Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Síða 50
UMHVERFISMAL a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með skilyrðum, eða b) að ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum. Úrskurðurinn er kynntur framkvæmdaraðila, leyfis- veitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli og jafnframt birtur opinberlega. Sé úrskurðað að ráðist skuli í frekara mat eru í úrskurðinum taldir upp þeir þættir sern kanna þarf frekar. Frekara mat á umhverfisáhrifum Frekara mat á umhverfisáhrifum er unnið af fram- kvæmdaraðila og eru þá kannaðir þeir þættir er skipu- lagsstjóri tiltók í úrskurði sínunt. Að mati loknu skilar framkvæmdaraðili skipulagsstjóra ríkisins skýrslu með niðurstöðum sínum og hefst þá önnur athugun. Önnur athugun Við aðra athugun (2. mynd) er metið hvort fram- kvæmdaraðili hefur kannað nægilega vel þá þætti sem honum bar samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra eftir frumathugun. Á sama hátt og við frumathugun eru nið- urstöður matsins auglýstar og er fimm vikna frestur til athugasemda en umsagnaraðilar fá þriggja vikna frest. Innan átta vikna frá því að skipulagsstjóri birti niður- stöður matsins kveður hann upp rökstuddan úrskurð um hvort: a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, e.t.v. með skilyrðum; b) krafist er frekari könnunar einstakra þátta eða c) lagst er gegn viðkomandi framkvæmd. 2. myrtd Önnur athugun hjá skipulagsstjóra Þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann kynntur á sama hátt og við frumathugun. Jafnframt skal birta úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega. Úr- skurð skipulagsstjóra, eftir frumathugun eða aðra at- hugun, geta málsaðilar kært til umhverfisráðherra. Hlutverk sveitarstjórna Sveitarstjómir koma að framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum á ýmsum stigum. Sem framkvœmdaraðili: Sveitarstjórn kann að vera framkvæmdaraðili sem ber að tilkynna um matsskylda framkvæmd til skipulagsstjóra rfkisins. Sem tilkynningaraðili: Samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994, um mat á umhverfisáhrifum, ber fram- kvæmdaraðila og/eða viðkomandi leyfisveitanda að tilkynna framkvæmd til umhverfisráðherra telji þeir að hún hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Hér koma sveitar- stjórnir til með að vera í lykilstöðu. Sem umsagnaraðili: Eins og fyrr var lýst er um- hverfisráðherra heimilt, að fenginni umsögn hlutaðeig- andi sveitarstjórna, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæntdir verði háðar mati samkvæmt lögun- um. Þegar framkvæmd hefur verið tilkynnt skipu- lagsstjóra ríkisins er hún auglýst opinberlega en auk þess er leitað umsagnar lögboðinna umsagnaraðila og hlutaðeigandi sveitarstjórna. Sem leyfisveitandi og eftirlitsaðili: Sveitarstjórn er í nær öllum tilvikum sá aðili sem veitir framkvæmdaleyfi og samkvæmt 13. gr. laganna ber í leyfi til fram- kvæmdar að taka fullt tillit til niðurstaðna mats á um- hverfisáhrifum og úrskurðar skipulagsstjóra rfkisins. Ekki er gert ráð fyrir því í lögunum að skipulagsstjóri hafi sérstakt eftirlit með því að framkvæmdaraðili fari eftir skilmálum framkvæmdaleyfis heldur er talið eðli- legt að leyfisveitandi sjái um það. Þá ber að undirstrika að framkvæmdaraðila ber eftir sem áður að sækja um tilskilin leyfi, s.s. byggingarleyfi og starfsleyfi til við- komandi leyfisveitenda. Eftirlit með framkvæmd er því samkvæmt skipu- lags- og byggingarlögum auk annars lögbundins eftir- lits. Frekari upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum Frekari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum er m.a. að finna í eftirtöldum heimildum: 1. Lögum nr. 63/1993, um mcu á umhverfisáhrifum. 2. Reglugerð nr. 179/1994, um mal á umhverfisáhrifum. 3. Leiðsögureglum um mat á umhverfisáhrifum, sem vœntanlegar eru í maí. 4. Fortlage, C.A. (1990), Environmental Assessment. A Practical Guide. Gower. 5. Wathern, P.(1992), Environmental Impact Assessment. Theory and Practice. Routledge. 6. Petts, J. and Eduljee, G. (1994), Environmental lmpact Assess- ment for Waste Treatment and Disposal Facilities.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.