðulega þegar í ljós er komið að afleið-
ingar þeirra breytinga voru fyrst og fremst að
koma málurn í uppnám. Varnaðarorð voru að
engu höfð en barnaleg tilhlökkun eftir skjót-
fengnum árangri yfirskyggði allt raunsæi.
Og sagan endurtekur sig aftur og aftur.
Vanhugsaðar og tíðar breytingar hafa
brotið niður stjórnskipunar- og stjórnarfars-
hefðir og það hefur m.a. leitt til stjórnkerfis
sem er orðið að afskræmi og álíka greiðfært
og völundarhús. I slíkri öfugþróun verður
staða sveitarstjórnarkerfisins veikari og veikari þrátt
fyrir góðan ásetning um hið gagnstæða.
„Ríki“ og sveitarféiög
Nokkurs misskilnings gætir um stöðu sveitarstjórn-
arkerfisins innan ríkiskerfisins hér á landi og mörgum
er tamt að tala um ríki og sveitarfélög sem harða and-
stæðinga í hagsmunatogstreitu. Nefnt hefur verið að
sveitarfélögin geti tæpast verið hluti af andstæðingi
sínum, ríkinu. Réttar sé því að líta á ríki og sveitarfélög
sem hliðstæð stjórn-
völd með sín hver
verkefnin.
Þessi sýn er mjög
villandi og leiðir til
alvarlegs misskilnings
um stjórnskipulega
stöðu sveitarfélaganna.
Þessi misskilningur
kemur m.a. fram í nú-
verandi 1. grein sveit-
arstjórnarlaga. Þar stóð
áður: „Ríkið skiptist í
sveitarfélög en var
breytt árið 1986 í
„Byggðin í landinu
skiptist í staðbundin
sveitarfélög ...“ Með
þessari breytingu átti að
Alþingi
lögigjafarvali
ranikvæmdavald
I I I I I l l l l I I—
£ í 5 11t fti
I I I I •
Stofnaidr
Sveitir
(Sveitajfélögl v ,,
í. mynd. Sveitarfélögin eru greinar á meiði ríkisvaldsins og fá vald sitt frá löggjafarvaldinu.
82