Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 19
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Árni Sigfússon borgarstjóri í Reykjavík Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Stjórnun- arfélags Islands og borgarfulltrúi, hefur tek- ið við stöðu borgarstjóra í Reykjavík frá 17. mars, er Markús Örn Antons- son lét af störfum, en hann hafði verið borgar- stjóri frá 16. júlí 1991. Árni Sigfússon er fæddur í Vestmannaeyj- um 30. júlí 1956 og eru foreldrar hans Kristín S. Þorsteinsdóttir húsfreyja og Sigfús J. Johnsen, núverandi félagsmála- stjóri í Garðabæ. Ámi lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1977, prófi frá Kennara- háskóla íslands 1981, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá Ten- nesseeháskóla í Knox- ville 1986 og hefur farið í námsferðir til Banda- ríkjanna og Evrópu í tengslum við fyrirtækjarekstur og stjómmál. Hann var aðstoðarmaður í rannsóknum við háskólann í Tennessee 1985 til 1986. Árni var stundakennari við Vogaskóla 1974-1978, blaðamaður á Vísi 1980-1981, framkvæmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1984, deildarstjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun 1986-1988 og framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands frá 1989. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1986 og í borgarráði frá 1990, var for- maður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 1986 til 1990, stjórnar sjúkrastofnana frá 1990 og skólamálaráðs frá 1991. Hann átti sæti í heilbrigðisráði 1986-1990, hefur verið í atvinnumálanefnd borgarinnar frá 1986 og í hús- næðisnefnd frá 1990 og er formaður nefndar sem starfað hefur að undir- búningi fyrir ár fjöl- skyldunnar. Árni hefur átt sæti í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 1986 og sama tíma verið varamaður í stjórn þess. Hann starfaði af hálfu sambandsins í samstarfsnefnd ríkis- stjórnarinnar, sambands- ins og aðila vinnumark- aðarins um atvinnumál og situr af hálfu þess í starfshópi um atvinnu- mál fatlaðra. Þá átti hann sæti af hálfu sambands- ins í nefnd, sem mennta- málaráðuneytið skipaði til að fjalla um almenna fullorðinsfræðslu og sat af hálfu sambandsins í úrskurðarnefnd sam- kvæmt lögum um holl- ustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, en hefur nú beðist lausnar frá starfi í þeim nefndum. Árni hefur skrifað greinar um rekstur og stjórnmál og verið ritstjóri tímarits Stjórnunarfélags íslands, Stjórnun- ar, frá 1989 og gaf fyrir seinustu jól út uppeldisbók fyrir feður. Hann hefur fengist við tónlist og samdi lögin Ágúst- nótt, þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1978, Heimaey, til styrktar uppbyggingu Vestmannaeyjaeftireldgosið 1973, og Skattalagið, lag og texta, sem hann samdi á árinu 1980 til þess að mótmæla óhóflegri skattheimtu. Eiginkona Árna er Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur og eiga þau fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Borgarstjóraskipti í Reykjavík 17. mars sl. Árni Sigfússon til vinstri og Markús Örn Antonsson, fráfarandi borgarstjóri, til hægri. Ljósm. Gunnar V. Andrésson, DV. 81

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.