Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 39
HÆSTARÉTTARDÓMAR vemda almenna hagsmuni sveitarfélaga og íbúa þeirra og tryggja að íbúarnir njóti þeirrar lögboðnu þjónustu sem sveitarfélög eiga að veita. Akvæði sveitarstjórnar- laga eru ófrávíkjanleg lagaákvæði og heimila því ekki sveitarstjórnum að víkja frá fyrirmælum þeirra, þó það kunni að vera talið henta í einstökum tilvikum. Mér er ekki kunnugt um að sambærileg ákvæði sé að finna í lögum um málefni sveitarfélaga annars staðar á Norðurlöndum. Má sem dæmi nefna að samkvæmt norskum lögum er sveitarfélögum heimilt að gangast í ábyrgðir ef það telst sérstaklega í þágu hagsmuna sveitarfélagsins. Þar hefur m.a. verið frjálsleg túlkun á því hvenær sérstakir hagsmunir sveitarfélags teldust vera fyrir hendi eða ekki.21 Almenn þýðing hæstaréttardómsins Það verður jafnan að fara varlega í að meta almenn áhrif dóma þar sem þeir eru í reynd einungis úrlausn tiltekins ágreiningsefnis. Samt sem áður hafa dómar oft fordæmisgildi og á það einkum við þegar um skýringar á ófrávíkjanlegum lagaákvæðum er að ræða, eins og í því tilviki sem hér um ræðir. Ég tel að sá dómur Hæstaréttar, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, hafi fordæmisgildi. Ég tel að niðurstaða Hæstaréttar og reyndar einnig niðurstaða héraðsdóms feli í sér að 4. og 5. mgr. 89. gr. sveitar- stjórnarlaga eigi að túlka samkvæmt orðanna hljóðan og skýra þær þannig að þær banni sveitarfélögum að gangast í sjálfskuldarábyrgðir fyrir aðra en stofnanir sveitarfélagsins. Jafnframt sé sveitarfélögum óheimilt að veita einfalda ábyrgð nema taka baktryggingu sem sveitarfélagið metur gilda. Verður í því tilviki að fara fram raunverulegt mat á gildi tryggingarinnar. Fullvíst má telja að sveitarstjórnarmenn hafi ekki frjálsar hend- ur við slíkt mat, heldur verði matið að byggja á mál- efnalegum sjónarmiðum og hlýtur að þurfa að miða við það að hægt væri að fá fullnustu kröfunnar í hinu tryggða ef til innlausnar á ábyrgð kemur. Rétt er að geta þess að þann 3. júlí 1987 og þann 26. janúar 1988 voru kveðnir upp úrskurðir í félagsmála- ráðuneytinu þar sem talið var að hin tilvitnuðu ákvæði sveitarstjómarlaga útilokuðu ekki að ábyrgðir, sem stofnað var til upphaflega á gildistíma eldri laga, yrðu endumýjaðar.31 Með hliðsjón af orðalagi 4. og 5. mgr. 89. gr. og til- gangi þeirra svo og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar (og reyndar einnig dómi héraðsdóms) verður að telja að 2) Sbr. rit Jan Fridthjof Bert, Oddvar Overa og Harald Hove. Kommunalrett, 2. útg., Ósló 1989, bls. 301 og 302. 3) Sjá um úrskurði þessa ritið Úrskurðir félagsmála- ráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmálefna, byggingar- og skipulagsmála 1986-1989. Félagsmálaráðuneytið gaf út í Reykjavtk 1990. niðurstaða úrskurðanna tveggja sé a.m.k. umdeilanleg. Lokaorö Alkunna er að fyrir gildistöku nýju sveitarstjórnar- laganna nr. 8/1986 var það rnjög tíðkað að sveitarfélög tækju á sig ábyrgðir á fjárskuldbindingum, einkum þeirra sem fóru með atvinnurekstur í viðkomandi sveitarfélagi. Var ekki óalgengt að einstakar lánastofn- anir gerðu það að skilyrði fyrir lánveitingu að til kæmi slik ábyrgð sveitarfélags. Reglurnar í 4. og 5. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga banna að mestu að sveitarfélög gangist í slíkar ábyrgðir. Það er ástæða til að ætla að margir sveitarstjórnarmenn hafi ekki áttað sig á að skýra beri umrædd ákvæði samkvæmt orðanna hljóðan heldur hafi þeir talið að sveitarfélög hefðu enn svigrúm til mats í þessum efn- um. Nú er sýnt að sú afstaða fær ekki staðist. Telja verður að ábyrgðaryfirlýsingar, sem sveitarfélög hafa gefið eftir 1. janúar 1987 og fara í bága við áðurnefndar reglur sveitarstjórnarlaga, séu ógildar. Sveitarfélögum er óheimilt að innleysa slíkar ábyrgðir og hafa ekki svigrúm til mats í því efni. Er rík ástæða til að ætla að sveitarfélög þurfi að huga sérstaklega að þessum mál- efnum. k o p 0 HH 0 h -W *0 §1 0.5 Fan stai a- nair £ £ w M- *+* 0 0 < ^ *o ur c ili H 0 m «1 eða < £ .. « »<0± fc TJ 8? 0 k *0 stál w i < EINAR J0HANNESS0N Ph í Brekkubyggð 23 540 Blönduósi Sími 95 - 24425 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.