Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 32
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Uppdrátturinn sýnir núverandi mörk Nauteyrarhrepps og Hólmavíkurhrepps sem sam- einast 11. júní. lega sameiningu hreppanna. Hinn 18. mars hélt viðræðunefnd fyrsta fund sinn. í henni voru af hálfu Nauteyr- arhrepps þeir Kristján Steindórsson á Kirkjubóli og Snævar Guðmunds- son á Melgraseyri. Af hálfu Hólma- víkurhrepps voru í nefndinni Brynjólfur Sæmundsson oddviti og Stefán Gíslason sveitarstjóri. Á framhaldsfundum tók fulltrúi félags- málaráðuneytisins þátt í viðræðunum og var það Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri sem skipaður var for- maður nefndarinnar. Hið sameinaða sveitarfélag ber nafnið Hólmavíkurhreppur og hreppsnefnd verður skipuð fimm fulltrúum. Ibúar núverandi Nauteyr- arhrepps heyra hér eftir undir sýslu- manninn á Hólmavík í stað sýslu- mannsins á Isafirði, sem þeir gera nú. í umsögn sem félagsmálaráðuneytið aflaði hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, er ekki talið að núverandi mörk sýslna skapi annmarka á því að hreppar sameinist með hliðstæðum hætti og á sér stað í þessu tilviki. í Nauteyrarhreppi voru 38 íbúar hinn l. desember 1992 en í Hólma- víkurhreppi 502 íbúar. Sameinaður hefur hreppurinn því 540 íbúa miðað við íbúatölur þess tíma. Horna- Félagsmálaráðuneytið hefur með auglýsingu 11. maí staðfest sameiningu Hafnar í Hornafirði, Mýrahrepps og Nesjahrepps í eitt sveitarfélag. Þar er tilkynnt að nafn hins nýja sveitarfélags skuli vera Hornafjarðarbær. Jafnframt er kveðið á um að bæjarfulltrúar skuli vera 9. Tillaga um sameiningu Skriðu-, Glæsi bæjar- og Oxnadals- hrepps felld Tillaga um sameiningu Skriðu-, Glæsibæjar- og Öxnadalshrepps í Eyjafirði var felld í atkvæðagreiðslu um sameiningu þessara þriggja hreppa sem fram fór laugardaginn 19. mars. í Öxnadalshreppi voru 40 á kjör- skrá. Atkvæði greiddu 27 eða 67,5%. Já sögðu 22 eða 81,5%, nei sögðu 4 eða 14,8% og einn atkvæðaseðill var auður. í Glæsibæjarhreppi voru 167 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 89 eða 53%. Já sögðu 50 eða 56.2%, nei sögðu 38 eða 42,7% og einn at- kvæðaseðill var auður. I Skriðuhreppi voru 76 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 55 eða 73%. Já sögðu 23 eða 41,8%, nei sögðu 28 eða 50,9% og fjórir atkvæðaseðlar voru auðir. í kjölfar atkvæðagreiðslunnar hafa farið fram viðræður milli hrepps- nefnda Öxnadalshrepps og Glæsi- bæjarhrepps um sameiningu þessara hreppa. Að sögn Ara H. Jósavins- sonar, oddvita Öxnadalshrepps, er fyrirhugað að ganga til sameiningar þeirra að loknum hreppsnefndar- kosningunum 28. maí. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.