Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 9
AFMÆLI Smábátahöfnin. sér það, og telur sjálfsagt að þeir njóti sömu aðstöðu af hálfu hrepps- ins og þeir sem undanfarið hafa tekið vatn heim til sín.“ 10. Sjúkrasamlag: Eftir nokkrar umræður var málið tekið út af dag- skrá ályktunarlaust. 11. Endurskoðandi hreppsreikn- ingana: Leynileg kosning. Magnús Guðmundsson kosinn endurskoð- andi, Gunnlaugur Stefánsson til vara. 12. Landssöfnun: Eftir litlar um- ræður kom fram þannig tillaga: „Fundur samþykkir að gefa til Landssöfnunarinnar kr. 1.000 úr hreppssjóði." Tillagan samþykkt samhljóða. 13. Hagaganga: Þannig tillaga kom fram og var samþykkt með öll- um atkvæðum: „Fundurinn felur hreppsnefndinni að leita samninga um hagagöngu fyrir búfé hreppsins.“ 14. Hjálparstúlka: Þannig tillaga kom fram: „Fundurinn heimilar hreppsnefndinni að ráða hjálparstúlku til að þjóna í húsum þar sem veikindi koma eða vöntun er tilfinnanleg á húshjálp." Tillagan samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. 15. Samkomuhús: Um málið urðu miklar umræður og mjög á einn veg. Loks kom fram svofelld tillaga: a. „Fundurinn lítur svo á að brýna nauðsyn beri til að byggt verði leikfimis- og samkomuhús hér í þorpinu. Vill því fundurinn heimila hreppsnefndinni að ætla ein- hverja fjárupphæð á fjárhagsáætlun í þessu skyni." b. „Jafnffamt óskar fundurinn þess að leitað verði eftir framlögum félaga þeirra er starfa í þorpinu og hafa þetta mál á stefnuskrá sinni.“ Tillagan samþykkt með öllum atkvæðum. Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið. Hólmsteinn Helgason. sign. Guðmundur Eiríksson, fundarritari. sign.“ Enda þótt ljóst hafi verið í upphafi að mikil verkefni og hvert öðru brýnna biðu hins nýstofnaða sveitarfélags réð efnahagur miklu um hve hratt tókst að hrinda nauð- synlegum aðgerðum í framkvæmd. Það tókst þó með tíð og tíma og átti elja og dugnaður sveitarstjórnarmanna á hverjum tíma mikinn þátt í því. En ekki var hægt að framkvæma allt í einu og þurfti því að velja og hafna. Það má segja að eitt helsta verk- efni sveitarstjóma Raufarhafnarhrepps fyrstu tíu starfsár hins nýja sveitarfélags hafi verið að koma skipulagsmál- um í viðunandi horf og bæta úr brýnni þörf í raforku- og neysluvatnsmálum. Þess má til gamans geta að árið 1958 tók Raufarhafnarhreppur einnar milljónar króna lán til þess að fjármagna lagningu 9“ vatnsleiðslu frá neðra Glápavatni og hingað niður í þorpið. Þetta jafngildir því að hreppurinn tæki 90 milljóna króna lán í dag vegna framkvæmda, sé miðað við tekjur þá og nú. Helstu framkvæmdir frá stofnun sveitar- félagsins Læknisbústaður var byggður á árunum 1956-1958. Barnaskólinn og félagsheimilið voru byggð á árunum 1962-1965 og hafnarbryggjan á sama tíma. Var þá loks fullnægt í aðalatriðum því er fram á var farið á fyrsta starfsári hreppsfélagsins. Arið 1982 var sundlaugin, er stendur við bamaskól- ann, tekin í notkun. Arið 1993 hófst Raufarhafnarhreppur handa við að byggja íþróttahús með þátttöku jöfnunarsjóðs og er stefnt að því að það verði tekið í notkun í haust. A árinu 1994 var innsiglingin dýpkuð og grjótgarður við smábátahöfn endurbyggður og lengdur, einnig var komið fyrir flotbryggju við enda garðsins þannig að leguplássum hefur fjölgað og hafnarkrókurinn betur var- inn fyrir norðvestanáttinni. Einn er sá málaflokkur er undanfarin ár hefur orðið æ meir áberandi í þjóðfélagsumræðunni, en það eru um- hverfismálin. A hátíðarfundi, er haldinn var í tilefni af- mælis hreppsins þann 7. janúar sl„ var ákveðið að gera umhverfismálin að forgangsverkefni. M.a. var ákveðið að kanna möguleika á að byggja fullkomna sorp- brennslustöð. Þar sem rekstur slfkrar sorpbrennslu er kostnaðarsamur myndi sú orka er myndast við brunann 1 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.