Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 24
HÚSNÆÐISMÁL um í fonni félagsaðildar og átt fulltrúa í stjórnum þeirra til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess. - Loks safnast saman mikil reynsla og þekking á húsnæðismálum í þessum félögum, bæði varðandi innviði hús- næðiskerfisins og í sambandi við bygg- ingar, viðhald og rekstur. - Ekki má heldur gleyma hinum lýð- ræðislega þætti - ákvörðunarrétti fólks og möguleikum á að hafa áhrif á það hvar er byggt, hvernig er byggt, fyrir hverja er byggt og hvemig á að standa að viðhaldi og rekstri. Búseti á fjórar íbúðir í þessum sambýlishúsum viö Hléskóga 1-5 og 2-6 á Egilsstöö- um. Ljósm. Jósef L. Marinósson. kaupum og sölum, þ.e. búseturétturinn, sem oftast er 10% af íbúðarverðinu. - Sveitarfélögin geta sjálf átl búseturétt í ákveðnum fjölda íbúða eða haft ráðstöfunarrétt yfir þeim. Þetta hentar mjög vel, þar sem sveitarfélög þurfa að tryggja starfsmönnum sínum húsnæði eða koma inn í húsnæðis- mál fólks tímabundið. - Þá geta sveitarfélög átt beina aðild að búsetafélög- Lærum af reynslunni Það er veruleg ástæða til þess nú að áhuga- og áhrifamenn bæði frá sveitar- félögunum og hinum ýmsu félagasam- tökum setjist sem fyrst niður, annars vegar til að verja það mikilvægasta sem áunnist hefur og hins vegar til að leita hagkvæmari lausna á vanda dags- ins í dag. Ekki má í þessu samhengi gleyma mjög mikilvægum þætti en það eru samtök öryrkja, aldraðra og námsmanna sem hafa nánast lyft grettistaki í húsnæðismálum fyrir sitt fólk á undanfömum árum. Saman hafa þessi samtök öll góða burði til að sinna þeim verkefnum sem sveitar- félögin hafa verið að taka að sér með misjöfnum árangri á sviði húsnæðismála. BÆKUR OG RIT Leiðbeimngarrit um skipulag sumarbústaða og sumarbústaðahverfa Hjá Skipulagi ríkisins er komið út leiðbeiningarrit um skipulag sumarbústaða og sumarbústaðahverfa. I ritinu er fjallað um undirbúning og gerð skipulags fyrir sumarbústaði, bæði heil hverfi og staka bústaði. Ennfremur er umfjöllun um hvaða gögn þurfi að leggja fram og hverjir séu umsagnar- og samþykktaraðilar. Sýnd eru dæmi um hvemig ganga skal frá skipulagsupp- dráttum, með hvaða hætti auglýsing gagnvart almenn- ingi skuli vera og um formlegt afgreiðsluferli. Sumarbústöðum í landinu hefur fjölgað mikið og læt- ur nærri að fjöldi þeirra hafi tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum. Miðað við þéttbýlisstaðina hefur sumarbústaða- byggð þá sérstöðu að landið er yfirleitt í einkaeign en ekki sveitarfélags, þannig að til að vel takist þarf víð- tæka samvinnu milli þessara aðila og eigenda sumarbú- staðanna. í ritinu er mælt með að í hverju sumarbústaðahverfi sé stofnað félag sumarbústaðaeigenda er fari með sameig- inleg hagsmunamál þeirra. Leiðbeiningarritið fæst hjá Skipulagi ríkisins og er afhent án endurgjalds. 2 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.