Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 42
ATVINNUMAL Loftmynd af starfsmenntamiðstöðinni í Tórínó á Italíu. Miðstöðin er rekin af Alþjóða- vinnumálastofnuninni og ítöiskum stjórnvöldum. hindrar framkvæmd. Áhersla er lögð á að með löggjöf verði hlúð að sjálf- sprottnu framtaki fjölmargra aðila í starfsmenntunarmálum. Hópurinn er þeirrar skoðunar að byggja ætti sem mest á frumkvæði sem hafi orðið til úti í atvinnulífinu.41 Áður er á það minnst að fram hafi komið raddir um að þessi starfsemi ætti að heyra undir menntamála- ráðuneytið. Vinnuhópurinn fjallaði ítarlega um þennan þátt málsins. Þetta var m.a. borið undir sérfræð- inga Alþjóðavinnumálaskrifstofunn- ar í Genf og samstarfsráðuneyti fé- lagsmálaráðuneytisins annars staðar á Norðurlöndum. Öllum þessum að- ilum bar saman um það að til þess að árangur næðist væri mikilvægt að starfsemin væri í sem nánustum tengslum við þróunina á vinnuntark- aðnum. Reynsla annarra landa sýndi að ráðuneyti menntamála væru það ekki og þau væru mjög sein að bregðast við breyttum aðstæðum. Öðru gegndi um ráðuneyti vinnu- mála sem hefðu það hlutverk að fylgjast með atvinnustigi og leita ráða til að draga úr atvinnuleysi. Enn fremur greiða fyrir tilfærslum vinnu- afls frá hnignandi starfsgreinum til þeirra sem væru í vexti. Þessi rök mótuðu að verulegu leyti afstöðu fé- lagsmálaráðuneytisins sem ráðu- neytis vinnumála en fleira kom til. Það var Ijóst að ágreiningur var á rnilli þáverandi stjórnarllokka um það hvar starfsmenntun í atvinnulíf- inu skyldi vistuð. Menntamálaráð- herra fór ekki leynt með þá skoðun sína að þetta málefni heyrði til verk- sviðs menntamálaráðuneytisins. Seinna kom fram að hagsmunaaðilar, sem áttu fulltrúa í starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar, lögðust gegn því að starfsmenntun í þeirri starfsgrein færðist til félagsmálaráðuneytisins. í því skyni að freista þess að ná samstöðu um málið var stofnað til viðræðna á ntilli félagsmálaráðu- neytisins og menntamálaráðuneytis- ins. Sameiginleg niðurstaða varð sú að leggja til að sett yrði sérstök lög- gjöf um starfsmenntun í atvinnulíf- inu sem heyri til verksviðs félags- málaráðuneytisins og önnur um fullorðinsfræðslu sem heyri til verk- sviðs menntamálaráðuneytisins. Þeir sem tóku þátt í viðræðunum bættu við nýjum rökum fyrir þessari niður- stöðu. Bent var á að til starfsmennt-- unar í atvinnulífinu sé oft stofnað með ákvæðum í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins sem í sum- um tilvikum skuldbinda sig til að standa straum af hluta kostnaðar. Viðræðunefndin vakti athygli á því að forsendur slíkra samningsákvæða væru breytingar á vinnumarkaðnum vegna tæknibreytinga eða af öðrum ástæðum. Hér væri því fyrst og fremst um vinnumarkaðsmálefni að ræða þar sem forsenda árangurs eru sem mest áhrif aðila vinnumarkaðar- ins á alla framkvæmd.5’ Þrátt fyrir að embættismenn í ráðuneytum félagsmála og mennta- mála kæmust að sameiginlegri nið- urstöðu, sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í byrjun mars 1989, heyrðust enn efasemdaraddir. Þær þögnuðu í apríl vegna þrýstings af hálfu Alþýðusambands íslands (ASÍ) sem setti fram kröfu í tengslum við kjarasamninga sem fram fóru um þetta leyti. Þessi þrýstingur átti sér aðdraganda á 36. þingi ASI sem 104

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.