Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 32
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Uppdrátturinn sýnir núverandi mörk Nauteyrarhrepps og Hólmavíkurhrepps sem sam- einast 11. júní. lega sameiningu hreppanna. Hinn 18. mars hélt viðræðunefnd fyrsta fund sinn. í henni voru af hálfu Nauteyr- arhrepps þeir Kristján Steindórsson á Kirkjubóli og Snævar Guðmunds- son á Melgraseyri. Af hálfu Hólma- víkurhrepps voru í nefndinni Brynjólfur Sæmundsson oddviti og Stefán Gíslason sveitarstjóri. Á framhaldsfundum tók fulltrúi félags- málaráðuneytisins þátt í viðræðunum og var það Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri sem skipaður var for- maður nefndarinnar. Hið sameinaða sveitarfélag ber nafnið Hólmavíkurhreppur og hreppsnefnd verður skipuð fimm fulltrúum. Ibúar núverandi Nauteyr- arhrepps heyra hér eftir undir sýslu- manninn á Hólmavík í stað sýslu- mannsins á Isafirði, sem þeir gera nú. í umsögn sem félagsmálaráðuneytið aflaði hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, er ekki talið að núverandi mörk sýslna skapi annmarka á því að hreppar sameinist með hliðstæðum hætti og á sér stað í þessu tilviki. í Nauteyrarhreppi voru 38 íbúar hinn l. desember 1992 en í Hólma- víkurhreppi 502 íbúar. Sameinaður hefur hreppurinn því 540 íbúa miðað við íbúatölur þess tíma. Horna- Félagsmálaráðuneytið hefur með auglýsingu 11. maí staðfest sameiningu Hafnar í Hornafirði, Mýrahrepps og Nesjahrepps í eitt sveitarfélag. Þar er tilkynnt að nafn hins nýja sveitarfélags skuli vera Hornafjarðarbær. Jafnframt er kveðið á um að bæjarfulltrúar skuli vera 9. Tillaga um sameiningu Skriðu-, Glæsi bæjar- og Oxnadals- hrepps felld Tillaga um sameiningu Skriðu-, Glæsibæjar- og Öxnadalshrepps í Eyjafirði var felld í atkvæðagreiðslu um sameiningu þessara þriggja hreppa sem fram fór laugardaginn 19. mars. í Öxnadalshreppi voru 40 á kjör- skrá. Atkvæði greiddu 27 eða 67,5%. Já sögðu 22 eða 81,5%, nei sögðu 4 eða 14,8% og einn atkvæðaseðill var auður. í Glæsibæjarhreppi voru 167 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 89 eða 53%. Já sögðu 50 eða 56.2%, nei sögðu 38 eða 42,7% og einn at- kvæðaseðill var auður. I Skriðuhreppi voru 76 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 55 eða 73%. Já sögðu 23 eða 41,8%, nei sögðu 28 eða 50,9% og fjórir atkvæðaseðlar voru auðir. í kjölfar atkvæðagreiðslunnar hafa farið fram viðræður milli hrepps- nefnda Öxnadalshrepps og Glæsi- bæjarhrepps um sameiningu þessara hreppa. Að sögn Ara H. Jósavins- sonar, oddvita Öxnadalshrepps, er fyrirhugað að ganga til sameiningar þeirra að loknum hreppsnefndar- kosningunum 28. maí. 94

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.