Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Blaðsíða 33
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Sameining Vopnafjarðar- hrepps og Skeggjastaða- hrepps felld áný í síðasta tölublaði var frá því skýrt að ákveðið hefði verið að endurtaka atkvæðagreiðslu um sameiningu Vopnafjarðarhrepps og Skeggja- staðahrepps. Tilefni þeirrar ákvörð- unar var sú að tillaga um sameiningu þessara hreppa hafði verið felld á jöfnum atkvæðum hinn 20. nóvem- ber og að almennur borgarafundur í Skeggjastaðahreppi 8. mars hafði skorað á hreppsnefndina að beita sér fyrir því að atkvæðagreiðslan yrði endurtekin. Var það gert laugar- daginn 9. aprfl. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð enn sú að tillaga um sameiningu þessara hreppa var samþykkt í Vopnafjarðarhreppi en felld í Skeggjastaðahreppi. I Vopnafjarðarhreppi voru 611 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 294 eða 48%. Samþykkir sameiningu voru 181 eða 61,6%, en andvígir 110 eða 37,4%. I Skeggjastaðahreppi voru 92 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 75 eða 82%. Samþykkir sameiningu voru 32 eða 42,7% en andvígir 43 eða 57,3%. JAFNRÉTTI Tvær áskoranir frá jafnréttisþingi Á jafnréttisþingi, sem haldið var í Reykjavík dagana 13.-14. október, voru samþykktar tvær áskoranir til sambandsins og sveitarstjórna lands- ins. Jafnréttisnefndir kosnar Hin fyrri er um kosningu og störf jafnréttisnefnda og er þannig: „Jafnréttisþing, haldið 14. og 15. okt. 1993, skorar á stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga að það hlutist til um að ákvæði laga um jafnréttis- nefndir í sveitarfélögum með yfir 500 íbúa verði uppfyllt í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 1994. Þá standi Samband íslenskra sveitarfé- laga fyrir námskeiði fyrir jafnréttis- nefndir í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála." Tillögunni fylgdi svofelldur rök- stuðningur: „Við endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 1991 var í fyrsta sinn lögfest að sveitarfélög með 500 íbúa eða fleiri skyldu stofna jafnréttisnefndir, þ.e. o © ekki fyrr en ári eftir síðustu sveitar- stjómarkosningar. Það hefur verið töluverður misbrestur á að sveitarfé- lög hafi uppfyllt þessa lagaskyldu sína. Reynslan hefur sýnt að þeir fulltrúar sem hafa tekið að sér nefndarsetu í jafnréttisnefndum þurfa upplýsingar og leiðsögn um verksvið nefndanna, m.a. vegna þess að það er lítil sem engin hefð fyrir starfi þeirra." Á fundi sínum þann 28. október 1993 lýsti jafnréttisráð yfir vilja sín- um til samstarfs við Samband ís- lenskra sveitarfélaga varðandi undir- búning að námskeiðum fyrir fulltrúa í jafnréttisnefndum. Ályktunin var kynnt stjórn sam- bandsins á fundi og samþykkti hún að taka undir hana. Uppbygging leikskóla forgangsverkefni Síðari áskorunin er svofelld: „Jafnréttisþing, haldið dagana 14. og 15. október 1993, skorar á stjórn- völd og sveitarstjórnir að gera upp- byggingu leikskóla fyrir öll börn að forgangsverkefni næstu ára.“ Svofelldur rökstuðningur fylgdi tillögunni: „Nú þegar sífellt fleiri verkefni er varða þjónustu við börn eru að færast til sveitarfélaga er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að þeim sé ekki mismunað eftir búsetu. í leikskóla- lögunum frá 1991 er tekið fram að öll böm frá sex mánaða aldri eigi rétt á leikskólavist. Eins og staðan er núna er þessari þjónustu við börn og for- eldra þeirra misskipt og því fer það oft og tíðum eftir búsetu foreldra og félagslegri stöðu hvort börn eiga raunverulegan rétt á leikskólavistun. Að mati jafnréttisþings er slík staða óásættanleg og því er krafa kvenna- hreyfingarinnar um leikskóla fyrir öll börn ítrekuð." 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.