Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 53
UMHVERFISMÁL hreinsun reynist nauðsynleg. Einnig er að finna tímamörk fyrir viðeigandi hreinsun fyrir fráveitu sem veitt er í viðkvæman viðtaka og inniheldur minna en 2.000 persónueiningar og fráveitu sem veitt er í síður við- kvæman viðtaka og inniheldur minna en 10.000 persónueiningar. Viðeigandi hreinsun er skilgreind þannig að ávallt skal beita lágmarks- hreinsun og til viðbótar skal gæða- markmið viðtaka vera uppfyllt. Önnur mikilvæg ákvæði í þessum kafla eru m.a.: Heilbrigðisnefnd veitir, að höfðu nánu samráði við Hollustuvemd ríkisins, leyfi fyrir fráveitum og fyrir búnaði sem notaður er fyrir hreinsun og losun á skólpi. Sveitarstjórnir skulu senda Holl- ustuvernd ríkisins fyrir 1. júlí 1994 upplýsingar um nýjar og endurbættar fráveitur sem ætlað er að uppfylla ákvæði um hreinsun og gæðamark- mið viðtaka. Varnir gegn loft- og hávaöa- mengun Kafli um varnir gegn hávaða- mengun er nánast óbreyttur frá fyrri reglugerð en nokkrar breytingar hafa orðið á ákvæðum um varnir gegn loftmengun. Einkum er um að ræða breytingar á viðmiðunarmörkum fyrir leyfilega loftmengun. Öll mörk eru nú strang- ari en áður nema mánaðarmeðaltal fyrir fallryk og sólarhringsgildi fyrir svifryk sem eru þau sömu. Bætt hefur verið við viðmiðunarmörkum fyrir blý í andrúmslofti. Séu mörk núverandi og eldri reglugerðar borin saman virðast þau við fyrstu sýn ekki frábrugðin. Það sem gerir mismuninn er að í eldri reglugerð var heimilt að fara yfir mörk þar sem meðaltalstími var mánuður eða minna í 5% tilfella. Núverandi reglugerð heimilar hins vegar aðeins 2% tilfella þegar með- altalstími er sólarhringur eða minna. Auk þess er nú ákveðið að þau mörk sem gilda sem ársmeðaltal skuli einnig gilda yfir vetrarmánuðina þegar mengun er að jafnaði hvað mest. Beita skal samræmdum aðferðum við allar sýnatökur og mælingar á loftmengunarefnum. Aðferðirnar eru tilgreindar í viðaukum. Varnir gegn úrgangsmengun Nokkrar breytingar hafa orðið á ákvæðum sem varða varnir gegn mengun af völdum úrgangs. Sú stefna er mörkuð að ávallt skuli nota bestu fáanlegu tækni við með- höndlun úrgangs. Auk þess er sú stefna mörkuð að draga skuli úr myndun úrgangs og stuðla að endur- vinnslu og endurmyndun hans eins og unnt er. Allur atvinnurekstur sem með- höndlar úrgang er leyfisskyldur. Óbreytt frá fyrri reglugerð er sú skylda á sveitarstjórnum að sjá um að rekin sé móttökustöð fyrir úrgang og ennfremur að sjá um tæmingu á sorpílátum og flutning á neyslu- og framleiðsluúrgangi. Akvæði bætist nú við sem skyldar sveitarstjórnir til að koma á kerfis- bundinni tæmingu á seyru úr rotþróm og úrgangi úr öðrum hreinsivirkjum, þar sem til fellur lífrænn mengandi/ Úrbóta er viöa þörf við förgun úrgangs. sóttmengandi úrgangur. Þetta ákvæði snertir einkum dreifbýlis- sveitarfélög. Sér í lagi má búast við að um sé að ræða íþyngjandi ákvæði fyrir sveitarfélög þar sem mikið er um sumarhúsabyggðir. Sérstök ákvæði eru um meðferð olíuúrgangs og annarra spilliefna. Skylt er að geyma slíkan úrgang á tryggilegan hátt og skila til viður- kennds móttökuaðila. Starfsemi, þar sem meira magn en 200 lítrar af úr- gangsolíu falla til á ári, ber að halda skrá yfir úrganginn. Fyrirtækjum þar sem spilliefni falla til og fyrirtækjum sem meðhöndla spilliefni ber einnig að halda skrá yfir þau. Staðfesting skal liggja fyrir um hvar og hvernig spilliefnum er fargað. Akvæði koma nú einnig inn í reglugerð um að þeir aðilar, sem flytja þurfa spilliefni, skuli láta fylgja farminum ýmsar upplýsingar, svo sem um magn og gerð, framleið- anda og móttakanda. Aðilar sem flytja spilliefni til eða frá landinu þurfa að veita Hollustu- vernd ríkisins allar upplýsingar og fá vottorð stofnunarinnar áður en flutningur einstakra farma getur átt sér stað. Senda skal stofnuninni fyrir 1. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.