Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 40
ATVINNUMAL Starfsmenntun í atvinnulífinu Gylfi Kristiiisson, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Vorið 1992 var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Lögin, sem eru nr. 19/1992, öðluðust gildi í lok maí það ár. Að mati undirritaðs marka þau tímamót með tvennum hœtti. Lögin skapa forsendur fyrir að bœta verk- kunnáttu fólks í atvinnulífmu. Einnig er afskiptum stjórnvalda af þessu mikilvœga sviði vinnumála markað- ur ákveðinnfarvegur. I þessari grein verður fjallað um aðdragandann að lagasetningunni og farið yfir helstu atriði laganna. I framhaldi af gildistöku laga um starfsmenntun í atvinnulífmu skipaði félagsmálaráðherra starfsmennta- ráð. 1 greininni er sagt frá störfum þess. Þótt lögin um starfsmenntun í at- vinnulífinu hafi ekki náð fram að ganga fyrr en vorið 1992 má segja að afskipti félagsmálaráðuneytisins af þessu málefni hafi með vissum hætti hafist mun fyrr eða með skipun starfshóps árið 1983 sem fékk það verkefni að gera úttekt á áhrifum nýrrar tækni á íslenskt atvinnulíf. Hann skipuðu fulltrúar aðila vinnu- markaðarins en ráðherra skipaði Ingvar Ásmundsson, skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík, formann. Starfshópurinn skilaði áliti árið 1985. I því kemur m.a. fram að að- lögun vinnumarkaðarins að nýrri tækni komi misjafnlega niður á starfsgreinum og einstökum störfum. Þess vegna þurfi að tryggja starfs- mönnum eftirmenntun og þjálfun sem geri þeim kleift að laga sig að tæknibreytingum.1’ Á starfstíma vinnuhópsins lagði núverandi fé- lagsmálaráðherra fram þrívegis á Alþingi þingntannafrumvarp um endurmenntun vegna tæknivæðingar í atvinnulífinu. I 1. gr. þess frum- varps sagði að markmiðið sé að koma á samræmdri og skipulagðri endurmenntun og starfsþjálfun vegna tækniþróunar í atvinnulífinu og skapa öllum skilyrði til að aðlag- ast tækninýjungum, einkunt í þeim atvinnugreinum þar sem atvinnuör- yggi starfsmanna er í hættu vegna tæknivæðingar. Bæði niðurstaða starfshópsins og frumvarpið endurspegluðu alþjóð- lega umræðu og strauma sem höfðu borist frá nágrannalöndunum um þetta efni. Álit alþjóðlegra stofnana á sviði efnahags- og vinnumála var á einn veg. Hagur rfkja réðist af samkeppnisgetu á alþjóðamarkaði. Mikil framleiðni væri lykillinn að samkeppnisgetunni. Afgerandi þátt- ur framleiðninnar væri verkkunnátta. Aukinn hraði á tækninýjungum kall- aði á skipulega endurmenntun vinnuaflsins. Helstu iðnríkin brugð- ust við þessum aðstæðum með mik- illi fjárfestingu í stofnunum sem önnuðust það sem kallað var vinnu- markaðsmenntun og starfsþjálfun. Alþjóðavinnumálastofnunin lét mál- ið til sín taka. Árið 1975 afgreiddi Alþjóðavinnumálaþingið samþykkt nr. 142, um starfsfræðslu og starfs- þjálfun sem þætti í þróun vinnuafls. Ári áður hafði þingið afgreitt aðra alþjóðasamþykkt um námsleyfi með launurn. Eins og áður sagði, skilaði starfs- hópur félagsmálaráðuneytisins um áhrif nýrrar tækni áliti haustið 1985. Með núverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, var málið tekið upp að nýju. Það liðu ekki margir mánuðir frá því hún tók við embætti þar til félagsmálaráðuneytið hélt eina stærstu ráðstefnu sem hafði verið haldin á þess vegum en hún bar yfirskriftina: Starfsmenntun í at- vinnulífinu. Ráðstefnan var haldin 28. nóvember 1987. Þátttakendur urðu alls 230; atvinnurekendur og launafólk úr öllum starfsgreinum og alls staðar af landinu. Samtals voru haldin 17 erindi á ráðstefnunni þar sem þess var freistað að varpa ljósi á viðfangsefnið frá sem flestum hliðum. Erindin voru gefin út í bók.2) Ráðherra skipaði í framhaldi af ráðstefnunni vinnuhóp í lok janúar 1988 til að setja fram tillögur og valkosti um starfsmenntun í atvinnu- 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.