Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 28
MÁLEFNI ALDRAÐRA Að nokkur skyldi lifa þvílíkt af! “ Börn nýrra tíma lœra um orustuúrslit og herforingja og mœlskumanna nöfn, um tölu hinna drepnu, daga og ártöl. En ekki um liitt: hve undarlega milt gat angað rós á skotgrafanna barmi, hve Ijúft var múrsvölunnar káta kvak á milli stórskotanna þrumuþyta, hve fagurt varþá liðnu daga, Lífið. Aldrei skein, aldrei, sól með sömu dýrð og sú er skein á eydda borg, erfólkið úr kjöllurunum skreið á fjórum fótum og sagði hissa: Sólin skín þá enn!'" Margir fræðimenn, sem rannsaka í hverju lífsgæði fel- ast, tiltaka tvenn lífsskilyrði sem séu öðrum fremur af- drifaríkari um farsæld í ellinni og það eru heilsan og efnin. Heilsan á þann veg að heilsubrestur spilli lífsgæðun- um og lífsnautninni meira en flest annað, af því heilsan er nokkurs konar forsenda þess að unnt sé að njóta ann- arra gæða. Heilsubrestur gerir mann oftast fatlaðan á einn eða annan veg og fötlunin meinar manni þátttöku, kvölin setur óbragð á allar nautnir. Snorri Páll Snorrason læknir, sem bæði horfði upp á mikil veikindi og mátti þola þau sjálfur, hefur sagt þetta: „Eg er alls ekki sammála skáldunum og rithöfundun- um, sem tala um andlega þjáningu sem hina verstu þjáningu. Mikil líkamleg þjáning yfirgnœftr allar aðrar tilfinningar. Meðan hún varir kemst ekkert annað að. Það er mín reynsla. Það er ekki fyrr en hinn líkamlegi sársauki er genginn yftr að hugrenningar, þunglyndi og sjálfsvorkunn láta á sér krœla fyrir alvöru. Þá fyrst kemst hin andlega þjáning að. “7I í öðru lagi hafa efnin verið sögð afdrifarík lífsskilyrði, og aftur á þann veg að það er ekki endilega gott að hafa þau en oftast illt að vera án þeirra. Efnaleysi fylgir stundum skortur en ævinlega óöryggi. Til þess að manni geti liðið vel þarf hann einhverja lágmarksvissu um morgundaginn og efni eru eitt af því sem hvað helst tryggir manni öryggi. Ungu fólki og óreyndu finnst hins vegar að efnin tryggi manni frelsi, en það er líklega mis- skilningur; efni leiða til hins ófrjálsa öryggis, og það vissi Karl gamli Marx. Því miður er það oftast svo í líf- inu að frelsi og öryggi eru andskotar, fái maður meira af öðru er það á kostnað hins. „Freedom is just another word for nothing left to loose“ söng Janis Joplin. Og ef til vill er mesti munurinn á æskunni og ellinni einmitt fólginn í því hve misjöfnum augum þau líta þessi tvenn verðmæti; öryggið og frelsið. Það sýnist tilheyra æsk- unni og vera henni tamt að fórna fúslega öryggi fyrir frelsi, að voga og hætta til, meðan þessu er allsöfugt far- ið um ellina; hún fómar jafnvel öllu sínu frelsi fyrir ör- yggið; hana munar á stundum svo í öryggið að hún selur sig sjálfviljug og að nauðsynjalausu undir ánauð elli- heimilisins og beygir sig fúslega undir forvarnarfas- ismann til þess að öðlast ögn í viðbót af öryggi. Hvort er nú áhrifameira um lífsgæðin, hugarfarið innra eða lífsskilyrðin ytra? Hugarfarið held ég, allajafnan. Skaphöfnin, verðmæta- matið, lífsskoðunin, reynslan, metnaðurinn, sjálfsímynd- in og viskan ráða mestu um lífsgæðin. Nýlega mat elju- samur norrænn félagsvísindamaður þetta svo að hugar- farið réði 90% en lífsskilyrðin aðeins 10%; ég sel það ekki dýrara en ég keypti, en það er vísast jafngott svar og hvað annað við spumingu sem ekki er hægt að svara.“' Það er nú kennimark öldrunar að samfara henni verða oft ýmsar takmarkanir sjálfræðisins og stjóminni á hin- um ytri lífsskilyrðum hrakar, sumir aldraðir geta ekki í sama mæli og fyrr stýrt lífsskilyrðum sínum svo kostun- um í tilverunni fækkar. Þessar takmarkanir birtast gjam- an í eftirtöldu: • minnkandi efni, minna fjárhagslegt svigrúm • versnandi heilsa, vaxandi hjálparþörf • brestir í frændgarði, samferðamenn heltast úr lest án þess fyllist í skörðin • fæmi til sjálfvalinna athafna þverr • andlegum hæfileikum og sjálfsöryggi hrakar Þetta er hópurinn sem um lengri eða skemmri tíma þarf á opinberri þjónustu að halda. Slík opinber þjónusta er veitt af stofnunum af ýmsum gerðum. Það er sérstakt fyrir Island að nota til þessa dvalarstofnanir, og margt bendir til þess að við eigum í þessu vafasama efni óum- deilanlegt heimsmet. Aldraðir sem þiggja hjálp af opin- berri stofnun em neytendur (og þar eð opinber stofnun er almannaeign em þeir einnig samtímis veitendur þjónust- unnar) en í reynd hafa þeir afar litla samningsaðstöðu gagnvart stofnuninni. Þeir verða að taka því sem að þeim er rétt, sem nýleg dæmi sanna. Þeir geta ekki yfirgefið stofnunina líki þeim ekki eins og hótelgestur sem finnur sér misboðið. Því þó aldraðir séu í reynd meðeigendur stofnananna og borgunarmenn þar, þá berst greiðslan ekki um hendur hins aldraða til stofnunarinnar. hann sér það fé aldrei, það eru aðeins stofnanir sem véla um það sín í milli. Vísvitandi eða óviljandi er dulið fyrir hinum aldraða að hann er neytandi og borgunarmaður; þess í stað er hann oft látinn finna að hann sé ölmusuþegi og kominn upp á náð. Starfsmönnum og rekstraraðilum stofnunarinnar hættir til að gleyma því líka að hann er neytandi og finnst hann stundum vera eins konar rekstr- arlegt hráefni, orðið til fyrir stofnunina en hún ekki fyrir hann. Það er slæmt, og hótel sem þannig léti færi fljótt á hausinn. 2 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.