Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Nýr félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar Lára Bjöms- dóttir félagsráð- gjafi hefur verið ráðin félagsmála- stjóri Reykjavík- urborgar frá 1. maí en Sveinn Ragn- arsson lætur af störfum vegna aldurs. Hann hefur verið félagsmálastjóri í Reykjavík frá árinu 1963, eða í rúmlega þrjátíu ár, og hafði á sl. ári starfað hjá borginni í fjörutíu ár eða frá því að hann lauk lagaprófi árið 1953. Lára er fædd 25. október 1943 á Stöðvarfirði, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri (MA) árið 1963 og stundaði nám í dönsku, ensku og forspjallsvísindum við Há- skóla íslands árin 1963-1964 og er cand. phil. þaðan 1964. Lára stund- aði nám í félagsráðgjöf við Dan- marks sociale höjskole í Kaup- mannahöfn 1965-1968 og tók lokapróf þaðan 1968. Hún stundaði nám í félagsráðgjöf (social and community work) við háskólann í Bradford í Englandi 1985-1986 og lauk MA-prófi þaðan 1986. Lára var félagsráðgjafi í Kaup- mannahöfn 1968-1969 og félagsráð- gjafi, deildarfulltrúi og yfirmaður fjölskyldudeildar hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar 1969- 1974. Lára var félagsráðgjafi barna- geðdeildar Landspítalans 1975- 1977, yfirfélagsráðgjafi á Kópa- vogshæli 1981-1985 og hjá Styrktar- félagi vangefinna í Reykjavík 1986- 1988. Hún var framkvæmdastjóri Svæðisstjómar málefna fatlaðra í Reykjavík 1988-1989 og hefur verið BYGGÐARMERKI framkvæmdastjóri Þroskahjálpar frá 1990. Lára var stundakennari í fé- lagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla íslands 1984-1992 og stundakennari við guðfræðideild HI 1972-84. Lára var í stjóm Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa um árabil og formaður þess 1990-1992, var for- maður Nemendasambands MA 1987-1989. Hún var í nefnd til að semja reglugerð um Kópavogshæli 1984-1985 og hefur á vegum félags- málaráðherra setið í nefndum til þess að semja reglugerðir samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra. Lára situr í landsnefnd og framkvæmdanefnd Árs fjölskyldunnar. Eiginmaður Láru er Ingólfur Hjartarson hæstaréttarlögmaður. Þau eiga þrjú börn. Torfalækjarhreppur tekur upp byggðarmerki Hreppsnefnd Torfalækjarhrepps hefur tekið upp byggðarmerki fyrir hreppinn. í samþykkt hreppsnefndarinnar um merkið segir m.a. svo: „Byggðarmerki Torfalækjar- hrepps skal vera skjöldur í hvítri og svartri umgjörð með fjórum inn- byggðum litum. Blái liturinn er litur himins, fjarlægðar og vatns. Grænn litur táknar samfellda gróðurtorfu sveitarinnar, sem vísar til Kolkumýra sem nefndar voru eftir landnáms- manninum Þorbirni kolku. I merkinu eru þrjú tákn, sem tengjast sveitinni, Reykjanibba sýnd með hvítri línu, Gullsteinn í svörtum lit og stökkvandi lax í hvítum lit. Við Gullstein tók Konráð bóndi á Stóru- Giljá fyrstur Islendinga kristna trú af syni sínum Þorvaldi víðförla og Friðriki biskupi af Saxlandi árið 981.“ í 4. gr. samþykktarinnar segir: „Svart-hvíta útgáfu merkisins má einungis nota við bóka- og blaða- prentun og er hún heimil án sérstaks leyfis. I svart-hvítri útgáfu er blár flötur táknaður með láréttum línum en grænn litur með lóðréttum línum. (Línumar falla þó burt í minnstu gerð.) Við útgáfu minjagripa og myntsláttu er heimilt að falla frá lit- artáknum merkisins og útlínum skjaldarins.“ Höfundur merkisins er Guðráður B. Jóhannsson á Beinakeldu í Torfa- lækjarhreppi en oddvitinn, Erlendur G. Eysteinsson á Stóru-Giljá, hafði frumkvæði að gerð þess. Að sögn Erlends samþykkti hreppsnefndin merkið á sl. ári en beið með að kynna það uns séð varð hvort af sameiningu hreppa í Austur-Húnavatnssýslu yrði á árinu. 128

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.